Mest allt safnið dáið. Komnir fiskar.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Kazmir
Posts: 82
Joined: 01 Dec 2007, 20:40
Location: Selfoss

Mest allt safnið dáið. Komnir fiskar.

Post by Kazmir »

Jæja þá er mest allt safnið dáið hjá konunni, 3 smáfiskar 1 botnfiskur 6 skallar þar af 5 stórir skallar, allir 6 eldhalarnir, eina sem eftir er er 4 skallar ryksugurnar 1 gullfiskur og eplasniglarnir þetta skeði allt eftir að við tókum 1 fisk frá öðrum aðila sem sagði að það væri engin veikindi í sínu búri og við höfðum ekkert auka búr laust í augnablikinu til að setja hann í. Þeir eru í meðferð og virðast kannski ætla að hafa það af,kannski :cry:
Last edited by Kazmir on 10 Jan 2008, 12:23, edited 1 time in total.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

þetta hefur öruglega ekki verið víkingur, samt er ekkert sniðugt að hafa 6 stk eldhala saman eða gullfisk sem eins og margir vita er kaldavatnsfiskur, þér að segja þá á aldrei að full treysta "sjúkdómalausum" búrum
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Kazmir
Posts: 82
Joined: 01 Dec 2007, 20:40
Location: Selfoss

Post by Kazmir »

Gullfiskurinn plumar sig vel og eldhalarnir eru ágætir og láta aðra fiska í friði ef þeir eru fleirri en 3 eða 4 og þar að auki ef þú ferð í fiskabúð þá færðu mismunandi upplýsingar hvaða fiskar geta verið saman eftir því hvaða búð er, og nei þessi fiskur var ekki frá Víking ég hef aldrei fengið fiska eða snigla eða nokkuð annað frá honum sem er sýkt :-) bara heilbrigt hjá honum :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er leiðinlegt.
Hvað er langt síðan þið tókuð þennan eina fisk og gátuð þið séð einhver sjúkdómseinkenni?
Kazmir
Posts: 82
Joined: 01 Dec 2007, 20:40
Location: Selfoss

Post by Kazmir »

Við tókum hann 22 des, það kom grá slikja yfir þá svo morknuðu uggarnir og svo dóu þeir, líklega verið blettaveiki sem þróaðist strax í sveppasýkingu misstum bara 1 stórann skalla í dag og hinir virðast ætla að hafa þetta af.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Kazmir wrote:Við tókum hann 22 des, það kom grá slikja yfir þá svo morknuðu uggarnir og svo dóu þeir, líklega verið blettaveiki sem þróaðist strax í sveppasýkingu misstum bara 1 stórann skalla í dag og hinir virðast ætla að hafa þetta af.
Blettaveiki án bletta? ólíklegt. hvítblettaveiki drepur ekki á einum degi heldur.

Þetta hljómar frekar eins og að vatnsgæðin hafi dottið niður af einhverjum ástæðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er sammála Kela, er þetta ekki frekar eitthvað vatngæða vandamál.
Hvað voru þessir fiskar í stóru búri ?
Kazmir
Posts: 82
Joined: 01 Dec 2007, 20:40
Location: Selfoss

Post by Kazmir »

Þetta er 320 ltr búr og síðast þegar ég skipti um hluta af vatninu þá skipti ég líka í 400 ltr búrinu hjá hákörlunum og það hefur ekkert skeð hjá þeim.
Kazmir
Posts: 82
Joined: 01 Dec 2007, 20:40
Location: Selfoss

Post by Kazmir »

Jæja þá er búið að taka búrið í gegn og nú eru í því,
1 stk gibbi
3 stk brúsknefjar
15 stk Butterkoferi síkliður :D
Post Reply