lok lok og læs í búðinni

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

lok lok og læs í búðinni

Post by Gudmundur »

Jæja kæru vinir
þá er komið að því að búðinni verði lokað
því miður er stuttur fyrirvari á þessu og frá og með núna
er fiskabur.is lokað

Talsvert er þó til af fiski búrum og tilheyrandi og verður opið á laugardaginn og nokkrar helgar þar á eftir ( nánar auglýst )
og þar mun prútt og afslættir ráða ríkjum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

:cry:
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

við mótmælum öll en það er ekkert að gera með það :cry:
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

bara leiðindi :(
User avatar
María
Posts: 92
Joined: 27 Jun 2007, 12:09
Location: Hafnarfjörður

Post by María »

:moping: snökkt :cry:
María
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

Post by Hafrún »

:cry: :cry: ...
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

en ömurlegt! :(
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Úfff þetta er leiðinlegt að heyra.
Verst að geta ekki kíkt á ykkur og prúttað og fengið afslátt :cry:
Sorglegt.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

:cry: :cry: Æjji þetta er svo frábær búð gott að geta komið og spurt um ýmsilegt (finnst mér allavega) en ég reyni að koma og sjá en allavega frábær búð og starfsfólkið auðvitað líka :wink:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er megafúlt, en ég get ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega hissa...


Hvenær verður opið á laugardaginn, ég ætla að kíkja við og sjá hvort maður geti ekki keypt eitthvað skemmtilegt :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

úff :(
þar með kveður ein skemmtilegasta fiskabúðin . og er maður búinn að eyða ómældum tíma fyrir framan flott sýningarbúrin.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Búðin verður opin 12-18 á laugardaginn
og fleiri helgar þannig að prúttið er allt eftir

þótt verslunin loki þá erum við ekkert að flytja af landi brott
:wink: :wink:
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

:cry: :cry: :cry: :cry: :cry: Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii :cry: :cry: :cry: :cry: :cry:

En hvað verður um pangasius giantinn???
En auðvitað mæti ég til að hjálpa við að tæma búrin :)
smá huggun í því :)
fiskabúr.is var eitt það besta sem einhverntíman hefur komið fyrir mig :(
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sveiettan, það eru greinilega of fáir alvöru fiskanördar í landinu til að halda í rekstri svona alvöru verslunum.
Eigiði rummy nose tetrur eða otocinclus?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Sven wrote:Sveiettan, það eru greinilega of fáir alvöru fiskanördar í landinu til að halda í rekstri svona alvöru verslunum.
Eigiði rummy nose tetrur eða otocinclus?
held að hvorug sé til

en bara svo þú vitir það þá fer sótthvíin upp aftur í lok ársins og þá gæti eitthvað orðið til ( ég er ekki alveg hættur )
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

sko, sagði ég ekki!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! það verður 2nd fiskabúr seinna
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Jibbí :klappa:
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Verður hægt að fá einhverja varahluti í fiskabúrinn sín? Eða verður maður að snúa sér að fiskó?
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Það er mikils virði fyrir samfélög áhugafólks að hafa aðgang verslun með sérfróðu fólki og áhugasömu. Því er sorglegt að sjá á eftir búðinni.

Mér heyrist á Guðmundi og öðrum að það sé ekki útilokað að Fiskabúr.Is v2.0 verði til einhverntíman og vonandi hafa þeir þá reynslu til að byggja á.

Sjálfsagt er erfitt að selja nánast bara fiska. Kostnaðurinn við rekstur fiskabúðar er ábyggilega að stórum hluta launakostnaður og kostnaður við lagerhald og fasteignakostnaður. Fiskarnir sjálfir eru ábyggilega hverfandi kostnaður, mjög ódýrir í innkaupum.

Mesta innkoman er sjálfsagt í að selja mönnum búr og græjur. En fiska og búr kaupa menn mjög sjaldan.

Væri ekki áhugavert að menn veltu upp því sem þeim fyndist betur hafa mátt fara svo það sé líklegra að "það gangi betur næst".

