Til sölu eru þessir 2 fiskar, Brichardi.
Held að þetta sé sitthvort kynið, alla vega er sýnilegur stærðarmunur.
Ástæða fyrir sölu er að þeir hafa klofið sig út úr hópnum og eru búnir að hertaka svæði sem er ætlað undir aðra fiska.
Verð kr. 1.500.- fyrir báða.
Frekari uppl. hér eða í pm.
Last edited by Ásta on 21 Feb 2008, 23:21, edited 1 time in total.
Eru ekki kongótetrurnar svolítið mikið að synda um allt?
Brikkarnir eru svolítið grimmir þegar þeir verja sitt svæði og gætu hæglega drepið minni og veikari fiska.
Jú þær synda mikið.
Ég var nú samt aðallega að spá í kribbana og þessa saman í ekki stærra búri. Tími ekki að sleppa þeim. Mundi þurfa að setja upp fleiri hella. Ætli brikkarnir mundu éta kribbaseiðin? Og kribbarnir kannski brikkaseiðin ef þeir mundu hrygna?
Ég hugsa að þeir myndu alveg ganga með kribbunum ef þú hefur hella fyrir þá.
Bæði kribbarnir og brikkarnir verja afkvæmin vel en líklegast myndu hvorugir fúlsa við afkvæmum hinna ef tækifæri gæfist.
Er búin að kynna mér þetta vel og ætla að segja pass - ekki nema ég mundi fórna kribbunum (segja mér sérfræðingar). Annars skoðaði ég brichardi í fiskabúr.is í dag og vá hvað þeir eru fallegir