Efnainnihald kaldavatnsins

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Efnainnihald kaldavatnsins

Post by Hrafnkell »

Styrkur snefilefna í vatninu í gróðurbúrum skipitir máli upp á góðan vöxt. Þess vegna er verið að gefa næringu/áburð.

Vatnið í krönunum inniheldur eitthvað af þeim. Ég fann efnagreiningar á kalda vatninu sem OR dreifir, þ.e. á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta má finna á síðu 36 í Umhverfisskýrslu frá 2005 hjá OR. Vefslóðin er

http://www.or.is/media/PDF/Umhverfissk% ... 202005.pdf

Þar má t.d. sjá svart á hvítu hve vatnið okkar er mjúkt (GH mæling)
Styrkur Ca er um 5ppm og styrkur Mg er um 1ppm, þe 6ppm í allt.
1 GH gráða er 17.9ppm. Þannig er GH harkan í kranavatninu undir 1 GH gráðu skv. þessu.

Sýrustigið er einnig oftast vel yfir 7pH.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að svo lítið er af plöntuhobbíustum hér á íslandi, vatnið er frekar óprktískt fyrir plöntur og ekki margir hafa það mikinn áhuga á plöntum að þeir fari að skoða þetta svona gaumgæfilega. Þetta magn sem þú talar um af kalki og magnesíumi er náttúrulega ekki neitt. Almennt held ég að gott sé að Gh sé um 80-120 ppm.
Spurning hvernig þetta sé í heitavatninu, það kanski hífir þessar tölur eitthvað upp.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég er svo þrjóskur :) Ég er með plöntu sem á að vaxa svo hratt og vel að í mörgum hlutum heimsins er hún flokkuð sem arfi og meiraðsegja bannað að selja hana af þeirri ástæðu sumstaðar: Hygrophila Polysperma.

Þetta á að vera með því auðveldara í ræktun. Samt þrífst hún illa hjá mér. Þrjóskan í mér heimtar að ég "komi henni á legg" :)
Þetta er liður í að finna út mögulegar skýringar.

Plantan hefur heilmikið batnað eftir að ég fór að garfa í þessu en ég vil fá hana en betri :)

Ég ætti eiginlega að plata þig og láta þig hafa afleggjara og sjá hvort hún tekur betur við sér í þínu glæsilega búri. :) Las einhverstaðar að hún gæti vaxið 4cm á sólarhring við kjöraðstæður.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ég er líka með polyspermu og hún gæti nú vel verið betri, hefuar alltaf verið þannig hjá mér að eldri blöðin á henni visna frekar fljótt, en hún vex reyndar frekar hratt.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Mikið líður mér vel að heyra þetta :) Það er þá ekki bara "ég".
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Þegar ég setti up kóslyra-kerfi , þá fengi ég þessi uplisyngar að Gh ætli að vera i milli 4-7 , helst ekki mikið hægra enn aldrei læra enn 3. Svona það stemst þá með tölunar 80-120 ppm , akurat !!!

Ég profaðu einu sinni að mæla volgt hitaveitavatnið og það er aðeins hægra i GH enn ekki rosalegt mikið !
Post Reply