Smá aðstoð við fyrstu skrefin

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
areaoe
Posts: 8
Joined: 16 Jan 2008, 20:30

Smá aðstoð við fyrstu skrefin

Post by areaoe »

Hey!

Ég heiti Arnar og var að fá mitt fyrsta búr. Það er reyndar aðeins 35L en eitt 200L er rétt handan við hornið. Ég er búin að eiga flest viðskipti við ónefnda gæludýraverslun á höfuðborgarsvæðinu (ekki Fiskabúr) og er farinn að efast stórlega um þær upplýsingar sem ég hef fengið þar. Mig langaði að spyrja ykkur reyndara fólkið um það hvort leiðbeiningarnar sem ég hef fengið séu góðar og svo kannski nokkur ráð um það hvernig ég get komið búrinu mínu úr þeirri vandræðastöðu sem það er komið í.

1) Setupið: Ég fékk mér gravel, nokkrar plastplöntur, stein, hitara, dælu og hitamæli. Öllu var skellt í eftir þrif og búrið fyllt af vatni. Ég lét það standa ca. viku og bætti í vatnið Sera Nitraivec og Sera Aquatan samkvæmt leiðbeiningum.

2) Fiskarnir: Fékk mér fyrst 2 clown bótíur. Önnur þeirra var nokkuð fljót að komast á ról og er út um allt búr núna. Hin er enþá að fela sig (ca. 1 1/2 vika síðan). Tveim dögum seinna fékk ég mér 2 síklíður (Angelfish) og 2 dögum eftir það 2 síklíður í viðbót og 2 litlar ryksugur. Eftirá að hyggja held ég að þetta séu of margir fiskar fyrir svona lítið búr en þar sem staffið í versluninni gaf grænt ljós á þetta hugsaði ég ekkert meira út í það fyrr en nú. Þegar ég kom heim í dag var 1 síklíðan dauð sem kom mér nokkuð á óvart því hún var sú fræknasta í búrinu.

3) Viðhaldið: Mér var sagt að skipta um ca 30% af vatninu 1x í mánuði en þar sem búrið sé svona nýtt var mér ráðlagt að hafa vatnsskiptin ca. 1x í viku. Mér var svo seldur matur og sagt að gefa þeim "lítið." Eftir að vera svo kominn heim fattaði ég að lítið er ansi afstætt hugtak enda held ég að ég sé búinn að gefa þeim allt of mikið að éta (amk fyrstu 4 fiskunum).

4) Þrifin: Ég fékk mér gravel cleaner í dag hjá þessari verslun þar sem mér fannst vatnið í búrinu frekar skítugt, þe. slatti af tæjum fljótandi um. Þegar loksins tókst að koma siphoninu í gang var ca. 10-15% af vatninu þegar farið. Ég veit ekki hvort mér var seld of stór gravel cleaner fyrir búrið (hólkurinn er 40 cm) en það tók ca 10 sek að dæla burt það miklu vatni að nú sit ég uppi með rétt rúmlega hálf fullt búr... og skítugt gravel og skítugt vatn.

Í öll skiptin sem ég keypti eitthvað í versluninni tók ég fram hvað búrið mitt var stórt og hvað ég var með marga fiska í því.

Er ég bara að gera of mikið úr þessu eða hvað? Voru þær upplýsingar sem ég fékk í búðinni réttar? Hvað get ég gert til að koma búrinu í gott form?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Re: Smá aðstoð við fyrstu skrefin

Post by naggur »

areaoe wrote:Hey!


2) Fiskarnir: Fékk mér fyrst 2 clown bótíur. Önnur þeirra var nokkuð fljót að komast á ról og er út um allt búr núna. Hin er enþá að fela sig (ca. 1 1/2 vika síðan). Tveim dögum seinna fékk ég mér 2 síklíður (Angelfish) og 2 dögum eftir það 2 síklíður í viðbót og 2 litlar ryksugur. Eftirá að hyggja held ég að þetta séu of margir fiskar fyrir svona lítið búr en þar sem staffið í versluninni gaf grænt ljós á þetta hugsaði ég ekkert meira út í það fyrr en nú. Þegar ég kom heim í dag var 1 síklíðan dauð sem kom mér nokkuð á óvart því hún var sú fræknasta í búrinu.
ok 1st ætla ég að bjóða þig vlekominn á spjallið.
35l búr er frekar lítð fyrir trúða bótíu og skalla (ef ég skil þetta rétt). mig minnir að bótian verði einhvað um 10cm+ og skallin líka þannig að lámarks búrstærð ætti að vera um 120l lámark. "ryksugur" stækka mjög fljótt upp, það er úr 2.5 cm upp í 15 cm á nokkrum mánuðum (tala af reynslu),.
Með fóðrun þá er ekki sniðugt að gefa of mikið í einu frekar mjög lítið og allt að 2 x á dag því í náttúrunni er ekki oft um mikin mat að ræða og þess vegna í lagi (held ég) að gef annan hvern dag (ég hef gert það með góðri reynslu).

hvaða teg. eru síðustu 2. síklurnar sem þú fékst þér.

