jæja núna er búrið loksins komið upp og íbúar fluttir inn! það er 1 st polypterus senegalus og einn gibbi, er að plana að fá mér meira í búrið um næstu helgi en svona lítur það út núna
Góð Ásta.
Ég held að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af loftleysi hjá senegalus meðan lokið er ekki í kafi.
Annars snyrtilegt búr, ég er alltaf hrifinn af búrum sem eru sett upp á einfaldan hátt. Fiskarnir njóta sín oft vel í svoleiðis búrum.
jæja áhveðið hefur verið að taka eina umferð í innkaupum um næstu helgi og ég var að pæla hvaða tegundir meiga vera með þessum sem ég er með núna langar mikið í snakehead(þessa litlu) en er með opinn huga fyrir flestum tegundum
Steini wrote:jæja áhveðið hefur verið að taka eina umferð í innkaupum um næstu helgi og ég var að pæla hvaða tegundir meiga vera með þessum sem ég er með núna langar mikið í snakehead(þessa litlu) en er með opinn huga fyrir flestum tegundum
ég á einn flottan snakehead handa þér sem gengur með þessum gæjum.
jæja, polypterusinn, því miður , uppgvötvaði að það væri bara fínt að hanga inní tréinu allann daginn og koma bara út um matartíma hann er Svakalega fælinn eitthvað og flýr um leið og ég kem of nálægt verða þeir ekki örugglega gæfari með tímanum?
jú þær eru þeir aktívustu í fjölskyldunni og eru líka á ferli á daginn (þegar ljósin eru kveikt) margar polypterus tegundir hreyfa sig nánast ekkert í birtu.
Hann á líklega eftir að verða hressari þegar hann er orðinn vanur heimilinu
jæja hætt hefur verið við rkv. ferðina vegna þess að við urðum fyrir "óhappi"
en ég hef tekið eftir svona undarlegu brúnu...einhverju í búrinu mínu!
er þetta einhver sveppur eða?
að verða skuggalega mikið.. sést vel á tréinu!
endilega segjið mér hvað þetta er og hvernig ég losna við það!
Þetta kemur oft á rætur sem eru ekki nógu "gamlar", það er einhversstaðar eitthvað líf í henni.
Best er að taka þetta upp úr og láta liggja í saltbaði í fötu í nokkra daga.
edit- ég hélt þú værir að meina þetta hvíta á draslinu í búrinu en ef þú ert bara að tala um þörunginn þá hefur Andri það.
fer eftir því af hverju hann kemur
ertu að gefa mikið? skín sól á búrið? hvað er kveikt ljósið lengi? hvað geriru vatnsskipti oft?
það kemur alltaf einhver svona þörungur hjá mér á endanum en þessi brúni á glerinu hefur farið minnkandi eftir að ég fór að fóðra aðeins minna og er duglegari að gera vatnsskipti.
Ég skrúbba þann sem kemur svona neðst á glerið af einu sinni í mánuði ca.
hmm sko ég geri sona 40 % vatnaskipti í hverri viku og þeitéta vanalega allt sem ég gef þeim... svo er sona vanalega kveikt 10-14 tíma kanski það sé málið.. vissi bara ekki af þessum þörungi
jæja, þetta update er held ég tímabært þar sem að ég er í vandræðum....
vatnið í búrinu er orðið svona ljósgrænt.... ég fór í burtu til rkv í viku og það var svona þegar að ég kom aftur.
mynd:
svo er ég búinn að fá mér ID shark og gengur mjög vel með hann, senegalus byrjaði hins vegar á því að bíta efst af sporðinum af honum og smá af bakugganum en þeir búnir að láta hvorn annann í friði
Stærðir og myndir
Polypterus Senegalus - "20 cm"
Gibbinn - "11 cm"
(á enga góða nýlega mynd )
ID shark - "8 cm"
Myrkvaðu búrið í nokkra daga og gefðu lítið sem ekkert, skiptu svo um vatn þegar þetta er farið.
Þessi umræða hefur komið nokkrum sinnum upp hér á spjallinu og ætti að finnast auðveldlega.