Vargur wrote:Það gæti verið að ég tæki diskusa fyrir sjálfan mig í næstu sendingu.
Ótrúlegt hvað svona veseniskvikindi geta heillað mann
Ég hef prófað saltið og það er ömó - ekkert gaman þar!
Diskusarnir eru furðu ferskir - éta allir vel (sumir meira en aðrir) og eru aðeins farnir að venjast mér. Ég verð þó enn að fara varlega í kringum búrið þeirra
Endilega láttu mig vita ef það koma einhverjir flottir diskusar - mig vantar einhverja bláa til dæmis (helst ekki cobalt samt)
Ég hef trú á því að checkerboard diskusinn eigi eftir að verða stórglæsilegur þegar hann verður stærri. Lang skemmtilegst við diskuana er þegar þeir fara að para sig of hrygna. Þá mæli ég með því að þú reynir að koma upp seiðum ef þú hefur tíma
Tommi wrote:Ég hef trú á því að checkerboard diskusinn eigi eftir að verða stórglæsilegur þegar hann verður stærri. Lang skemmtilegst við diskuana er þegar þeir fara að para sig of hrygna. Þá mæli ég með því að þú reynir að koma upp seiðum ef þú hefur tíma
Jamm, ég geri samt ráð fyrir að það sé amk ár í að þeir fari í þær pælingar, þannig að maður hefur smá tíma
Ef fiskurinn er stíflaður getur verið gott ef þú getur að taka hann til hliðar og salta vatnið hjá honum, best er að nota epson salt en það fæst í svona heilsubúðum og er notað til að lagsera og þrífa af sér siggið á fótunum (gætir nú kanski notað það á sjálfanþig ) ef þú nærð ekki í þetta salt þá gætir þú eftilvill notað venjulegt en hitt er betra.
Vargur wrote:Eru þeir bara í rekkanum hjá þér ?
Hvað eru þeir í miklu plássi og er búrið þeirra samtengt með hinum búrunum ?
Jamm, eru í rekkanum. Þeir eru með um 80 lítra fyrir sig eins og er, og þetta allt samtengt. Fer að gefa þeim heilt búr án divider, þá fá þeir amk 140 lítra pláss.
Flott hjá þér Keli,nú er ég örðinn gjörsamlega sjúkur og ætla að losa mig við fiskana úr 300 lítra búrinu og fá mér svona Hvað mælir þú með mörgum í svoleiðis stærð af búri ?
pípó wrote:Flott hjá þér Keli,nú er ég örðinn gjörsamlega sjúkur og ætla að losa mig við fiskana úr 300 lítra búrinu og fá mér svona Hvað mælir þú með mörgum í svoleiðis stærð af búri ?
6-8 fullvaxnir - það er mælt með um 50 lítrum á stykkið.
Líklega fínt að byrja með svona 10stk þar sem það eru gjarnan einhver afföll af þessum púkum
Svo er það eina sem gildir með discusa er að vera duglegur að skipta um vatn og gefa þeim vel að éta þegar þeir eru ungir, þeir hætta að stækka í kringum árs aldurinn, og ef þeir eru ekki orðnir í (svo gott sem) fullri stærð þá, þá verða þeir það líklega aldrei.
Nokkrar myndir sem ég smellti af áðan.. Ekkert spes myndir svosem, bara langaði að pósta einhverju með:
nú kémur að því að ég verð að melda alzæmer,,,ég man það and.... ekki en nú má einhver leiðrétta mig ef ég er með alveg galna uppástungu en mig mynnir að notuð sé matskeið á hverja 10 lítra en án abirgðar. spurning að leita að upplisíngum á netinu, þú gætir prufað á dph.nl sú síða er feikna góð.
Jæja, í dag fékk ég lánaða 8 stk discus til viðbótar... Hlussu kvikindi sem ég þarf að redda stærra búri fyrir asap. Það væri gaman ef það kæmu 1-2 pör úr þessu...
Þeir eru í um 80 lítrum eins og er - Ég dreifi þeim í 3x 80 lítra búr og 1x 120l svo á næstu dögum þegar ég er búinn að taka aðeins til hjá mér Þeir eru í um 600 lítra kerfi, uppsettu með 0nítrat, nítrít og allt það þannig að þótt búrið sé lítið, þá er vatnið gott