Ég er orðin svo þreytt á flotbúrum og netum fyrir seiði og hef ekki pláss fyrir fleiri fiskabúr svo mér datt í hug að setja upp vegg úr neti í búrið þannig að seiðin hafa smá hluta af búrinu í staðinn fyrir lítinn ljótann kassa. Þetta net þarf að vera í ramma sem mér datt í hug að hafa úr plasti en ég finn hvergi plast lista sem ég gæti notað í það. Veit einhver hvar er hægt að fá plast lista?
Mér dettur í hug að nota bara 16mm rör eins og fylgdi tunnudælunni minni (Rena XP2) og svo klemmur með sogskálum sem fara upp á rörið (4stk.) og festa svo bara netið á rörin og sogskálarnar á glerið
Rodor wrote:Mér dettur í hug að nota bara 16mm rör eins og fylgdi tunnudælunni minni (Rena XP2) og svo klemmur með sogskálum sem fara upp á rörið (4stk.) og festa svo bara netið á rörin og sogskálarnar á glerið
Ekki slæm hugmynd - Líka hægt að nota pvc, gæti verið ódýrara.