Eldhúsbúrið

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Eldhúsbúrið

Post by Vargur »

Ég slátraði gróðurbúrinu sem var í eldhúsinu og breytti því bara í "venjulegt" búr fyrir nokkrum vikum.
Ein planta fékk að halda sér ásamt reyndar einhverjum botngróðri og nokkrum litlum Anubias plöntum.

Image
Plantan góða dafnar vel og hefur stækkað gríðarlega eftir að hún fékk búrið fyrir sig og nú er hún farin að blómstra.

Image
Veit einhver hvað plantan heitir ?
Ég býst við að bæta diy co2 kerfi í búrið bráðlega og vonast til að plantan dafni enn betur þá.
Í búrinu eru 3 sverðdragar, Kribbapar, ein keyhole sikliða og líttill pleggi ásamt nikkrum ancistum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

rosalega flott!

gæti þetta ekki verið þessi planta:
Image
Samolus valerandi
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég skrapp norður í viku og ljósin voru slökkt í búrinu allan tíma, að auki var líka dregið fyrir gluggann. Þrátt fyrir viku ljósleysi virðast plönturnar ekkert hafa haft meint af. Reyndar lítur búrið mjög vel út því á meðan hafa brúskarnir hamast á þörungnum.

Kribbaparið hefur notað tækifærið í ljósleysinu og skellt sér í uppeldisstörf og eru á ferðinni um búrið með nokkur seiði. Reyndar virðist hópurinn frekar lítill og ekki ólíklegt að einhver hafi gætt sér á stærstum hluta seiðanna.

Image
Ég ætlaði að taka mynd af fjölskyldunni en ég var greinilega ekki að vanda mig og þetta reyndist skásta myndin. :?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

vá flott búr :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply