fiskur í snjónum úti ( hver er sekur ?)
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
fiskur í snjónum úti ( hver er sekur ?)
Þegar ég kom niður í búð í gær um 5-6 leitið þá var þar fyrir utan lítil dolla með um 1 cm snjó ofaná
ég tók upp dolluna sem var ísköld skóf snjóinn af henni og sá þá að einhver hafði komið með ancistu handa mér og þar sem enginn var við
þá skildi hann/hún bara fiskinn eftir úti
ancistran var steindauð sem er eðlilegt þegar vatnið er við frostmark
en þar sem ég horfði á þátt í sjónvarpinu um daginn þar sem fólk var fryst lifandi til þess að hægt væri að skera heilan upp og síðan lífgað við strax aftur
þá prufaði ég að setja volgt vatn í dolluna til að sjá hvort þetta virkaði á fiska en því miður lá hún bara steindauð í dollunni í gærkvöldi
en í dag þegar ég ætlaði að fjarlæga hræið þá var hún sprell lifandi og hress og ég setti hana í sér búr og vonandi dafnar hún og verður 100 ára eins og við hin
ég tók upp dolluna sem var ísköld skóf snjóinn af henni og sá þá að einhver hafði komið með ancistu handa mér og þar sem enginn var við
þá skildi hann/hún bara fiskinn eftir úti
ancistran var steindauð sem er eðlilegt þegar vatnið er við frostmark
en þar sem ég horfði á þátt í sjónvarpinu um daginn þar sem fólk var fryst lifandi til þess að hægt væri að skera heilan upp og síðan lífgað við strax aftur
þá prufaði ég að setja volgt vatn í dolluna til að sjá hvort þetta virkaði á fiska en því miður lá hún bara steindauð í dollunni í gærkvöldi
en í dag þegar ég ætlaði að fjarlæga hræið þá var hún sprell lifandi og hress og ég setti hana í sér búr og vonandi dafnar hún og verður 100 ára eins og við hin
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Magnað hvað svona kvikindi geta lifað af.
Ég las einusinni paper um það þegar var gerð tilraun á gúbbum, þar sem þeir voru meðal annars settir í 5°C heitt (kalt?) vatn í einhvern tíma, og það lifðu alveg furðulega margir það af, í einhverjum tilvikum allt að 80%.
Ég las einusinni paper um það þegar var gerð tilraun á gúbbum, þar sem þeir voru meðal annars settir í 5°C heitt (kalt?) vatn í einhvern tíma, og það lifðu alveg furðulega margir það af, í einhverjum tilvikum allt að 80%.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég tæmdi einu sinni búr, setti alla mölina í fötu( ekkert vatn). Daginn eftir tók ég fötuna og setti undir krana og lét renna á kalt vatn til að skola sandinn, eftir smá stund fór ég að hræra eitthvað í mölinni og fann þar litla ancistu sem virtist auðvitað steindauð, í einhverri rælni henti ég henni í hálftómt vatnsglas á borðinu. Eftir hálftíma var hún farinn að sprikla sprelllifandi.
Ekki kippi ég mér nú upp við þetta með fiskinn skilinn eftir úti, þó ekki hafi það verið fallega gert, sjálfsagt óvitaskapur. En stórmerkilegt að kvikindið skyldi lifna við
Það var ekki óalgengt fyrr á öldum að þetta sama væri gert við börn og ætla ég ekki að hafa mörg orð um það, en óskaplegt helvíti hefur það, sem hefur neytt fólk til þess að bera út börnin sín.
Það var ekki óalgengt fyrr á öldum að þetta sama væri gert við börn og ætla ég ekki að hafa mörg orð um það, en óskaplegt helvíti hefur það, sem hefur neytt fólk til þess að bera út börnin sín.
Nú er öldin önnur Rodor,við höfum netið og ef einhver hefur verið í vandræðum og viljað losna við gripin þá hefði verið verið lítið mál að gera það án þess að sýna lífi svona litla virðingu,þó það sé bara fiskur,og jú stórmerkileg að kvikindið lifði, mér finst það ekki málið, þó börn hafi verið borin út hér áður fyrr,þetta viljum við ekki láta géra.Rodor wrote:Ekki kippi ég mér nú upp við þetta með fiskinn skilinn eftir úti, þó ekki hafi það verið fallega gert, sjálfsagt óvitaskapur. En stórmerkilegt að kvikindið skyldi lifna við
Það var ekki óalgengt fyrr á öldum að þetta sama væri gert við börn og ætla ég ekki að hafa mörg orð um það, en óskaplegt helvíti hefur það, sem hefur neytt fólk til þess að bera út börnin sín.
Ég segi nú líka "þó ekki hafi það verið fallega gert".
Það sem ég átta mig ekki á er tilfinningasemin sem verður hjá fólki útaf þessum fiskum.
Ég hef svo sem nokkrum sinnum drepið fiska og jafnvel ekki étið þá. Hef drepið þá með því með því að berja hausnum í stein eða berja með steini í hausinn á þeim. Sumir skera á æðar inni við tálknin og láta þá synda úr sér blóðið. Ég held það sé gert við slátrun eldislaxa.
En ég get alveg sagt þetta aftur, þetta var ekki fallega gert.
Það sem ég átta mig ekki á er tilfinningasemin sem verður hjá fólki útaf þessum fiskum.
Ég hef svo sem nokkrum sinnum drepið fiska og jafnvel ekki étið þá. Hef drepið þá með því með því að berja hausnum í stein eða berja með steini í hausinn á þeim. Sumir skera á æðar inni við tálknin og láta þá synda úr sér blóðið. Ég held það sé gert við slátrun eldislaxa.
En ég get alveg sagt þetta aftur, þetta var ekki fallega gert.
1nu sinni var ég með kúlíála og var að þrífa búrið tæmdi það og var búnað veiða allt uppúr en fann þá hvergi, fannst mér það skrýtið (Þetta var að vetri til) svo svona 30-40 mín seinna datt mér að fara útá stétt (tæmdi búrið útum gluggann) nema hvað þarna lágu þeir marðir og helkaldir, ég sem betur fer henti þeim ekki og lifðu þeir allir. Svo gleymdi ég 1nu sinni gullfisk í meðferð við lofti sem var fast inní honum, yfir nótt í 36 gráðu heitu vatni (í krukku) og hann lifði, var reyndar með mikið loftflæði hjá honum. og svo oft tekið fiska sem hafa stokkið uppúr og hafa nánast verið orðnir að harðfisk, hef haldið þeim fyrir framan power head og látið blása uppí þá og sumir hafa náð sér (fleiri en ekki). Ef tálknin haldast rök þá er von.
Ace Ventura Islandicus