fiskur í snjónum úti ( hver er sekur ?)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

fiskur í snjónum úti ( hver er sekur ?)

Post by Gudmundur »

Þegar ég kom niður í búð í gær um 5-6 leitið þá var þar fyrir utan lítil dolla með um 1 cm snjó ofaná
ég tók upp dolluna sem var ísköld skóf snjóinn af henni og sá þá að einhver hafði komið með ancistu handa mér og þar sem enginn var við
þá skildi hann/hún bara fiskinn eftir úti
ancistran var steindauð sem er eðlilegt þegar vatnið er við frostmark

en þar sem ég horfði á þátt í sjónvarpinu um daginn þar sem fólk var fryst lifandi til þess að hægt væri að skera heilan upp og síðan lífgað við strax aftur
þá prufaði ég að setja volgt vatn í dolluna til að sjá hvort þetta virkaði á fiska en því miður lá hún bara steindauð í dollunni í gærkvöldi

en í dag þegar ég ætlaði að fjarlæga hræið þá var hún sprell lifandi og hress og ég setti hana í sér búr og vonandi dafnar hún og verður 100 ára eins og við hin
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

töff :D
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Gott að ancistran tórði af ofkælinguna.

En hver gerir svona? :roll:
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Já í gegnum tíðina hefur maður lent í svona ótrúlegum aðstæðum með fiska sem hafa svo allt í einu lifað af, oft bara slembilukka að það var ekki búið að henda "hræinu". Kannski var þetta "snow flake" pleggi :shock: ???
Ace Ventura Islandicus
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

allgjör snilld, :D
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Magnað hvað svona kvikindi geta lifað af.

Ég las einusinni paper um það þegar var gerð tilraun á gúbbum, þar sem þeir voru meðal annars settir í 5°C heitt (kalt?) vatn í einhvern tíma, og það lifðu alveg furðulega margir það af, í einhverjum tilvikum allt að 80%.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Magnað :shock:
Sennilega hafa þetta verið "kjöraðstæður" rólega niður og rólega upp.
Og Ancistran verið vel á sig komin ( í góðu formi ) ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tæmdi einu sinni búr, setti alla mölina í fötu( ekkert vatn). Daginn eftir tók ég fötuna og setti undir krana og lét renna á kalt vatn til að skola sandinn, eftir smá stund fór ég að hræra eitthvað í mölinni og fann þar litla ancistu sem virtist auðvitað steindauð, í einhverri rælni henti ég henni í hálftómt vatnsglas á borðinu. Eftir hálftíma var hún farinn að sprikla sprelllifandi. :)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Burt séð frá því að ancistru ræfillinn lifði þetta af,þá ætti þessi anskotans aumingi sem svona gerir að leita sér lækningar því eitthvað allvarleg hlítur að vera að viðkomandi sem getur hugsað sér að gera svona,ég segi bara þvílíkur RÆFILL !!
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Mikið er ég sammála þér.
Svona gerir maður ekki - aldrei - PUNKTUR.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ég held ykkur að segja þá mun sá hin sami og gerði þetta AlDREI segja til sín. enda hef ég ekki á ancistru í tæpa 4 mánuði
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ekki kippi ég mér nú upp við þetta með fiskinn skilinn eftir úti, þó ekki hafi það verið fallega gert, sjálfsagt óvitaskapur. En stórmerkilegt að kvikindið skyldi lifna við :!:
Það var ekki óalgengt fyrr á öldum að þetta sama væri gert við börn og ætla ég ekki að hafa mörg orð um það, en óskaplegt helvíti hefur það, sem hefur neytt fólk til þess að bera út börnin sín.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Rodor wrote:Ekki kippi ég mér nú upp við þetta með fiskinn skilinn eftir úti, þó ekki hafi það verið fallega gert, sjálfsagt óvitaskapur. En stórmerkilegt að kvikindið skyldi lifna við :!:
Það var ekki óalgengt fyrr á öldum að þetta sama væri gert við börn og ætla ég ekki að hafa mörg orð um það, en óskaplegt helvíti hefur það, sem hefur neytt fólk til þess að bera út börnin sín.
Nú er öldin önnur Rodor,við höfum netið og ef einhver hefur verið í vandræðum og viljað losna við gripin þá hefði verið verið lítið mál að gera það án þess að sýna lífi svona litla virðingu,þó það sé bara fiskur,og jú stórmerkileg að kvikindið lifði, mér finst það ekki málið, þó börn hafi verið borin út hér áður fyrr,þetta viljum við ekki láta géra.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég segi nú líka "þó ekki hafi það verið fallega gert".
Það sem ég átta mig ekki á er tilfinningasemin sem verður hjá fólki útaf þessum fiskum.
Ég hef svo sem nokkrum sinnum drepið fiska og jafnvel ekki étið þá. Hef drepið þá með því með því að berja hausnum í stein eða berja með steini í hausinn á þeim. Sumir skera á æðar inni við tálknin og láta þá synda úr sér blóðið. Ég held það sé gert við slátrun eldislaxa.

En ég get alveg sagt þetta aftur, þetta var ekki fallega gert.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Einmitt ég hef drepið þúsindir fiska, rotað skorið og gert allann fjandann til að drepa kvikindinn,en svona mundi mér aldrei detta til hugar að gera,það er bara aumingjaskapur og ekkert annað,og er ég ekkert tilfinningarsamur,það á bara að fara rétt að hlutunum.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Guðmundur, þú ættir kannski að prófa þetta á Walt Disney. Veit ekki betur en hann liggi helfrosinn einhversstaðar vestur í Ameríku og bíður eftir endurlífgun.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta stefnir bara í Lúkas 2 :lol:
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hahahaha
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það er kannski málið að halda bænastund við Fiskabúr, gummi gæti verið sem jesú sem reysti dauða upp og við hin sem lærisveinar :D :D :D
Ace Ventura Islandicus
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

1nu sinni var ég með kúlíála og var að þrífa búrið tæmdi það og var búnað veiða allt uppúr en fann þá hvergi, fannst mér það skrýtið (Þetta var að vetri til) svo svona 30-40 mín seinna datt mér að fara útá stétt (tæmdi búrið útum gluggann) nema hvað þarna lágu þeir marðir og helkaldir, ég sem betur fer henti þeim ekki og lifðu þeir allir. Svo gleymdi ég 1nu sinni gullfisk í meðferð við lofti sem var fast inní honum, yfir nótt í 36 gráðu heitu vatni (í krukku) og hann lifði, var reyndar með mikið loftflæði hjá honum. og svo oft tekið fiska sem hafa stokkið uppúr og hafa nánast verið orðnir að harðfisk, hef haldið þeim fyrir framan power head og látið blása uppí þá og sumir hafa náð sér (fleiri en ekki). Ef tálknin haldast rök þá er von.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

8)
Last edited by Rodor on 19 Jan 2008, 06:06, edited 1 time in total.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Er Rodor einhverskonar "Alter Ego" guðmundar??? :shock:
Ace Ventura Islandicus
Post Reply