Búrið mitt *Síkliðan*

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Búrið mitt *Síkliðan*

Post by Jakob »

Hæ allir ég ætla að halda þráð um fiskabúrið mitt sem ég ætla að breyta dáldið :D
Það er 128 l akvastabil og er með dáldið bland af síkliðum sem að hafa slysast ofan í búrið mitt enda eru dáldið af fiskum til sölu :-)

Í búrinu eru núna
3x convict Til sölu
2x kribbar Til sölu
1x frontosa Til sölu
1x glersuga Til sölu
2 ancistrur Til sölu
3x pleggar 2x eru Til sölu
1x Corydoras aenus
1x Walking Catfish
1x Óskar

í framtíðinni verða nánast bara óskarar og stefnan er að fá sér 400l í Mars :D :D :D
ef einhver hefur áhuga að kaupa hringið í 5667478 eða 8430175 :P :wink:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skemmtilegt þetta orð, dáldið. :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hehe já missti mig dáldið fyrir framan tölvuna :rofl:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Okkur vantar myndir
Vargur wrote:Skemmtilegt þetta orð, dáldið. :)
Þú ert þó ekki búinn að vera í smá *puff puff* í kvöld?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

puff puff?
myndir koma á morgun eða hinn
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Eyjó
Posts: 298
Joined: 26 Mar 2007, 16:12
Location: Reykjavik

Post by Eyjó »

Image

Engum alsgáðum manni getur fundist "dáldið" vera skemmtilegt orð.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

nei ekkert púff púff hjá mér :D
er orðinn þreittur og fer bráðum að sofa það var þegar búið að slökkva á heilanum þegar að ég skrifaði fer bráðum að sofa :sybbinn: :sofa:

p.s. er þrettán og allir aðrir á heimilinu mömmu finnst að ég sé með of mörg fiskabúr og vill fékka þeim.
kisu finnst fiskarnir of marnir og greip tækifærið í gær og reyndi að fækka þeim með þeim afleyðingum að hún datt ofan í búrið :lol: gott á hana :twisted:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eyjó wrote:
Vargur wrote:Skemmtilegt þetta orð, dáldið. :)
Þú ert þó ekki búinn að vera í smá *puff puff* í kvöld?
Reyndar var ég að meina það gagnstæða, mér finnst þetta orðskrípi ekki skemmtilegt og hélt að það myndi skiljast.
...og nei ég hef ekkert verið í puffinu í kvöld, ég er ekkert mikið fyrir það aulagas. :-)
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

[quote="Síkliðan"]
kisu finnst fiskarnir of marnir og greip tækifærið í gær og reyndi að fækka þeim með þeim afleyðingum að hún datt ofan í búrið :lol: gott á hana :twisted:[/quote]
hvað er þetta hún var bara að gera heiðalega tilraun til að hjálpa til :lol:
nákvæmlega eins og með minn kött nema hann drakk fyrst slatta af lítrum :lol:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hehe það má ekki dæma ketti of harkalega :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja nú er 1 pleggi, 1 ancistra, 1 glersuga og kribbaparið farið nú er friður í búrinu mínu enda er bara pangasius, lítill óskar, 2 pleggar, corydoras aenus og 20 cm Walking catfish :D
nú styttist óðum í að ég fái mér 400 lítrana en vargur hvað kostar 400 lítra Juwelinn á móti litlu óskurunum :)
En ég tók mig til og smellti nokkrum myndum :-)
Finst ekki öllum myndir skemmtilegar :D ég er ekki besti ljósmyndarinn eða er kannski bara mynavélin svona léleg :roll: (afsökun)
því miður er þessi dáinn :(
Image
Walking catfish orðinn 20 cm. keypti annan um 6 cm hjá vargi en hann entist í sona...5 mín og sá stóri saddur :?
Image
Frontan unga :-)
Image
Og svo heildarmynd af búrinu sem var tekin fyrir svona mánuði :) á ekkert nýrra :oops:
Image
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Verðið á Rio 400 finnur þú hér. (til í svörtu og brúnu)
http://fiskabur.is/myndir_vefur/verslun ... _grein.htm

Sennilega má svo gera góðan díl núna.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jább ég mæti á laugardaginn :D :D :) :D :-) :mrgreen:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

lofa myndum fyrir sunnudag :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Undanförnu hafa bæst við nokkrir fiskar :D Og nokkrir fiskar farið :(

6. Jan. 2008

3x convict Til sölu
2x kribbar Til sölu
1x frontosa Til sölu
1x glersuga Til sölu
2 ancistrur Til sölu
3x pleggar 2x eru Til sölu
1x Corydoras aenus
1x Walking Catfish
1x Óskar

19. Jan. 2008
1x Óskar 8 cm
2x Blue Arca 10 cm
1x Flowerhorn 12 cm
1x Mídas 18 cm
2x Pleggar 8 cm
1x Ancistra 5 cm
1x Corydoras Aenus 4 cm
2x Walking Catfish 7cm og 18 cm

WC eru bestu vinir og nei Andri sá litli var aldrei étinn :) hjúkk þeir eru saman í 30 lítrunum í augnablikinu en nákvæmlega 18 Mars fara allir síðarnefndu fiskarnir í það búr (Ameríku/Monster búr).

p.s. Þetta er Mídasinn sem var í inngangsbúrinu :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Úff þú verður að fara að koma upp nýja búrinu.
Eru allir stóru fiskarnir á meðan í 128 lítra búrinu ?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já allir á listanum nema wc (þeir eru of miklir böggarar)
Veit vel að fiskarnir þurfa stórt búr.
Ég er líka byrjaður að suða soldið í ömmu (þetta er fermingargjöf frá henni).
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú verður að passa upp á vatnskiptin og vona að þeir drepi ekki hvorn annan í þrengslunum.
Ef Amma er ekker að gefa sig og þér líst illa á þetta þá get ég kannski fóstrað eitthvað af fiskunum þangað til stóra búrið fer upp.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég fylgdist með fiskunum í kvöld og það voru engin áflog nema smá á milli Mídas og Flower.
Mídasinn var mjög aggressívur í búðinni sá ég en ekki nærri eins aggressívur í búrinu mínu :) veit ekki akkuru

Kannski er ég bara sona góður pabbi :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann á nú sennilega eftir að vera með frekju þegar hann venst aðstæðunum.
Post Reply