325L búrið okkar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
325L búrið okkar
Við vorum að fá í hús 325L búr frá Dýragarðinum. Eigum fyrir eitt 125L en langaði til að stækka við okkur, og um leið gera þráð um búrið allt frá fæðingu.
Við erum ekki búin að ákveða hvaða fiskar eiga eftir að fara í þetta nema nokkra "uppáhalds" úr 125L sem eru:
2 nokkuð stórir Skallar
2 Fiðrildafiskar
1 Gibbi (held að hann heitir)
Það var farin ferð á útsöluna hjá fiskabur.is og gerð stórinnkaup, keyptum 10 síkliður, 6 fangasíkliður, 2 Gula, 1 bláan og einn stóran brúnan sem við vitum ekkert hvað heita. Eitthvað af þessum eiga eftir að lenda í stórabúrinu þegar þar að kemur.
Á óskalistanum erum ropefish, black gosht, Clown knife, WC svo eitthvað sé nefnt, en það er svosem ekkert heilagt heldur. Ætli maður finni það ekki á sér þegar "þeir einu réttu" koma.
Hér eru nokkrar myndir frá uppsetningunni.
Hér er verið að "máta" bakgrunninn (úr Dýragarðinum)
Þetta lítur bara rosalega vel út
Byrjuðum að setja CompleteSubstrate plönutnæringu undir sandinn
Sandur og vatn komið og búrið búið að standa einhverja klukkutíma, þess má geta að í þessu búri er T5 lýsing, 2 perur 1 hvít og 1 rauð
Svo til gamans eru nokkrar myndir af 125L búrinu
Forsetinn að gæða sér á Gúbbí (er þetta ekki Gibbi?)
Mikið fjör á matartíma
Við erum ekki búin að ákveða hvaða fiskar eiga eftir að fara í þetta nema nokkra "uppáhalds" úr 125L sem eru:
2 nokkuð stórir Skallar
2 Fiðrildafiskar
1 Gibbi (held að hann heitir)
Það var farin ferð á útsöluna hjá fiskabur.is og gerð stórinnkaup, keyptum 10 síkliður, 6 fangasíkliður, 2 Gula, 1 bláan og einn stóran brúnan sem við vitum ekkert hvað heita. Eitthvað af þessum eiga eftir að lenda í stórabúrinu þegar þar að kemur.
Á óskalistanum erum ropefish, black gosht, Clown knife, WC svo eitthvað sé nefnt, en það er svosem ekkert heilagt heldur. Ætli maður finni það ekki á sér þegar "þeir einu réttu" koma.
Hér eru nokkrar myndir frá uppsetningunni.
Hér er verið að "máta" bakgrunninn (úr Dýragarðinum)
Þetta lítur bara rosalega vel út
Byrjuðum að setja CompleteSubstrate plönutnæringu undir sandinn
Sandur og vatn komið og búrið búið að standa einhverja klukkutíma, þess má geta að í þessu búri er T5 lýsing, 2 perur 1 hvít og 1 rauð
Svo til gamans eru nokkrar myndir af 125L búrinu
Forsetinn að gæða sér á Gúbbí (er þetta ekki Gibbi?)
Mikið fjör á matartíma
Last edited by Mermaid on 13 Jan 2008, 23:10, edited 1 time in total.
There is something fishy going on!
-
- Posts: 143
- Joined: 11 Dec 2006, 16:29
- Location: Dýragarðurinn
Jæja það var farin ferð í Dýragarðinn í dag og keypt aðeins í búrið, fyrir valinu var ein rót, fjórar plöntur og mosi.
Plöntur:
Alternanthera rosefolia (þessi rauðleita)
Dracaena saderiana (Þessi græna/hvíta)
Anubias hederophylla (þessi með stóru grænu blöðunum)
og strá, ég á ekkert fancí heiti yfir það
Og það er búið að færa rauðleitu peruna í aftari stæðið og það kemur miklu betur út.
