Piranha búr - Myndir
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Piranha búr - Myndir
Hérna er lýsing og myndir af 400l Piranha búri.
Búrið var upphaflega sett upp í mars og voru þá Frontosur í því, en þær hafa nú flutt yfir í annað búr og Piranha komu í þetta búr í september með tilheyrandi breytingum.
Búr: 400l Juwel (Innri dæla fjarlægð).
Dælur: Eheim Professionel II 2028, Coralife Luftpump loftdæla.
Ljós: 1x36w flúrpera.
Fiskar: 14 stk Red Belly Piranha (verða 6 - 8 stk þegar þeir eru fullvaxnir). 01.07: Nú eru eftir 10 stk.
2 stk Raphael catfiskar.
1 stk Ancistrus.
2 stk Ancistrus Gold (dýrt spaug).
Myndirnar eru frekar dökkar vegna þess að lýsingin er frekar dauf í búrinu.
Búrið var upphaflega sett upp í mars og voru þá Frontosur í því, en þær hafa nú flutt yfir í annað búr og Piranha komu í þetta búr í september með tilheyrandi breytingum.
Búr: 400l Juwel (Innri dæla fjarlægð).
Dælur: Eheim Professionel II 2028, Coralife Luftpump loftdæla.
Ljós: 1x36w flúrpera.
Fiskar: 14 stk Red Belly Piranha (verða 6 - 8 stk þegar þeir eru fullvaxnir). 01.07: Nú eru eftir 10 stk.
2 stk Raphael catfiskar.
1 stk Ancistrus.
2 stk Ancistrus Gold (dýrt spaug).
Myndirnar eru frekar dökkar vegna þess að lýsingin er frekar dauf í búrinu.
Last edited by Gilmore on 27 Jan 2007, 22:17, edited 1 time in total.
Ég er að gefa þeim hráar rækjur í skel, soðnar rækjur, þorsk, smokkfisk, Sera Granu Meat (síkliðumatur) og einstaka sinnum blóðorma, lifur og nautahakk. Þeir stækka þvílíkt hratt á þessu, en ég gef þeim ca. 4 sinnum á dag núna, en það þarf ekki að gefa þeim alveg eins oft þegar þeir stækka.
Þeir voru agnar smáir þegar ég fékk þá fyrir 4 vikum síðan, svona eins og tíeyringur. Þeir hafa stækkað þvílíkt síðan, eru komnir í góða tíkallastærð og eru farnir að roðna aðeins á kviðnum.
Ég er með búrið þar sem er talsverður umgangur en þá eiga þeir að verða vanir umganginum og verða ekki eins stressaðir og fælnir eins og þeir eru oftast. Þeir eru venjulega frekar rólegir hjá mér en ef það eru margir í heimsókn eða snöggar hreyfingar við búrið þá skjótast þeir í felur. Annars er heimilið yfirleitt frekar rólegt þannig að ég held að þeir verði orðnir nokkuð spakir eftir nokkra mánuði. Það er lykilatriði að sýna þessum fiskum þolinmæði.
Það væri mjög gaman að heyra reynslusögur hjá öðrum sem eru með eða hafa verið með Piranha einhverntíman.
Þeir voru agnar smáir þegar ég fékk þá fyrir 4 vikum síðan, svona eins og tíeyringur. Þeir hafa stækkað þvílíkt síðan, eru komnir í góða tíkallastærð og eru farnir að roðna aðeins á kviðnum.
Ég er með búrið þar sem er talsverður umgangur en þá eiga þeir að verða vanir umganginum og verða ekki eins stressaðir og fælnir eins og þeir eru oftast. Þeir eru venjulega frekar rólegir hjá mér en ef það eru margir í heimsókn eða snöggar hreyfingar við búrið þá skjótast þeir í felur. Annars er heimilið yfirleitt frekar rólegt þannig að ég held að þeir verði orðnir nokkuð spakir eftir nokkra mánuði. Það er lykilatriði að sýna þessum fiskum þolinmæði.
Það væri mjög gaman að heyra reynslusögur hjá öðrum sem eru með eða hafa verið með Piranha einhverntíman.
Ég nenni ekki að vesenast með alvöru gróður. Mér finnst þessar gerviplöntur allt í lagi til að gefa smá contrast.
Botnfiskarnir eru ennþá í búrinu, gæti samt verið að það sé búið að éta annan albino ancistusinn, hef allavega ekki séð hann lengi. En Rafael er eini fiskurinn sem er talinn eiga séns á að lifa lengi með Piranha, sökum þess að hann er svo felugjarnir. Samt sem áður sé ég mína oft koma út á matartíma og synda innan um Piranha og næla sér í bita. Allt annað er étið fyrr eða síðar, jafnvel Rafael líka.
Botnfiskarnir eru ennþá í búrinu, gæti samt verið að það sé búið að éta annan albino ancistusinn, hef allavega ekki séð hann lengi. En Rafael er eini fiskurinn sem er talinn eiga séns á að lifa lengi með Piranha, sökum þess að hann er svo felugjarnir. Samt sem áður sé ég mína oft koma út á matartíma og synda innan um Piranha og næla sér í bita. Allt annað er étið fyrr eða síðar, jafnvel Rafael líka.
piranhas eru cool
V'a hvað þeir eru ógeðslega flottir:D sést langar leiðir að það er farið vel með þá gott fæði
Ég er nokkuð viss um að hann sé búinn að selja þetta allt.Síkliðan wrote:vá svaka flottir komdu bráðum með smá up-date á myndir
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net