Búrið aðeins að koma til

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Búrið aðeins að koma til

Post by sindris »

Jæja, Oscararnir mínir eru að verða lausir við white spot. Ég byrjaði á því að salta búrið 1tsk á 10l og notaði þar að auki Tetra Medica á það. Núna, nokkrum dögum síðar finnst mér ég samt sjá 1-2 bletti á öðrum oscarnum, haldiði að þetta fari eða ætti ég að setja búrið í gegnum annað lyf?

Ég held ég sé búinn að gera mér grein fyrir því að nitrit hafi átt einhvern þátt í að ýta undir hvítblettaveikina. Ég er búinn að hafa 10-15% vatnaskipti á dag til að reyna að ná nitritinu niður en það er ennþá frekar hátt, eftir 5 daga. Er eitthvað annað sem ég ætti að reyna að gera? Skipta meira jafnvel?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef það mælist nitrIt í búrinu þá er búrið ekki búið að cycla sig, þe ekki komin flóra í búrið. NitrItið þarf að komast frekar hátt upp til að flóran komist í gang, ef þú ert alltaf að skipta um vatn þá er líklegt að flóran komist seint og illa af stað.
Þú þarft sennilega að fylgjast með því að nitrIt fari ekki yfir hættumörk og fara svo að skipta út vatni þegar nitrAt fer að mælast.

Ég mundi persónulega salta duglega til að losna við blettaveikina, 1 tsk á 10 lítra er ekki neitt og engan vegin nóg, 1 tsk á lítra er eitthvað nær því.
Einnig er gott að hækka hitan um 2-4°
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Okei, skal gera það. En nitritið er við eða yfir hættumörk hjá mér, á ég að leyfa því að lækka bara sjálft? Skipta þá ekki fyrr en eftir hvað langann tíma?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þegar búrið er að cycla sig þá þarf búrið af fara í og yfir hættumörk til að kickstarta flórunni, þetta gerist mjög snögglega, nitrIt fer hátt upp og snarlækkar síðan á nokkrum mínútum þegar flóran fer að háma það í sig og breytir í nitrAt. Á þessum stutta tíma sem nitrIt er í hámarki geta fiskar drepist.

Er ekki að mælast neitt nitrAt hjá þér núna ?
Hvað er þetta stórt búr og hvað eru margir fiskar ?
Hvernig dælu ertu með og hvað er búrið búið að vera lengi í gangi ?
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Ég er ekki búinn að mæla nitrat ennþá :oops:

þetta er 370l búr með 2 oscurum og 2 jack dempsey, búið að vera í gangi í svona 4 vikur, dælan er hmm... undir búrinu (vona að þú vitir hvað ég meina, annars tek ég myndir). Ég veit ekki alveg hvað hún er að dæla mikið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Annað hvort þraukar þú og leyfir flórunni að komast í gang eða þá að þú skiptir út vel af vatni td. 40-50%
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Ég ætla að prófa að þrauka aðeins ;) er eitthvað annað sem ég get gert ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú ættir að kaupa nitrAt test og mæla.

Ef þú kæmist yfir eitthvað filterefni eða smá sand úr búri sem er búið að vera lengi í gangi þá kemur þú flóru í búrið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Í upphafi fékk ég hvítblettaveiki í búrið og keypti þá -White spot control- frá King British o það virkaði mjög vel, missti aldrei neinn fisk.
Eftir það notaði ég svo eitthvað sem heitir Stability og er frá Seachem og er til að setja i ný búr. Notaði það bara í byrjun með fyrstu vantsskiptunum í nokkur skipti.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Okei takk :) Ég var einmitt að spá í því hvort ég ætti að setja eitthvað svona 'cycle' vökva, bakteríur eða eitthvað svoleiðis til að hjálpa flórunni af stað?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur hjálpað.
Post Reply