ég vill nota tækifærið á að þakka þeim Gunna og Kidda í Dýragarðinum fyrir frábæra þjónustu og alla hjálpina
Svona lítur búrið út núna
Plöntur:
Alternanthera rosefolia (þessi rauðleita)
Dracaena saderiana (Þessi græna/hvíta)
Anubias hederophylla (þessi með stóru grænu blöðunum)
og strá, ég á ekkert fancí heiti yfir það
Og það er búið að færa rauðleitu peruna í aftari stæðið og það kemur miklu betur út.
ég vill nota tækifærið á að þakka þeim Gunna og Kidda í Dýragarðinum fyrir frábæra þjónustu og alla hjálpina
Svona lítur búrið út núna
There is something fishy going on!
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
dracenan er allt í lagi í vatni, en það þarf að taka hana upp á minnir mig hálfs árs fresti og leyfa þeim að verra á þurru í nokkrar vikur..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Liturinn á búrinu er ekki eins rauður í raunveruleikanum og á myndunum, og ég er viss um að einsog Andri segjir að það komi líka til með að breytast þegar er komið meiri líf í búrið ... svo ég tali nú ekki um þegar vatnið er orðið almennilega tært.
Með dracenan getur hún lifað í vatni og á þurru og ef hún fer að fölna í vatni getur meira að segja dugað að skella henni bara á þurrt í einhvern tíma.
Í gær kvöldi fóru fyrstu íbúarnir í búrið og það voru tveir litlir stressboltar (bláhákarlarnir) Þeir tóku breytinguna ílla og annar lagðist á hliðina undir rótina og ég var nokkuð viss um að þeir mundu ekki lifa nóttina af, en til allra lukku voru þeir hressir og kátir í morgun. Í kvöld fóru svo tveir Skallar sem taka þessu öllu betur nema annar þeirra er voða hissa á öllum þessum straum í vatninu og á eitthvað erfitt með að halda sér kyrrum.
Svo er í hinu búrinu 4 skallar, 7 fangasíkliður, 2 barbar, 4 sem ég veit ekkert hvað er og 1 marmara gibbi, en það er ekki alveg búið að ákveða hverjir af þessum fara í 325L nema Gibbinn fer pottþétt.
Ein spurnig:
Við erum með tvo Fiðrildafiska sem við vorum að spá í að setja í búrið, en ég er ekki viss um að straumurinn á yfirborðinu er eitthvað sem þeir eiga eftir að fíla. Er einhver með reynslu/ráð varðandi það?
Með dracenan getur hún lifað í vatni og á þurru og ef hún fer að fölna í vatni getur meira að segja dugað að skella henni bara á þurrt í einhvern tíma.
Í gær kvöldi fóru fyrstu íbúarnir í búrið og það voru tveir litlir stressboltar (bláhákarlarnir) Þeir tóku breytinguna ílla og annar lagðist á hliðina undir rótina og ég var nokkuð viss um að þeir mundu ekki lifa nóttina af, en til allra lukku voru þeir hressir og kátir í morgun. Í kvöld fóru svo tveir Skallar sem taka þessu öllu betur nema annar þeirra er voða hissa á öllum þessum straum í vatninu og á eitthvað erfitt með að halda sér kyrrum.
Svo er í hinu búrinu 4 skallar, 7 fangasíkliður, 2 barbar, 4 sem ég veit ekkert hvað er og 1 marmara gibbi, en það er ekki alveg búið að ákveða hverjir af þessum fara í 325L nema Gibbinn fer pottþétt.
Ein spurnig:
Við erum með tvo Fiðrildafiska sem við vorum að spá í að setja í búrið, en ég er ekki viss um að straumurinn á yfirborðinu er eitthvað sem þeir eiga eftir að fíla. Er einhver með reynslu/ráð varðandi það?
There is something fishy going on!
