Fiskabúr í fyrirtækjum.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Fiskabúr í fyrirtækjum.

Post by Ásta »

Oft eru búr í verslunum, á tannlæknastofum, í skólum o.fl.
Datt í hug ef þið rekist á slíkt og svo vel vill til að þið eruð með myndavélina á ykkur að skella því hér inn og segja frá því hvaðan myndin er, jafnvel nánari upplýsingar ef hægt er.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér þætti líka bara gaman að heyra af slíkum búrum. Það er ekki ólíklegt að maður sæki frekar í slík fyrirtæki ef mann vantar eitthvað.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já ég hef séð saltvatns fiskabúrið á barnaspitala Hringsins og siðan eru fiskabúr á elliheimilinu sólvangi. Á engar myndir af þessum búrum
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Lyf og Heilsa í Kringlunni hefur verið með saltvatnsbúr, Sjávarkjallarinn sem er veitingastaður er víst með ansi fallegt afgreiðsluborð sem er búr svo fór ég í Svefn & heilsu í Listhúsinu í dag og þar er sæmilegt búr.
Í Breiðholtsskóla er eitt ágætt.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Bautinn ( veitingastaður ) á Akureyri er með búr, sjávar ef ég man rétt.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Það getur passað þvi að annar eigandin að Bautanum keypti af mér búr með öllu fyrir fjöldamörgum árum siðan.
Hann er mikill áhugmaður um fiska.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í Rúm & sófi, Borgartúni er ágætt saltbúr.

Mikið af þessum fyrirtækjabúrum eru saltbúr. Það er ótrúlegt hvað margir halda að ekki séu til litskrúðugir ferskvatnsfiskar.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Vargur wrote:Í Rúm & sófi, Borgartúni er ágætt saltbúr.

Mikið af þessum fyrirtækjabúrum eru saltbúr. Það er ótrúlegt hvað margir halda að ekki séu til litskrúðugir ferskvatnsfiskar.
Tek undir þetta hjá þér vargur
Ferskvatnið er frábært 8)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Það er eitt búr í Breiðholtsapóteki, á að giska 800l, sem er ekki upp á marga fiska.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir wrote:Það er eitt búr í Breiðholtsapóteki, á að giska 800l, sem er ekki upp á marga fiska.
Er það ekki eitthvað sem er búið að vera, finn ekki þetta apótek í símaskránni?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Fjandinn... Ég er að tala um heislugæslustöðina í Efra-Breiðholti. My bad.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Tannlæknastofan í Valhöll (Sjálfstæðishúsinu) er með um 300-400L ferskvatnsbúr.

Vargur wrote:
Mikið af þessum fyrirtækjabúrum eru saltbúr. Það er ótrúlegt hvað margir halda að ekki séu til litskrúðugir ferskvatnsfiskar.
Bara smá innskot, ég er einmitt að fara úr sjó í ferskvatn, byrjaði í því fyrir um 10 árum(fersku), var svo komin með of mikið í kringum allt í restina að ég ákvað að taka pásu í salti, sé ekki eftir því.
Valdi
Posts: 6
Joined: 06 Jan 2007, 16:06

Post by Valdi »

Í Tivoli í Kaupmannahöfn er 270.000 lítra 30 metra langt búr sem er ótrúlega flott. Búrið er staðsett í kjallaranum á Consert hall cafe, ég var búinn að fara nokkrum sinnum í Tivoli þegar ég rakst á það.

Í búrinu eru 1600 hákarlar, skötur og fiskar.

Valdi
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Ólafur wrote:Já ég hef séð saltvatns fiskabúrið á barnaspitala Hringsins og siðan eru fiskabúr á elliheimilinu sólvangi. Á engar myndir af þessum búrum
Já búrið á barnaspítalanum finnst mér mjög fallegt, ég var þarna í fyrirlestrum nokkra daga og sat og góndi á fiskabúrið í öllum pásum.
En á Sólvangi? Hvar er fiskabúr þar? Ég vinn þar (reyndar bara á einni deildinni) og hef aldrei séð neitt fiskabúr :roll:
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Rut wrote:
Ólafur wrote:Já ég hef séð saltvatns fiskabúrið á barnaspitala Hringsins og siðan eru fiskabúr á elliheimilinu sólvangi. Á engar myndir af þessum búrum
Já búrið á barnaspítalanum finnst mér mjög fallegt, ég var þarna í fyrirlestrum nokkra daga og sat og góndi á fiskabúrið í öllum pásum.
En á Sólvangi? Hvar er fiskabúr þar? Ég vinn þar (reyndar bara á einni deildinni) og hef aldrei séð neitt fiskabúr :roll:
Fyrigefðu Rut en þetta á að vera Sóltún :oops:
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

Össössöss! Hahaha það hlaut að vera, ég vildi heldur ekki trúa því að ég væri svo utan við mig í vinnunni að ég tæki ekki eftir svo skemmtilegri tilbreytingu eins og fiskabúr væri
zheelah
Posts: 6
Joined: 06 Nov 2006, 09:14

Post by zheelah »

Það eru 3 stór fiskabúr á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, eitt sýklíðubúr, eitt með stórum gullfiskum, sem búa í tjörninni í garðinum á sumrin og svo man ég ekki fyrir mitt littla líf hvað er í þriðja búrinu.
Post Reply