Smá fréttir af búrinu

Allt gengur ofsalega vel ennþá. Keypti einn gúbba á laugardaginn og allt gengur vel með hann.
Þannig að núna eru í búrinu
2x gúramar (gull og blár)
2x skalar
4x gúbbar
1x gibbi
En annars eitt annað, síðan að skalarnir komu þá hefur verið að myndast brún slikja yfir megnið af steinunum í botninum, og á allt dótið í búrinu. Það fellur smá af mat á botninn þar sem að þeir eru soddan sóðar
En ætti ég kannski að fá mér aðra ryksugu þar sem að þessi eina er kannski ekki að ráða við þetta allt?
En er ekki í lagi að taka dótið upp úr og skola þetta allt af og ryksuga svo sandinn með svona sandryksugu og þrífa kannski þessa steina sem eru verstir?
Er nefnilega að spá í að fara í jólahreingerningu í búrinu um jólin

og breyta kannski aðeins til í því