Ég verð að vera alveg hreinskilin... ég var bara ekkert búin að spá í því að það væri ekki alveg fullt, en hinsvegar fór þetta magn af vatni vegna þess að ég var ekki viss um hvort að hitarinn mætti fara allur í vatn ( er það í lagi? )Vargur wrote:Að lokum þessi klassiska spurning frá mér, af hverju fyllið þið ekki búrið ?
There is something fishy going on!
Takk þetta eru tveir af uppáhaldsfiskunum okkar sem koma úr 125l búrinu okkar.Eldhalinn wrote:geðveikir skallar sem þu ert með
Forsetinn eða marmara gibbinn er kominn í búrið og er ennþá frekar feiminn, hann er búinn að finna sér fínan felustað undir rótinni og heldur sér að mestu til þar. Í gær bættust svo við "stóri ljótur" og tveir gulröndóttir sem ég veit ekki nafnið á
Hákarlarnir eru greinilega miklu ánægðari í nýju heimkynnum sínum, þeir eru allavegna miklu sprækar hérna og ég er ekki frá því að þeir hafi stækkað örlítið
Hérna er mynd af þessum gulröndótta og "stóra ljót"
Ath rétt nöfn óskast
Hérna er forsetinn á nýja felustaðnum sínum, hann er núna 13cm
There is something fishy going on!
Þetta er til í dýraríkinu. Rándýrt. Kostar svosem slatta líka ef þú pantar það sjálf.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Sá gulröndótti sýnist mér vera Pseudotropheus crabroMermaid wrote: Hérna er mynd af þessum gulröndótta og "stóra ljót"
Ath rétt nöfn óskast
http://www.cichlid-forum.com/profiles/s ... php?id=845
Hinn sýnist mér vera einhver Aulnacara eða Placidochromis týpa, hann gæti átt eftir að breyta eitthvað um lit.
Þessir fiskar eiga líklega ekki samleið með þeim sem þú ert með fyrir og gætu tekið upp á einhverjum leiðindum.
Núna er komin tími á smá update á búrinu, það eru komnir nýjir íbúar og tveir skalar fluttir út.
Við fórum í Dýragarðinn og keyptum okkur walking catfish 5 SAE þörungaætur og einn langann sem ég man ekki allveg hvað heitir en er glersuga. Svo fluttu tveir Fiðrildafiskar úr 125l búrinu yfir í 325l búrið.
Hérna er langi-mangi (væri fínt að fá nafnið á honum frá einhverjum sérfróðum)
Við höfum ekki ennþá náð mynd af Walking catfish en hann býr undir rótinni með Gibbanum.
Annar Fiðrildafiskurinn ( við vorum að setja vatn í búrið þess vegna er það svona gruggugt)
Sambúðin gengur fínt en hákarlinn virðist hafa lent í smá slagsmálum
Hérna er mynd af búrinu ( og við fylltum búrið fyrir Varginn)
Við fórum í Dýragarðinn og keyptum okkur walking catfish 5 SAE þörungaætur og einn langann sem ég man ekki allveg hvað heitir en er glersuga. Svo fluttu tveir Fiðrildafiskar úr 125l búrinu yfir í 325l búrið.
Hérna er langi-mangi (væri fínt að fá nafnið á honum frá einhverjum sérfróðum)
Við höfum ekki ennþá náð mynd af Walking catfish en hann býr undir rótinni með Gibbanum.
Annar Fiðrildafiskurinn ( við vorum að setja vatn í búrið þess vegna er það svona gruggugt)
Sambúðin gengur fínt en hákarlinn virðist hafa lent í smá slagsmálum
Hérna er mynd af búrinu ( og við fylltum búrið fyrir Varginn)
There is something fishy going on!
Fiðrildafiskur í matinn
Jæja þá er búið að éta báða fiðrildafiskana okkar og hérna eru nokkrar myndir af sökudólgunum að éta annan þeirra.
There is something fishy going on!