110 Lítra búrið mitt :D

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

110 Lítra búrið mitt :D

Post by Gaby »

Heyrðu var að taka myndir af skölunum mínum og ákvað að skella myndum af þeim hér ef ég get það :),, og btw:myndirnar voru teknar með öömulegri myndavél,, en þetta er þó e-h :)

Image
Nýji skalinn sem ég fékk hjá Mareni, er ógeðslega skotin í honum :D:oops:

Image
Veika krúttið mitt :( (myndin var tekin,áður en hann fór í sjúkrabúrið)

Image


Image


Image


Image


Image


Image

Veit að þetta eru fáir skalar í frekar stóru búri,ætla að bæta svoo fljótlega við mig :)
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fallegir skalar hjá þér og fínar myndir.
Ég er alltaf að verða hrifnari af skölum, hefur hingað til fundist þetta hin mestu meindýr.
Birta mín er mjög hrifin af þeim og hefur fengið nokkra en okkur gengur ekki vel að halda lífi í þeim.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

flottir skalar! og sérstaklega þessi svarti :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það þarf ekkert að kvarta yfir þessum myndum, einna helst að nánast sama myndin kemur 3x, það er óþarflega mikið. :?
Ég veit nú ekki hvort þetta eru fáir skalar í stóru búri, eru þeir fimm ?
Það er ekki langt í að þú þurfir að fara að fækka þeim.
Ég væri til í heildarmynd af búrinu.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér finnst skalar nokkuð fallegir og væri alveg til í að eiga eitt stórt búr fullt af skölum. Ólíkt Ástu er okkar skali ódauðlegur, hann lifði alla aðra fiska af í 40L búrinu okkar gamla.
-Andri
695-4495

Image
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Þegar maður horfir á búrið þá er það sjúklega tómlegt :?,, en æjji þessir skalar stækka reyndar frekar fljótt þannig að ég ætla bara að halda mig við þessa 4,, enda held ég að hinn skalinn mun ekki lifa neitt mikið lengur, hann hefur enga matarlyst og svoo er hann orðinn frekar horaður,, þannig að ef hann deyr þá er hann á betri stað, en hérna hjá mér :?,,

Áður en ég fékk þessa skala er ég búin að vera með nokkra, og alltaf deyja þeir(gaf þeim alltaf flögur) og svoo keypti ég og bróðinn minn þennan svarta og hann var allveg að deyja þannig ég ákvað að prófa að gefa honum rækjur og hann hefur lifað síðan, :D enda er hann orðinn feitur og pattaralegur af rækjunum :), og hinir skalarnir að fíla rækjurnar :), segjum bara sem svoo að rækjurnar björguðu skölunum mínum :):D,,

eru rækjur nokkuð óhollar í of miklu magni fyrir fiska? :?

og btw Vargur ég er að reyna að taka heildarmyndir af búrinu en það kemur engan veginn vel út ,, þarf að æfa mig solldið mikið í því
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rækjur eru góðar í hófi, passaðu bara að fiskarnir klári þær.
Ég hef enga trú á að rækjuleysi valdi dauða fiska. :-)
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

haha, en skoo ég gaf hinum bara flögur og það er eins og þeir horuðust bara niður :? ,, einn skalinn sem ég átti át allveg rosalega vel af flögum en hann fitnaði aldrei þótt hann át vel og mikið og svoo daginn eftir þegar ég vaknaði var hann dáinn, án þess að hann sýndi e-h merki um veikindi eða e-h :?
Gabríela María Reginsdóttir
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

ég géf minum skalar bara flögufóður, mismundandi tegundar, og þau stækka og eru mjög fallegur. Einu sini á vika fengu þau frósinn foðir , eins og bloðórmur eða shrimps.
User avatar
María
Posts: 92
Joined: 27 Jun 2007, 12:09
Location: Hafnarfjörður

Post by María »

Fallegir skalar hjá þér :D
Verð svo að fara að koma og kíkja á þá :wink:
María
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Jááb :D,, endilega :)
Gabríela María Reginsdóttir
Post Reply