Hæhæ ég var að fá mér uþb 300 l fiskabúr og var að setja það í gand.
Ég fékk mér 60 l búr fyrir tveim mánuðum og er alveg kolfallinn fyrir þessu áhugamáli.
Mig vantar hugmyndir af góðri samsetningu í stóra búrið mitt. Hvað á ég að hafa. Mér dettur í skalla og hvað annað????????
Hugmyndin hjá mér er að halda áfram með litla búrið og hafa gotfiska þar t.a.m. molly og þess háttar. Endilega komið með góðar hugmyndir
Kveðja Þórður J
Þú gætir prufað að vera með gróðurlaust búr. Ég myndi setja ca. 5-10 Amerískar síklíður í það (Óskarar, synspillum, Green Terror, Jack Dempsey eða þannig fiska) eða 15-20 afrískar siklíður. Að sjálfsögðu geturðu haft gróður í búrinu en það er afar takmarkað hvað hellst í búrinu með þessum fiskum.
Þú gætir líka prufað Tanganika silkíður eins og Brichardi eða Frontosur.
Eða eytt peninigum og tíma í að gera þetta pró, fara í gróðurbúr með sköllum, tertum, kribbum og svo mætti lengi telja.
Ég myndi samt byrja með siklíðurnar og þá afrískar. Þær eru harðgerðar og þola mikið fyrir byrjenda, þeir "fyrirgefa" manni ef eitthvað útaf bregður eins og með hita, fóðurgjöf eða vatnaskipti.
Það er ekkert gaman að láta aðra segja sér hvað á að setja í
Kíktu í gæludýrabúðir bara og skoðaðu hvað þér finnst sniðugt. Getur líka lesið þræði hérna á spjallinu þar sem fólk er að tala um búrin sín og íbúa þeirra og þá fær maður aðeins tilfinningu fyrir hvernig fiska manni myndi langa í.
já ég veit það ekki alveg maður er svo tómur með þetta núna þegar maður er að fara að fá sér aðra fiska. En ég verð að viðurkenna að mér finst síkliður ekki neitt spennandi fiska.
En slallarnir eru spennandi og svo er bara spurning hvað maður á að hafa annað með.............
ÞórðurJ wrote:já ég veit það ekki alveg maður er svo tómur með þetta núna þegar maður er að fara að fá sér aðra fiska. En ég verð að viðurkenna að mér finst síkliður ekki neitt spennandi fiska.
En slallarnir eru spennandi og svo er bara spurning hvað maður á að hafa annað með.............
Velðu fyrst hvað þér langar i "aðalfisk"-tegund og svo sjá þú út frá þvi hvað passar best með sem.Samála Keli og Vargur , fá þér goðan biltúr og skoða allir fiskar sem er hægt að fá.
Dæmi með skalar ; ég á 4 skalar, 6 rauðaugatetrar, 35 svarta neon,6 Corydorus og 1 Pleggy , þetta er allt i 400 litrar búr. Búrið er vel groinn með plöntur og allir fiskar passa vel saman , engin læti.