Ég er með einn 8 ára gamlan gullfisk einan í 65 litrabúri hann er búinn að vera einhvað slappur og hreyfir sig voðalitið , ég hef tekið eftir að það er byrjað að blæða úr uggunum hans og nuna á 3 degi sem hann hefur verið svona er hann all blóðugur þegar ég sá hann í dag . Á ég að leifa honum að fara og hver er besta leiðin til að farga honum?:(
Ég hef alltaf skipt um 2 litra á dag að vatni og er með loftbóludælu og nyja hreinsidælu i búrinu . Hann lá bara á botninum i gjær allur i blóði 3 daginn i röð svo að ég fargaði honum
Leiðinlegt að greyið hafi farið svona á gamals aldri en þetta hljómar eins og skólabókardæmi um léleg vatnsgæði. Þó það sé mjög gott að skipta út 2 lítrum daglega þarf að taka öðru hvoru stærri vatnskipti því líklegt er að nitrat byggist upp með tímanum.