Eru einhverjir með ferskvatnsskötubúr og eru einhverjir að selja þær?
Gott væri ef einhverjir sendu linka með góðum greinum um ferskvatnsskötur.
Skötur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Ég veit ekki til þess að það sé neinn með þær hér á landi...
Þær eru plássfrekar, dýrar og viðkvæmar, þannig að fólk hugsar sig líklega nokkrum sinnum um áður en það fer í svoleiðis kaup.
Mig persónulega dauðlangar í svona, en það verður að bíða þangað til að ég kaupi mér hús sem er með meira plássi en ég hef núna... Standard 500 lítra búr er of lítið, og 720 líklega líka. 900l væri líklega í lagi, þar sem það er frekar djúpt.
Ég hef fengið búðir til að fletta því upp fyrir mig hvað svona stykki kosta (ungar), og það hefur aldrei verið undir 30þús..
Ertu annars að pæla í einhverju sérstöku?
Þær eru plássfrekar, dýrar og viðkvæmar, þannig að fólk hugsar sig líklega nokkrum sinnum um áður en það fer í svoleiðis kaup.
Mig persónulega dauðlangar í svona, en það verður að bíða þangað til að ég kaupi mér hús sem er með meira plássi en ég hef núna... Standard 500 lítra búr er of lítið, og 720 líklega líka. 900l væri líklega í lagi, þar sem það er frekar djúpt.
Ég hef fengið búðir til að fletta því upp fyrir mig hvað svona stykki kosta (ungar), og það hefur aldrei verið undir 30þús..
Ertu annars að pæla í einhverju sérstöku?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Nei, ég er ekki að spá í neitt sérstakt, en mér finnast sköturnar afskaplega fallegir fiskar. En eins og þú bendir á þá þarf svolítið stór búr og á linknum sem Vargur sendi inn er talað um lágmark 160x80x50 sm fyrir minnstu tegundina. Þannig að það þarf ekki bara löng búr þau þurfa að vera breið, en hæðin er ekki aðalmálið. Það er spurning hvort ekki þurfi að fá sér iðnaðarhúsnæði fyrir fiskana í framtíðinni
Það hefur *OFT* hvarflað að mér að pósta um það hvort það væri ekki einhver til í þaðVargur wrote:Verðum við ekki bara að fara að sameinast nokkrir um húsnæði ?
Þá væri líka hægt að deila niður gjöfum og svona - svipað og fólk gerir með hesthúsin
Rodor: Líka eitt með minnstu tegundina... Hún er ein af þeim sem er erfitt að fá. Ein algengasta og ódýrasta tegundin, motoro, það er sú sem verður stærst og þarf mest pláss...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net