Ég tók mig til um daginn og tók nánast allar mbunurnar úr 240 l. búrinu og skellti í það í staðinn nokkrum ungum álnakörun.
Ég breytti búrinu nánast ekkert, fækkaði bara aðeins steinunum.
Ætlunin er að vera með all-male búr og ég fjarlagi kerlurnar með tímanum.
Hér eru nokkrar myndir, heildarmynd kemur síðar.
Jæja, í þessu búri gengur allt glimrandi eins og í öllum mínum búrum.
Eina sem ég er óánægður með er hvað fiskarnir eru lengi að taka lit.
Sennilega eiga tveir stærstu durgarnir sök á því en þeir stjórna búrinu með harðri hendi. Líklega þarf ég að setja þá í tímabundna vistun í öðru búri.