þar sem ég er svo nískur þá bjó ég mér til sandsugu úr plastflösku og silikon slöngu. það er hentugast þar sem þú ert með svona lítið búr að skipta um 20% vatn á viku fresti það gerist þegar þú hreynsar sandinn.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ég sjálfur skipti um 30-40% vatn í hverri viku og mæli hiklaust með því dæluna er gott að skola á 2ja - 3ja vikna fresti ef þú ert með litla dælu.
areaoe
Posts: 8
Joined: 16 Jan 2008, 20:30

Post by areaoe »

Takk fyrir svörin. Ég fæ 200L búr um helgina þannig að það á eftir að vera nóg pláss fyrir krílin. Veit einhver um góða síðu með upls. um hvernig best er að starta búrum, þá get ég amk gert þetta vel frá byrjun.

Seinni síklíðurnar voru líka skallar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Trúðabótíur verða 30cm+, en þær stækka mjög hægt, örfáa sentimetra á ári bara.

Vatnsskipti þá myndi ég frekar mæla með 30% á 2ja vikna fresti, jafnvel á 1 viku fresti þegar búrið er svona lítið og frekar mikið í því.

Varðandi svona efni til að setja í vatnið, þá er lítið gagn af þeim ef það er ekkert af ammóníu, nítrati eða nítríti í búrinu. (Það kemur ekki fyrr en fiskarnir koma, eða ef fóðrað er fyrir)


Það er ekki ólíklegt að fiskurinn hafi drepist hjá þér bara útaf því að búrið er ekki cyclað, það tekur um 3-4 vikur fyrir búr að cycla.

Þessir fiskar eru alveg í lagi í svona búri í einhvern smá tíma á meðan þeir eru litlir, en t.d. stækka skallar frekar hratt þannig að þetta verður fljótt of lítið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það væri hægt að gera langan þráð um bull ráðleggingarnar sem fólk fær í þessari ónefndu verslun. Ég mæli með því að fólk versli ekki í verslun sem veitir svona lélega þjónustu.

Þetta eru fiskar sem enginn maður með vit á fiskum mundi mæla með í þetta búr þó það geti vel gengið í smátíma.
30% vatnsskipti mánaðarlega í svona litlu búri eru svo mikið rugl að það nær ekki nokkuri átt, 30-50% á 7-10 daga fresti er eitthvað sem ég mundi mæla með.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

held við ættum ekki að orðleggja þetta meira og höldum fiskaspjallinu við okkar fagfólk.

ég er með 1 mjög gott motto og það "ertu ánægður láttu þá alla vita, ertu óánægður, láttu þá viðkomandi vita. ekki á þessu spjalli"

ég er búin að sjá það betur og betur að hingað get ég gengið í gnægtar brunn visku um nánast allt sem ég þarf að vita
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er með nokkur búr og hef ég skipt um 50 til 70% vatn vikulega í búrunum og allir fiskar frískir og í fínu lagi og enginn fiskur drepist hjá mér út af of miklum vatnaskiptum,annars gef ég hóflega mat og reyni að gefa fjölbreytt fiskamat og svona 2 sinnum í viku rækjur og svo gúrku nokkrum sinnum með,mín reynsla það er að vera nógu actívur í vatnaskiptum.
areaoe
Posts: 8
Joined: 16 Jan 2008, 20:30

Post by areaoe »

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Sýnist því miður að annar trúðurinn sé að gefa upp öndina :(

Fékk senda góða linka á síður um hvernig á að setja upp búr og mun fara vandlega eftir þeim við uppsetningu á nýja búrinu. Hvenær er mér óhætt að koma fiskunum fyrir þar? Er óhætt að nota þessa fiska sem fyrstu fiskana í það búr?
"ertu ánægður láttu þá alla vita, ertu óánægður, láttu þá viðkomandi vita. ekki á þessu spjalli"
Alveg sammála þér, enda mun þessi gæludýraverslun vera áfram ónefnd. Ég vildi bara vita hvort það væri þess virði að halda áfram viðskiptum við þá.
Er einhver verslun sem þið reynsluboltarnir mælið með?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mér finnst best að leita bara af upplýsingum sjálfur á netinu og forma sína skoðum á málinu þannig, lang mesta vitið í því

Hérna eru nokkrar síður sem ég fann með því að slá bara inn Cycling new tank á google

http://www.firsttankguide.net/cycle.php

http://fins.actwin.com/mirror/begin-cycling.html
http://www.bestfish.com/breakin.html

Gl & Hf ;)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply