Mold í búr

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Mold í búr

Post by Gabriel »

Hefur einhver prufað venjulega gróðurmold í gróðurbúr?

Ég bjó til lítið 54L gróðurbúr og er með ca 5 cm lag af mold og slatta af venjulegu botnefni í fiskabúr. Í búrið fóru nokkrir afleggjarar af sverðplöntu sem að hefur flotið um í búri með óskari (hélt áfram að róta plöntunum upp) og þær voru mjög druslulegar en hafa tekið agalega vel við sér.

Er líka að gefa þeim reglulega Sera Florena sem smá boost. En var að pæla hvort að moldin væri óþörf eða hvort að hún væri að gera eitthvað gagn?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mold er viðbjóður, sullast um allt ef þú þarft að gera eitthvað. Mór er betri kostur.
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Ég prufaði að nota venjulega gróðurmold í búrið mitt fyrir all nokkrum árum og það virtist gera fína hluti fyrir plönturnar. Búrið var að vísu gruggugt fyrstu vikuna eða svo, en það lagaðis eftir nokkur vatnskipti. Í moldinni er mikið af næringarefnum, en hversu lengi næringin endist veit ég ekki. Ef moldin er vel mulin þá er e.t.v. hægt að ryksuga hana upp úr botningum með slöngu eftir að næringarefnin eru búin úr moldinni. Allavega þá mæli ég alveg með því að fólk prufi moldina.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Á Barr Report má lesa grein eftir Tom Barr (gúrúinn bak við Estimative Index aðferðina við gróðurbúr) um gróðurbúr með mold.

Sjá hér.

Hann segir hana virka en bendir á ókosti moldar.
Soil also has NH4, this we know to cause algae in higher amounts and it does not take much! Ways around this: don;t use soil, it's messy and has NH4/urea. Boiling the soil for a few minutes will oxidize the NH4 to NO3. Allowing damp soil to be spread thinly outside for few weeks(3) will allow the NH4 to be converted into NO3 by bacteria.
Peat moss, ground peat, works well also.
Post Reply