Varlamannsbúrið
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Varlamannsbúrið
Þegar ég kom í vinnuna um hádegi í dag var annar Banded leporinus gaurinn minn dauður og hálf étinn á botninu.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Búrið "mitt" er frekar lítið. Eða 120l. Þetta búr er í eigu fyrmanns míns í vinnunni. Ég sá það í geymslu hérna og tók það uppá mína arma og er með það hér inni á rannsóknastofnunni.
Sagan á bakvið búrið er löng og leiðinleg svo ég segi frá síðasta mánuði eða svo.
Ég var með tvo svona. En annar dó núna á dögunum, þeir voru í sérstöku uppáhaldi svo hans er sárt saknað. Þeir heita Banded leporinus Leporinus fasciatus
Ég er með þetta par af Cobalt blue zebra Metriaclima callainos Þau hafa komið upp 7 afkvæmum sem eru flutt út. Núna eru að minnstakosti 4 afkvæmi í viðbót.
Var að losa mig við þennan þar sem hann var svo djöfulli grimmur og var að ganga að öðrum fiskum dauðum
Ég er með 2 Bala hákarla Balantiocheilus melanopterus Því miður á ég ekki betri mynd í augnablikinu en bæti öruglega úr því við tækifæri
Síðan er ég með einhverng Pleco gaur sem ég veit ekki allveg hvað heitir. Kannski að Vargur muni hvað hann lét mig fá
Sagan á bakvið búrið er löng og leiðinleg svo ég segi frá síðasta mánuði eða svo.
Ég var með tvo svona. En annar dó núna á dögunum, þeir voru í sérstöku uppáhaldi svo hans er sárt saknað. Þeir heita Banded leporinus Leporinus fasciatus
Ég er með þetta par af Cobalt blue zebra Metriaclima callainos Þau hafa komið upp 7 afkvæmum sem eru flutt út. Núna eru að minnstakosti 4 afkvæmi í viðbót.
Var að losa mig við þennan þar sem hann var svo djöfulli grimmur og var að ganga að öðrum fiskum dauðum
Ég er með 2 Bala hákarla Balantiocheilus melanopterus Því miður á ég ekki betri mynd í augnablikinu en bæti öruglega úr því við tækifæri
Síðan er ég með einhverng Pleco gaur sem ég veit ekki allveg hvað heitir. Kannski að Vargur muni hvað hann lét mig fá
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Ég er kominn með nýtt fiskabúr heim. Ég fékk mér 325 l Aquastabil búr og er með Am-Top 3337 tunndælu. Ég er með "venjulegt" ljós en með Aquastabil perum. Ég fékk bland í poka með búrinu. Nokkra gubby, platty og black molly. Ég tók svo seiði síkliðu seiði úr vinnunni auk ræstitæknisins. Þetta er svona fyrsta skrefið að koma upp fiskum.
Ég er samt ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að hafa í búrinu.
Ég er samt ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að hafa í búrinu.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Annar balahákarlinn minn hér í vinnunni stökk upp í glerið áðan og varð ansi vankaður og liggur nú á hvolfi en andar þó. Ég tók hann strax til hliðar því sambýlingar hans voru farnir að narta í hann.
Nú virðist hann vera aðeina að jafna sig en er enn á hvolfi.
Ég tók eftir því að hann er annsi rauður við eyruggana og á tálknbörðunum líkt og það sé blæðing í gangi.
Hvað segið þið gott fólk gæti þetta verið vegna höggsins sem hann fékk eða gæti þetta verið sjúkdómur sem veldur svona blæðingu og höggið hafi bara verið tilviljun?
Nú virðist hann vera aðeina að jafna sig en er enn á hvolfi.
Ég tók eftir því að hann er annsi rauður við eyruggana og á tálknbörðunum líkt og það sé blæðing í gangi.
Hvað segið þið gott fólk gæti þetta verið vegna höggsins sem hann fékk eða gæti þetta verið sjúkdómur sem veldur svona blæðingu og höggið hafi bara verið tilviljun?
