UVC reynsla

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

UVC reynsla

Post by Rodor »

Nú er komin ca. vika síðan ég tengdi UVC ljós við búrið. Þetta er mjög óvísindalegt hjá mér og byggist meira á tilfinningu.
Mér sýnist sem vatnið í búrinu sé ekki eins gruggugt, en það kemur ekki í ljós fyrr en ég skipti um vatn.
Annað er, að sumir fiskarnir eru farnir að éta meira á glerinu og annars staðar í búrinu en áður. Sumir eru að reyna að éta, sennilega þörung, fyrir ofan vatnsborð! Það eru tvær 10sm. breiðar glerplötur rétt ofan vatnsborðs í mínu búri. Ein tegund étur núna fyrir ofan vatnsborð. Og þá spyr maður sig, var meira af æti fljótandi í vatninu áður fyrir þessa fiska, það er að segja þörungur?
Post Reply