Jæja þá var verið að bæta i búrið. Kom við hjá Óla (nebba) og fór þaðan með 3 nigaraguens og einn eldmuna.
En ætla að sama skapi að losa mig við Oscarana.
Þetta eru flottir fiskar og sérstaklega eldmunin.
Takk fyrir Óli
Sendi myndir kanski seinna i kvöld eða á morgun
Þú ert þarna með 2 Nigaraguense kalla á móti einni kellu. Ég skal glaður kaupa annan kallinn af þér ef honum verður ofaukið. Ég er sjálfur með eina kellu og það væri gaman að fá kall með henni.
Þú ert þarna með 2 Nigaraguense kalla á móti einni kellu. Ég skal glaður kaupa annan kallinn af þér ef honum verður ofaukið. Ég er sjálfur með eina kellu og það væri gaman að fá kall með henni.
Já er það þannig að kallinn er með svartan púnkt i miðjuni á sér en kellan með bara svarta linu yfir endilöngum búknum? Hélt að það væri öfugt,að ég væri með einn kall á móti tveim kellum.
þar sem röndin kemur og fer á öllum þessum fiskum þá var ég aldrei 100 % viss um kynin en gerði ráð fyrir því að þessi litfegursti og stærsti meðal jafnaldra væri karl enda er sá líka með lengstu bakuggana og hegðar sér einsog ribbaldi , rífandi kjaft við allt og alla meðan þessir 2 minni voru til hliðar .. .. skoðaði margar myndir á netinu og þar eru karlar lika með þessar rendur og eða púnktinn til skiptis eða pörin alveg eins nema kerlan heldur minni , virðist líka skipta máli hvort að þeir eru ættaðir frá niqaragua eða costa rica . . . en fallegir eru þeir !
Úfff.......ég var að skoða þetta betur og er ekki lengur viss hvort er hvað. Getur alveg verið að þetta sé rétt hjá ykkur. En það væri gaman að sjá fleiri myndir til að skera betur úr um það.
Jæja vargarnir minir eru farnir i gæludýrabúðina til Hlyns og kom ég út með gróður i búrið mitt ,bara hið besta mál Nú getur maður aðeins farið að spá i að kaupa minni fiska.
Nei sliplips
Gróðurinn sem sést þarna er þessi hér:
Þessi rauðu blöð voru toppurinn á þessari plöntu en ég varð að klippa hann af þvi hún var farin að vaxa uppúr búrinu og þvi plantaði ég toppnum þarna við hliðina.
Þú ert ekki með co2 system er það, ertu ekkert að hugsa um að skella þér á svoleiðis ?
Hvernig er lýsingin hjá þér, ertu með 2 eða 4 perur og hvaða perur ertu með ?
Vargur wrote:Þú ert ekki með co2 system er það, ertu ekkert að hugsa um að skella þér á svoleiðis ?
Hvernig er lýsingin hjá þér, ertu með 2 eða 4 perur og hvaða perur ertu með ?
Nei ég er ekki með svoleiðis co2 system en verð að viðurkenna að ég er vikilega farin að spá i svoleiðis hluti.
Það sem meira er að ég er enn með sjávarperurnar i búrinu og gróðurinn virðist bara taka þvi vel Það eru einungis tvö perustæði á Juwelbúrunum eins og þú þekkir Hlynur svo tvær eru hjá mér
Já þetta er áhugavert þetta vissi ég td ekki með ljósin að hægt sé að bæta við perustæði á búrinu minu. Gaman væri að fá nánari útlistun á þessu og hvað co2 kerfi kosti.
Aukaljósið er alveg eins og ljósið sem fyrir er í búrinu. það smellur í lokið alveg eins og hitt ljósið en þú þarft að skipta um flipana tvo til a opna og loka búrinu og í stað þeirra koma þrír flipar, einn á milli ljósana og svo sitthvoru meginn.
Þetta er mjög þagilegt og smekklegt, ég skal ath hvað þetta kostar á mánudag.