Mér fannst:
1) Lýsing léleg. Það var hálfgert rökkur í búðinni og jafnvel oft erfitt að sjá fiskana. Kannski ekki söluhvetjandi.
2) Úrvalið á "fylgidóti" takmarkað. Í mörgum öðrum verslunum getur maður ráfað um rekka og skoðað dót og spáð og spögulerað. Það var ein hilla bak við búðarkassann. Það er held ég fylgidótið sem hægt er að hafa einhverja veltu í.
3) Plöntu áhersluna vantaði. Það er t.d. alveg ástæðulaust að leyfa Dýraríkinu að sitja einu að því að vera með Tropica vörur og plöntur.
4) Opnunartímar hentuðu mér oft ekki. Mér dettur stundum í hug að skreppa í búð í hádegi úr vinnunni. Svo eru það helgar. Sunnudaginn vantaði fyrir mig.

Það jákvæða var
1) Starfsfólk sem brenna fyrir því sem búðin var að gera. Ekki 16 ára afgreiðslubörn fyrir mig í sérverslun takk.
2) Góð verð, stundum of góð jafnvel.
3) Viðleitni til að byggja upp samfélag áhugafólks. Ég veit ekki hvort það er beintenging milli Fiskaspjall.is og Fiskabur.is en hún er amk óbein.
4) Góð þjónusta.
5) Umboð fyrir flottustu búrin Juwel :)

Gangi ykkur Fiskabur.is mönnum vel í framtíðinni.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

Kannski hefði staðsetning verið málið, ég veit ekki!

Alla vegna þá var opnunartíminn hentugur fyrir mig því það var gott að koma við hjá fiskabúrfélugum vitandi að það var opið til kl 19:00 framan af.

Hvort samtenging er milli fiskabúrs.is og fiskaspjall.is held ég að sé eingin, því það er betra að spyrja hér heldur en á tveimur ónemdum spjall síðum og í 90% rétt hjá stjórnendum og umsjónamönnum.

Heyrumst síðar
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

:cry: :cry:

En leiðinlegt að heyra ég var nýlega búin að uppgötva Fiskabúr.is og fannst verslunin alger snilld.
Vona að v 2.0 komi í framtíðinni.
Takk fyrir góða viðkynningu og frábæra þjónustu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hrafnkell wrote:3) Plöntu áhersluna vantaði. Það er t.d. alveg ástæðulaust að leyfa Dýraríkinu að sitja einu að því að vera með Tropica vörur og plöntur.
Aðrar búðir hafa verið að reyna að fá tropica, en þá hefur dýraríkið verið með læti og hótað að hætta með þá og eitthvað og tropica hefur því ekki viljað selja neinum... Sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hrafnkell wrote: Ég veit ekki hvort það er beintenging milli Fiskaspjall.is og Fiskabur.is en hún er amk óbein.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=2043
Hlynur er eigandi þessa spjalls og svo starfsmaður Fiskabur.is þannig að tengingin getur vart verið meiri.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Atli wrote:Verður hægt að fá einhverja varahluti í fiskabúrinn sín? Eða verður maður að snúa sér að fiskó?
ég skila húsnæðinu 1 april þannig að eflaust verður opið um helgar þangað til
og svo þarf nú að gefa og svoleiðis

Tritla nethyl verður með alla varahluti og það sem juwel er með
og kannski fleiri búðir
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Þetta eru vondar fréttir :(

Fyrir mig er staðsetningin afleit - ég hef bara komið 2x í fiskabúr.is en verslað ágætlega í bæði skiptin, og fengið MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ. Og ÞAÐ skiptir máli!

En ætli það mundi ganga að vera með vefverslun? Hægt að vera með smá lager og panta svo bara þegar búið er að borga... nei bara að spá...

Ég mæti á laugardaginn með guttana mína, þeir elska að horfa "á sjónvarpið" eins og þeir kalla fiskabúrin þarna :wink:
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

ég er hræddur um að verðið sé of lágt, að þetta nái ekki að standa undir kostnaði útaf því.
Ég væri alveg til í að borga aðeins meira í réttu búðinni
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

stebbi wrote:ég er hræddur um að verðið sé of lágt, að þetta nái ekki að standa undir kostnaði útaf því.
Ég væri alveg til í að borga aðeins meira í réttu búðinni
Ég er alveg sammála þér Stebbi.. ég væri sko alveg til í að borga aðeins meira fyrir þessa frábæru þjónustu og fræðslu sem maður getur sótt í hana.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Það sem ég er nú helst að vellta fyrir mér er að hvað verður um Varginn ? Það er hábölvað að missa svona starfsmann úr svona rekstri,þið sem hafið haft einhver viðskipti við búðina vitið hvað ég er að meina.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það hlýtur að mega prútt´um varginn á laugardaginn :lol:
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Kann hann að vaska upp og brjóta saman?
Post Reply