lilja karen wrote:alls ekki fara í dýraland í mjóddinni það er STÓRHÆTTULEGT ég keifti fiska þar með hinum fiskum sem ég var búin að eiga í 2-3 vikur svo þegar ég keifti þar komu helling af veiki og mest af fiskunum mínum dógu meirisegja bara daginn eftir að þeir komust í búrið hjá mér
Það virðist sem einhver Lúkasar-hystería hrjái marga sem koma að dýraspjöllum. Nú er verið að rakka niður eina gæludýrabúðina enn, þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem gæludýrabúð er rökkuð niður á fiskaspjall.is.
Sjálfur hef ég keypt fiska úr flestum búðum á höfuðborgarsvæðinu og ég hef lent í því að fiskur drepist innan nokkurra sólarhringa.
Það sem ég er fullkomlega viss um í dag er þetta. Ég hef verið alltof værukær með nítratið (NO3), ég hef jafnvel ekki tekið mark á testi sem ég keypti, vegna þess að það var svo ódýrt! Um helgina skipti ég um yfir 50% af vatninu og er búinn að gera það tvisvar síðan. Nítratið er nú komið undir 20.
Stress við flutning og það að vera kominn í framandi heimkynni bætir ekki heilsu hjá nýkeyptum fiski.
Sönn saga úr sveitinni á síðustu öld.
Afi minn seldi belju fyrir hálfri öld. Hún var flutt yfir að minnsta kosti tvær heiðar áður en hún komst á leiðarenda. Malbikaðir vegir þekktust ekki, en holur og hæðir voru ökumönnum vel kunnar þá.
Beljan drapst á öðrum degi í nýja fjósinu. Bóndinn sem keypti beljuna af afa vildi meina að honum hefði verið seld veik belja.