Ég er með einn eldhala í búrinu mínu sem er byrjaður með eitthvað bögg, elta neontetrurnar og svo komu tveir litlir kirbbar í búrið í gær og hann var ekki kátur að sjá þá.
Ég veit að eldhali passar í 80 L búr, og er ég að spá í að setja hann í þannig búr eða aðeins stærra.
Mér langar endilega að vita hvaða fiskar geta verið með honum sem hann böggar ekki og verður ekki fyrir böggi... Vill ekki hafa hann einn greyið í 80-120 L búri.
Einhverjar tillögur?
Er það rétt sem ég hef lesið hér að ef þeir eru 6 eða fleiri saman í búri, þá böggi þeir ekki hvorn annan? Ef svo er, haldiði að 120L dugi?
ég veit ekki hvort 120L búr dugi undir 6+ eldhala.
þeir verða ~12cm og synda frekar mikið.
Af minni reynslu ganga þeir ágætlega með stærri fiskum en böggar flest allt sem er minna eða svipað útlits og hann sjálfur.
Minn 12cm er t.d. oft að eltast við jafnstóran Bala, en lætur stærri fiska í friði.
1x Rauðhali
1xConvict (er hann nokkuð vondur ef hann er bara einn í búri? (ekki par))
1x yellow lab (verða þeir nokkuð það stórir að þeir passi ekki í 120L búr)
+ Eitthvaðs sem þið mælið með
Ég mundi mæla með convict og eitthvað af litlum ameríkönum t.d. Blue Arca en ég mundi taka yellow lab útúr málinu nema að hann væri í fullri stærð kannski
Rauðrófurnar eiga strangt til tekið að geta verið með flestum hraðskreiðari fiskum. Verst er að þeir geta verið svo misjafnlega leiðinlegir, sumir eru til friðs meðan aðrir eru óþolandi böggarar.
Já, það kemur nefnilega alls ekki til greina að losa sig við rauðhalan
ég er einmitt að græja það að fá mér 110 L búr, og þá mundi ég hafa hann í því búri og hugsanlega einn convict. Ég hef heyrt að convictinn eigi að vera rólegur. Svo vantar mér að finna það út hvaða fiska/a ég get haft með þeim líka. Og er líka svona rosalega að vona að þið komið með einhverjar tillögur fyrir mig Ég er mikið fyrir skærlitaða fiska, líst tildæmis vel ég yellow lab, en mér var sagt að hann yrði þá að vera í fullri stærð.
Semsagt kominn eldhali, convict, og....????
P.s. það er í vinnslu hjá mér að koma með þráð um búrið og svo hitt líka
Ég hef átt svona eldhala fyrir löngu og ég man eftir þvi að hann var alltaf með vesen og böggaði alla i búrinu enda held ég að þeir séu frægir fyrir bögg.
Flétti upp á honum i´Encyclopaedia of tropical fish og ég vitna bara beint i bókina:
"Social characteristics
Labeo bicolor is territorial fish. Young fish can be kept together,but older fish are very intolerant. This fish does very well as solitary specimen in large aquarium with plenty of vegetation and decorative material. Some will terrorise the other aquarium dwellers and small and shy fish very quickly go into hiding"
Ég hef heyrt að þú getir verið með convict par í hundað lítra búri. Ætli það sé ekki í lagi þá að hafa einn með rauðhalanum og kannski einn-tvo aðra fiska í viðbót??
Jæja, maður pælir í þessu. Svo held ég að það sé líka bara um að gera að "prófa". Batnandi manni er best að lifa