Java mosi

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Java mosi

Post by Anna »

OK - ég ætla að spurja alveg ógeðslega vitlausrar spurningar, en þetta er búið að vefjast fyrir mér og ég finn ekkert um þetta...

Ekki hlægja.

Á að gróðursetja java mosa eða á hann að vera fljótandi - það er svona bara niðri við botn. Eða festir hann sig kannski bara sjálfur?
Ef maður vill skipta honum í tvent, rífur maður hann bara í tvennt og setur á annan stað - ekkert að "gróðursetja"??

Jú ok, þið meigið brosa yfir þessu... :oops:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú getur gert næstum það sem þú vilt við hann - nema gróðursetja.


Ef þú t.d. festir hann á rót eða stein með tvinna þá festir hann sig þar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur líka haft hann á þurru, hann lifir það af.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Aha.... tvinni. Ég á nóg af honum.
Langar að festa hann á rótina.
Vex þetta mikið?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Anna wrote:Aha.... tvinni. Ég á nóg af honum.
Langar að festa hann á rótina.
Vex þetta mikið?

Java mosi vex frekar hægt, en hann vex undir næstum hvaða skilyrðum sem er.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

hehe, ég myndi ekki segja að hann vaxi hægt enda hefur hann verið hreint illgresi hjá mér og sumum til mikillar gleði. var að losa mig við ca 4 hnefa af mosa ekki fyrir löngu síðan, vargur fær næstu 4 hnefa
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Post Reply