Heimagerður Co2 fyrir gróðurbúr?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
eli313
Posts: 5
Joined: 24 Sep 2007, 21:26

Heimagerður Co2 fyrir gróðurbúr?

Post by eli313 »

Sá fyrir þó nokkrum vikum síðan hvernig átti að búa til einfaldan koltvíoxíð búnað úr plastflösku fyrir gróðurbúr en ég get ómögulega fundið þráðin á ný. Getur einhver vísað mér á þráðin eða gefið mér leiðbeiningar um hvernig eigi að búa hann til.

kv. Kjargi :idea:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi þráður er í föndurhorninu
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=386
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Það er einfalt að útbúa gerlausn í flösku og leiða slöngu í búr með loftinu sem verður til. Það dugar bara ekki til. Mun stærra mál en að búa til CO2 er að leysa það vel upp í vatninu. Loftbóla sem sleppur úr enda á slöngu stígur bara til yfirborðs án þess að leysast upp í vatninu.

Ég er sjálfur að nota Nutrafin CO2 gerkerfið. Með því fylgir nokkurskonar stigi eða "öfug rennibraut" sem CO2 loftbólurnar renna eftir. Meðan þær eru að renna upp stigann leysast þær upp.

Svona útbúnaður sem fær CO2 til að leysast upp í vatninu er oft nefnt "reactor" á ensku vilji einhver leita að upplýsingum á Netinu.

Ég hef ágæta reynslu af Nutrafin CO2 kerfinu. Það er það ódýrt að maður má ekki eyða mörgum klukkutímum í að útbúa kerfi sjálfur. 1000kr fyrir áfyllinguna (ca mánaðar ending) er þolanlegt verð. Innihaldið er þó ekki annað en sykur ger og (trúlega) matarsódi en ég hef ekki en nennt að prófa að finna nákvæmlega út úr því.

Ég skil þó áhugan á að gera sjálfur enda það alltaf gott tækifæri til að læra.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Mjög auðvelt er að mixa blönduna fyrir þetta sjálfur fyrir sama og engan pening, googla bara DIY co2 mixture eða álíka, málið er bara að nota gott ger, og mundi ég mæla með að versla bruggger hjá ámunni, þar sem að það þolir hærri vínanda en brauðger og lifir því lengur.

Líka er hægt að útbúa góðan reactor (fyrir 100ltr búr og stærri) úr malarryksugu og lítilli dælu.
http://www.plantedtank.net/articles/DIY-CO2-Reactor/2/
En eins og Hrafnkell bendir á, þá er aðal vesenið að leysa kolsýruna upp. Svona stigar virka þó vel fyrir lítið streymi af kolsýru, e.t.v. fyrir DIY mix í 2 x 2L flöskur.
eli313
Posts: 5
Joined: 24 Sep 2007, 21:26

Post by eli313 »

Það er greinileggt að hér eru miklir fræðingar á ferð... þakka kærlega fyrir góð svör... núna er bara smíða gripinn,
Ætli ég klári hann ekki bara á næsta ári :wink: þar sem stut er eftir af þessu.

Takk fyrir mig
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég myndi ekki nenna í Ámuna til að eltast við sér brugg ger.
En kosturinn væri einmitt að það þyldi hærri vínanda og virkaði því lengur. Er fyrirhöfnin þess virði í stað þess að starta nýrri ger+sykur lausn örlítið oftar? Fer svona eftir aðstæðum hjá hverjum og einum.

Mætti hafa 2 flöskur sem maður startar á 2ja vikna fresti svo það sé kominn þrýstingur á flöskuna sem á að skipta yfir í þegar skipt er.

Sá einhverstaðar DIY CO2 kerfi á netinu þar sem voru notaðar 2 flöskur samtengdar. Önnur var gerkútur, hin var yfirfall sem tók gusur og sull sem gæti komið fari gerið í yfirgír.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Mikið af gagnlegum DIY ger CO2 upplýsingum:

http://www.thekrib.com/Plants/CO2/co2-ferm.html
eli313
Posts: 5
Joined: 24 Sep 2007, 21:26

Post by eli313 »

Þetta Co2 system virkar fínt hjá mér....
Núna er bara að býða og sjá hvort að plönturnar taki við sér og að fiskarnir lifi þetta af....