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Já ég ætla að sjá hvað ég get gert við hann ræfilinn. Hann er kominn aftur í búrið http://www.simnet.is/unnrey/myndir/fiskar/IMG_2859.JPG þessi gaur lætur hann ekki í friði.
Ég sé líka núna að bala gaurinn er farinn að missa hreistur.
Ég sé líka núna að bala gaurinn er farinn að missa hreistur.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Ég byrjaði að setja balahákarlinn í lítinn bala sem ég rændi á heiðarlegan hátt á næstu rannsóknastofu svona rétt á meðan ég fyndi út úr hvað ég gæti gert við hann ræfilinn.
Ég fékk svo að láni 30 l búr sem er orðið sjúkrabúr hjá mér meðan það kemur í ljós hvernig honum vegnar.
En balahákarlar fíla ekki bala.
Ég fékk svo að láni 30 l búr sem er orðið sjúkrabúr hjá mér meðan það kemur í ljós hvernig honum vegnar.
En balahákarlar fíla ekki bala.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Bala hákarlinn í búrinu í vinnunni er orðinn frískur. Ég fékk fyrir hann sjúkrabúr. Sem hann fékk að dúsa í í tvo daga.
Annars veit ég ekki hvern fjandan ég var að veiða uppúr búrinu hér heima áðan. Þetta er kvikindi sem er lítið og flatt. Ég reyndi að taka mynd af þessu en náði því ekki þó ég hafi notað macro stillinguna enda er þetta agnar smátt. Mér dettur í hug að þetta séu svona 3mm. Ég teiknaði mynd af þessu ef einhver þekki þetta og byrtist hún hér að neðan.
Hver fjandin gæti þetta verið?
Annars veit ég ekki hvern fjandan ég var að veiða uppúr búrinu hér heima áðan. Þetta er kvikindi sem er lítið og flatt. Ég reyndi að taka mynd af þessu en náði því ekki þó ég hafi notað macro stillinguna enda er þetta agnar smátt. Mér dettur í hug að þetta séu svona 3mm. Ég teiknaði mynd af þessu ef einhver þekki þetta og byrtist hún hér að neðan.
Hver fjandin gæti þetta verið?
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact:
Ég brá mér frá um jólin og fékk ungan dreng til að fóðra fyrir mig og stóð hann sig rosalega vel. Skreið heim til mín gegnum heljar magn af snjó.
Þegar heim var komið sá ég að annar albínóinn minn var horfinn hefur hann sennilega verið ágætis ábót.
Dælan mín gaf upp öndina líka og ég hef ekki komið henni í gang aftur. Ég kaupi mér eflaust nýja í dag.
Þegar ég var að hreinsa dæluna mína fann ég 9 seiði. Þrjú þeirra voru greinilega Cobalt blue Zebra en hin er ég ekki allveg viss um hvað er. Dettur helst í hug Red Zebra. Það eru reyndar 4 þeirra horfin í dag en ég er nú búinn að útbúa smá seiðabox í búrið mitt og hafa þau það mjög gott þar að eigin sögn.
Þegar heim var komið sá ég að annar albínóinn minn var horfinn hefur hann sennilega verið ágætis ábót.
Dælan mín gaf upp öndina líka og ég hef ekki komið henni í gang aftur. Ég kaupi mér eflaust nýja í dag.
Þegar ég var að hreinsa dæluna mína fann ég 9 seiði. Þrjú þeirra voru greinilega Cobalt blue Zebra en hin er ég ekki allveg viss um hvað er. Dettur helst í hug Red Zebra. Það eru reyndar 4 þeirra horfin í dag en ég er nú búinn að útbúa smá seiðabox í búrið mitt og hafa þau það mjög gott þar að eigin sögn.
- Varlamaður
- Posts: 1221
- Joined: 06 Nov 2006, 16:02
- Contact: