Búrið

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Rodor wrote:
Sirius Black wrote: En jú ég notaði flass, svolítil snilld með Nikon er að maður getur notað flassið á vélinni til að stjórna öðru stærra flassi þráðlaust og hafði ég það staðsett beint fyrir ofan búrið og því kemur ekki leiðinda glampi á glerið ;)
(ps. hafði vélina líka á þrífæti).
Þetta virkar eins og transmitterinn sem ég er með á Canon. Ég var að hugleiða það að fá mér aukaflass til þess að stýra þrælnum en fékk mér transmitterinn í staðinn.

Heyrðu, hvaða linsu notaðir þú?
Ég var að nota: Sigma 70-300mm F4-5.6 APO DG MACRO :roll:
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Smá fréttir af búrinu :) Allt gengur ofsalega vel ennþá. Keypti einn gúbba á laugardaginn og allt gengur vel með hann.

Þannig að núna eru í búrinu
2x gúramar (gull og blár)
2x skalar
4x gúbbar
1x gibbi

En annars eitt annað, síðan að skalarnir komu þá hefur verið að myndast brún slikja yfir megnið af steinunum í botninum, og á allt dótið í búrinu. Það fellur smá af mat á botninn þar sem að þeir eru soddan sóðar :P

En ætti ég kannski að fá mér aðra ryksugu þar sem að þessi eina er kannski ekki að ráða við þetta allt?

En er ekki í lagi að taka dótið upp úr og skola þetta allt af og ryksuga svo sandinn með svona sandryksugu og þrífa kannski þessa steina sem eru verstir?

Er nefnilega að spá í að fara í jólahreingerningu í búrinu um jólin :P og breyta kannski aðeins til í því :)
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er alveg í fínu að taka grjótið og skola, annars finnst mér alltaf sjarmerandi að sjá þörung á grjótinu þó ég vilji ekki hafa hann á glerinu.
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

ef þú átt í vandamál með matarleyfar þá er rosalega gott að fá sér Zebra bótíu . hún étur upp ALLAR mataleyfar og er rosalega dugleg og henni finnst gott að sofa :lol:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ha borðar hún sofandi :o
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

Nei nei
ég er með svona kistu sem maður tengir loftbóludælu við en ég er ekki með svoleiðis tengt við kistuna svo að hun treður sér þar inn og fær sér góðan blund og kemur svo og fær sér að éta þegar það er verið að gefa :lol:
pjotre
Posts: 76
Joined: 22 Nov 2007, 18:56
Location: Reykjavík

Post by pjotre »

væri gaman að sjá heildarmynd af búrinu :D
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

pjotre wrote:væri gaman að sjá heildarmynd af búrinu :D
jább skal redda því bráðlega :) var nefnilega að breyta því ansi mikið, setti meiri gróður (gervi) og svo eitt risastórt styttudæmi sem er við bakið þannig að núna er ég loksins orðin ansi ánægð með það :D
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja hérna koma splúnkunýjar myndir af búrinu :)

Image

Image
200L Green terror búr
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Váááá geggjað flott hjá þér :wink:
Búin að senda inn í keppnina um flottasta búrið ???
Hafdís
Posts: 24
Joined: 22 Dec 2007, 21:26

Post by Hafdís »

Vááá, þetta er ýkt flott búr !!!
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Fallegur kassi :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er lifandi gróður ekkert á döfinni ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

´Hreint og fallegt búr hjá þér.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:Er lifandi gróður ekkert á döfinni ?
Nei allavega ekki alveg strax, er ekki að leggja í svoleiðis í bráð hehe :P finnst það hljóma svo flókið eitthvað, veit líka ekki með það hvort að það sé nógu góð lýsing í búrinu og svoleiðis fyrir gróður, en er með eina T8 peru held ég, allavega bara peruna sem fylgdi með þessu Tetru búri :)
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja núna hafa orðið smá skipti á íbúum:

Er núna með
2x skala
2x gúrama
3x gúbba, einn dó fyrir svolitlu síðan
1x Otocinclus affinis sem kom í dag bara
gibbinn dó í gær og hans er sárt saknað

Annars er bara gott að frétta af búrinu, það er reyndar orðið hrikalega þörungað þannig að vonandi nær Otocinclusinn þessu burt, en fleiri svoleiðis eru á döfinni enda leiðinlegt að sjá hann svona einan :)
200L Green terror búr
Post Reply