Notaði eftirfarandi uppskrift í 1/2 líters flösku

1 1/2 dl sykur.
1 ts ger
1/2 ts. matarsóda

Hristi þurrefnin saman í flöskunni
Fyllti svo upp með vatni og hristi betur svo það væru engnir kekkir.
Tengdi svo flöskuna við aðra flösku sem ég nota sem yfirfallsflösku en hana fyllti ég upp að 2/3 og úr henni var slangan komið fyrir í búrinu þannig að CO2 dreifist sem best.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Blandan er fín, en þetta þarf að vera í 2L flösku. Það rúmast allt of lítið vatn með þessu í 1/2 líters flösku, þá kemur of fljótt mikill vínandi í þetta og gerið drepst mjög fljótt.
duddi
Posts: 12
Joined: 02 Dec 2007, 21:05

Post by duddi »

Vitið þið hvar maður fær svona co2 kerfi ef maður vill ekki heima tilbúið
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gæludýrabúðum. Þær selja oftast bara þetta sama og heimatilbúna, nema í fínum umbúðum.

Svo er hægt að fá co2 kerfi með kút eða öðrum aðferðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég er að nota Nutrafin CO2 kerfið sem er í raun "commercial" útgáfa af DIY CO2 kerfi byggt á gerjun með einföldum stiga "reactor" til að leysa CO2 betur upp í vatninu. Hægt er að kaupa ger/sykur áfyllingu frá Nutrafin í þeim verslunum sem selja þetta kerfi. Það hef ég verið að gera.

Í kjölfar þessarar umræðu ákvað ég að prófa að útbúa eigin blöndu í Nutrafin kútinn minn.

Eins og plöntur þurfa áburð með næringar og snefilefnum þarf ger það í raun og veru líka. Og þurrger þarf líka súrefni meðan hann er að draga í sig vökva og byrja að fjölga sér. Ég gerði því eftirfarandi:

Leysti upp teskeið (kannski meira smá slump) af þurrger (sem notaður er í brauðbakstur t.d.) í bolla af vatni við stofuhita. Hellti þessu svo í hreina (mikilvægt) 2L gosflösku og setti tappann á. Hristi þetta mjög vel til að leysa súrefni úr andrúsmsloftinu upp í vatninu. Þetta fékk að standa í svona 5-10 mínútur.

Mældi 100g af sykri og helti gerblöndunni út á það ásamt svona 300 ml í viðbót af vatni við stofuhita. Leysti sykurinn upp í þessu. Bætti svo 1 vænni teskeið af maltextrakti (ekki maltinu sem við notum í jólaöl heldur sýrópi sem fæst i heilsubúðum og er oft notað í bakstur) upp í þessu. Maltextraktið er áburðurinn/næringinn. Þetta er þekkt úr bjór-brugg fræðum. Ger líður vel í bjór því hann er bruggaður úr malti og fær þannig öll næringarefni. Hreinn sykur er ekki næring fyrir gerið, bara orka. Leysti þetta upp og bætti svo 1 teskeið af matarsóda útí. Tilgangur matarsódans er að jafna sýrustig lausnarinnar svo gerinn gefist ekki of snemma upp.

Þetta fór allt í 2L flöskuna aftur. Tappinn skrúfaður laust á og þessu leyft að standa yfir nótt. Tilgangurinn var að koma gerjun vel á stað áður en þetta færi í Nutrafin kútinn. Morguninn eftir tæmdi ég það sem var í Nutrafin kútnum (Nutrafin blandan) og setti mína blöndu í.

Mín blanda er að skila mér 2-3 sinnum meira CO2 (talið i loftbólum) en Nutrafin blandan. Sjálfsagt endist þetta ekki eins lengi og Nutrafin blandan en það er allt í lagi. Þetta er svo ódýrt (kíló af sykri á 70kr í bónus, ger á nánast ekkert osfr) að mér er sama þó ég þurfi að starta þessu oftar.

Nú er þetta búið að ganga hjá mér í 5 daga svona og ekkert farið að hægja á þessu. Það verður gaman að sjá langtíma verkunina, hve lengi þetta endist og hvort mér tekst að endurgera blönduna.
Post Reply