Nýjasti af þessum þremur Palmas polli er greinilegur kk og er bara farinn að sperra anal uggann.
Kynin þekkjast aðallega á þessum ugga en kerlu uggi er lítt merkilegur meðan karlugginn er margfalt stærri og breiðari.
Anal ugginn er nauðsynlegur í hrygningarferlinu.
Þegar par hefur 'parað sig' synda þau í hringi og nuddast í hvert öðru, karlinn sperrir anal uggann og myndar skál úr honum, þegar kerlan hryngir gríður karlinn hrognin með ugganum, frjóvgar þau og dreifir þeim síðan um búrið
Þó kallar sýni svona hegðun er samt til lítils að vonast eftir einhverju ævintýri því hrygningar fara örsjaldan fram í heimahúsum.
Ennfremur verða Polypterusar seint kynþroska eða flestir um 5-6 ára aldurinn. Senegalus og Palmas ef ég man rétt eru þó undantekningar og verða kynþroska fyrr eða 1-2.ára.
Hérna er önnur af palmas polli kerlunum tveimur, anal ugginn er aftasti ugginn undir henni, liggur aftan við haus Ropefish:
Hérna er svo karlinn, sést hvað ugginn er töluvert stærri:
Ugginn alræmdi sperrtur og tilbúinn að grípa hrognin:
einhver slagsmál hafa líklega fylgt þessu, en ein kellan er með blóð á framugganum og afturugginn lítur svona út:
Flottur!