Gúramar að kyssast

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Gúramar að kyssast

Post by Sirius Black »

Ég er hérna með tvo gúrama, einn gull og einn bláann. Þeir eru af sitthvoru kyninu, sem sé einn með rúnaðann ugga og hinn með oddhvassann.

Þeir hafa verið að taka upp á að kyssast svona undanfarnar vikur. Þeir horfa þá á hvorn annan í smá stund og kyssast stundum alveg rembingskossi og oft í heillangan tíma í einu. Finnst þetta svolítið krúttlegt hehe :P En hef verið að spá hvort að einhver viti afhverju þeir eru að gera þetta.

Svo eru þeir líka oft að elta hvorn annan og klessa aftarlega á hvorn annan ,með kjaftinum, svona rétt fyrir framan sporðinn. Finnst það vera hálfger leikur hjá þeim því að þau hafa aldrei meitt hvort annað. Bara svona eltingarleikir út um allt. :)

Er eitthvað tilhugalíf í gangi eða er þetta bara barátta um yfirráðasvæði? :P
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ég hef heyrt að gúramar geri þetta þegar að þeir rífast
veit það samt ekki alveg
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Mitt gúrama par gerir þetta oft :P er alltaf að pæla afhverju :)
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ég hef heyrt þá gera þetta, en það er til guram tegund sem heitir kissing guram og............................. well, nafnið segir allt sem segja þarf
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Post Reply