Vatna skipti?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Vatna skipti?

Post by Birgir Örn »

Hvernig er best að fara að þessu?

Vargur mældi með að skipta út 50% á eins eða tveggja vikna fresti sem er fyrir mig rúmlega 50l hvernig er best að fara að þessu?

þarf ekki hitastigið að vera nánast það sama með svona mikil vatna skipti?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ef þú hefur nálægt aðgengi að krana þá er alltaf auðveldast að gera vatnsskiptin með slöngu, láta renna úr búrinu í niðurfall (vask, bað, sturtu, út...) sem er neðar en búrið svo það renni. Og skella millistykki á krana og láta buna útí búrið, tekur enga stund. Nokkrar mín. að skipta út 50L.
Hitastigið þarf að vera það sama eða a.m.k. nokkuð nálægt, ég er með hundleiðinlega krana heima hjá mér og þarf að fylgjast vel með því hitinn rokkar upp og niður stundum.
-Andri
695-4495

Image
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

nota ég þá bara heitt og kalt vatn til að ná réttu hita stigi? fer kísillin í heita vatninu ekkert í fiskana?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

hvernig fiska eru með?
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jebb
-Andri
695-4495

Image
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

6 Svartar neon tetrur, 2 Covict og 2 Ancirstur
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Amything
Posts: 48
Joined: 02 Jan 2008, 11:57

Post by Amything »

Ég nota Python og mjög hrifinn af því. Þetta er piece of cake með því.

Ef þú ert með forhitara þá er þetta bara nobrainer og tekur kanski 10 mínutur ef svo mikið með python eða sambærulegu.

Annars blanda ég sjálfur heitu og köldu saman úr krana (án forhitara) fyrir stærra búrið og hef notað tunnur fyrir minna.

Tunnudæmið er vesen en ef þú er soldið nojaður er það kanski best, gaman að heyra frá öðrum hvort þeim finnist þetta óþarfa pjatt? Þá er ég að tala um fyrir 100 lítra búr mundi ég bara hafa 2x25L tunnur með vatni á standby (á herbergishita).

http://www.pythonproducts.com/aqprod.html
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég veit ekki hvar þú býrð en á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum er enginn kísill í heita vatninu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef notað heita vatnið hérna í norðlingaholtinu og þar á undan í breiðholtinu. Ég er með discusa og fleiri stærri amerískar síkliður í þessu og enginn af þeim hefur kvartað :)


Einusinni var ég eitthvað paranoid yfir heita vatninu, en það virðist ekki hafa nein áhrif.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Það hlýtur að vera eithvað af kísil annars myndu sturtu hausar ekki stíflast á löngum tíma að vísu

Ég hugsa að ég noti bara heitt og kalt vildi bara hafa þetta á hreinu

Hversu nauðsinlegt er að ryksuga úr sandinum?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
Amything
Posts: 48
Joined: 02 Jan 2008, 11:57

Post by Amything »

Ef þú notar fagmannstól eins og Python þá myndast mikill þrýstingur og bara sjálfsagt að renna yfir sandinn í leiðinni að mínu mati.

Svo sem óskup lítið að ryksuga þegar það eru litlir fiskar og kanski óþarfi í hvert skipti en maður hefur lítið annað að gera meðan vatnið rennur úr anyhoo.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég ryksuga svona 1-2x á ári í stóra búrinu mínu... ef það :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Heita vatnið okkar er bara upphitað kallt vatn en einhver kísill getur komið úr gömlum lögnum.

Það er gott að ryksuga botninn reglulega, best er að gera það bara sem oftast.
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Amything wrote:Ég nota Python og mjög hrifinn af því. Þetta er piece of cake með því.

Ef þú ert með forhitara þá er þetta bara nobrainer og tekur kanski 10 mínutur ef svo mikið með python eða sambærulegu.

Annars blanda ég sjálfur heitu og köldu saman úr krana (án forhitara) fyrir stærra búrið og hef notað tunnur fyrir minna.

Tunnudæmið er vesen en ef þú er soldið nojaður er það kanski best, gaman að heyra frá öðrum hvort þeim finnist þetta óþarfa pjatt? Þá er ég að tala um fyrir 100 lítra búr mundi ég bara hafa 2x25L tunnur með vatni á standby (á herbergishita).

http://www.pythonproducts.com/aqprod.html
Er Python nothæft bæði til að taka vatn úr búrinu og setja nýtt í staðin? Hvar fæst þetta?
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Á þessum þræði eru myndir af minni aðferð til vatnsskipta.

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... ght=slanga
Post Reply