Jæja betra seint en aldrei! Voru reyndar bara teknar í flýti en betra en ekki neitt .... Búrið virðist samt vera hálf tómlegt með bara 3 kuðungasíkliður, einhver með hugmynd um hvað væri sniðugt að bæta við? Búrið er samt bara 60l. þannig að ...
Ég var með 5 kuðungasikliður ásamt 2 N. cylendirus og 2 litlum calvusum en eftir að ég fjarlægði alla fiska og skyldi bara eftir par af kuðungasikliðum þá fór ég loks að sjá seyðin lengur en í 2-3 daga, nú er krökt af pínulitlum seyðum um allt búr og karlinn passar eitt holl af enn minni seyðum.
Kerlingin, takið eftir seyðunum undir sporðinum á henni og í horninu vinstra megin.
Skemmtileg lítil kríli Hvar fékkstu þína kuðunga? Ég held að þessir kuðungar sem ég er með séu ekki alveg nógu góðir,þetta eru einhverjir kuðungar sem systkyni mín fundu á flórída held ég... fiskarnir komast ekki alveg nógu vel inní þá
Ég hef týnt kuðungana saman hér og þar, fjöruferðum ofl.
Ég á samt við sama vandamál að stríða, flestir kuðungarnir eru of litlir, ég er að reyna að fita nokkra eplasnigla fyrir kuðungasikliðurnar.
Ef einhver veit um góða kuðunganámu, endilega láta vita.
Birkir wrote:...og annað... Síkliður og kuðungar? Er eitthvað að fara framhjá mér hérna?
Þessar síkliður hrygna í tómar skeljar af sniglum og kuðungum og vilja fá að grafa kuðungana aðeins niður þess vegna er fínn sandur
við eigum aðra tegund úr Tanganyika ( multifasciatus )
einnig er kuðungasíkliða í Malawi vatni ( Lanisticola )
hún er líka til í búðinni en er á bakvið þar sem ekki er laust búr frammi