Ýmsar verslanir hafa úrval af gróðri á skaplegu verði.
Dýraríkið er með plöntur frá
Tropica. Það finnst mér lang flottasti framleiðandinn. Þar hef ég oft séð flestar þessara plantna sem þú talar um.
Ég hef verið í vandræðum með H. polysperma þó hún eigi að vera auðveld. Sömu sögu virðast fleiri segja. Valisneria vex ágætlega hjá mér og á að vera auðveld.
Anubias eru hægvaxandi og því er hætt við að það setjist á þær þörungur ef þú ert ekki laus við hann.
Gangi þér vel.