Kalk (calcium) skortur

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Kalk (calcium) skortur

Post by Hrafnkell »

Kannast einhver við það hér að plöntur hjá þeim líði fyrir kalkskort (Calcium)? Vatnið hér er auðvitað sérdeilis laust við kalk.

Ég er m.a. með plöntu sem á að vera mjög auðveld Hygrophila polysperma sem þrífst ekki nógu vel. Ný blöð krullast upp sem er m.a. eitt af einkennum kalkskorts skilst mér.

Þekkir þetta einhver og hefur einhver leyst þetta?
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ég átti við svipað vandamál að stríða og leysti þann vanda með slatta af skeljum sem ég muldi niður í tunnudæluna hjá mér :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Jamm ég bæti kalki við í vatnið hjá mér vikulega og næ þannig Gh upp í um 100 mg/ml, en þegar maður bætir slatta af kalki í vatnið þá verður maður líka að huga að Magnesíumi, sem er hinn helmingurinn af Gh.
En ef að kalki er bætt við t.d. með því að nota Seachem Equilibrium, þá er þetta í réttum hlutföllum og þar þá lítið að pæla í þessu.

Annars geta uppkrulluð lauf líka bent til CO2 skorts. En kalkskortur er náttúrulega ekki ólíklegur þar sam að vatnið okkar er eiginlega alveg kalksnautt eins og þú bendir á.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sven, ert þú að nota Seachem Equilibrium? Ef svo er, hvar færðu það? Ég þarf endilega að prófa að breyta hörkunni hjá mér.

Hvers vegna þarf að bæta við Mg þó svo það sé hluti af einhverjum mælikvarða? Er ekki GH bara General Hardness og mælir almennt hörku í vatni v/ steinefna, sama hvaðan sú harka kemur? Næringin sem ég nota bætir Mg í vatnið sé ég, en ekki Ca.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég held að það sé einmitt mjög algengt að það sé ekki kalk í næringu þar sem að það er svo oft í vatni úti.

Ég nota ekki Seachem, bæti bara við kalki CaCl2, ég held að ef maður bætir kalki við án Magnesíums, þá geti myndast magnesíumskortur tiltölulega fljótt, þó e.t.v. ekki mjög líklegt þar sem að það er örugglega eitthvað af Magnesíum í vatninu hjá okkur.

Gh mælir bara uppleyst magnesíum og kalk. Kh mælir svo annað
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Áttu CaCl2 í tonnavís? Er hægt að plata út úr þér smá skammt til að prófa áhrifin?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Bara til að sýna vandamálið á mynd

Image

Sjáið hvernig blöðin krumpast og fá brúna kanta.

Fleiri myndir á
http://picasaweb.google.com/hrafnkelle/HrafnkelsbR
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

CaCl2 eða calsium clorid Sven hversu mikið ertu að nota af þessu ef við miðum við 100 l af búrvatni. Þetta er til í pokavís hérna þar sem ég vinn.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég er að nota svona teskeið á viku í 210 ltr búr með 50% vatnsskiptum. Ætil að sé ekki fínt að nota svona 1 tsk fyrir hverja 100ltr að vatni sem maður skiptir út, þannig að ef þú skiptir um t.d. 50 ltr af vatni á viku, hafa þetta þá hálfa tsk. á viku, nema að þú sért með alveg tonn af plöntum, þá kanski smá kúfta hálfa.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þá erum við að tala um 10 teskeiðar í mínu tilfelli :?
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ef búrið hjá þér er ekki þéttsetið af plöntum, þá mundi ég alls ekki láta svo mikið, bara kanski ca. 3 tsk við vatnsskipti. Leysa þetta bara upp áður en þú setur það út í vatnið. Þetta er ekki mjög aðu-leysanlegt, og því best að nota heitt vatn. En ef þú bætir kalkinu í, þá mundi ég vera á varðbergi gagnvart magnesíum skorti.
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Þá er það spurning um har í ósköpunum ég get nálgast magnesíum :oops:
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Magnesíum fæst úr Epsom salti MgSO4. Fæst í heilsuhúsinu skilst mér.

Annars vil ég sem upphafsmaður þessa þráðs segja að það að bæta kalki/magnesíum í vatnið til að hækka GH hörkuna leysir ekki mitt vandamál :( Kenningin um kalkskort virðist því ekki vera alveg rétt, amk ekki eina vandamálið.

Ég er að nota Barrs GH booster til að hækka GH.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Maður á nú ekki að þurfa að bæta miklu af svona efnum í búrin hjá sér ef ljósmagnið er ekki mikið. Ég held að algengasti skorturinn sé ljósskortur, og e.t.v. járnskortur. Skortur á hinum efnunum virðist ekki koma svo mikið fram við lítið ljósmagn.
Annars er þetta alltaf bara útilokunarðaferð. Finna hvað er líklegast að vanti, prófa að bæta úr því og útiloka þannig möguleikana einn af öðrum þangað til maður hefur lagað það sem laga þurfti.

Hrafnkell, hefur þú annars prófað að bæta við járni?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sven wrote: Hrafnkell, hefur þú annars prófað að bæta við járni?
Heldur betur já. Ég er farinn að hallast að því að þetta sé bara ljósið sem er of lítið.

2x20W í 125L er ekki mikið.
Post Reply