Alveg sammála animal það á bara að skella upp einu stærðarinna safni með sjávar og ferskvatns fiskum í sona 50 búr undir 2000 lítrum og svona 10 í kringum 5000 l og líka 1 sona 100000 lítra til þess að koma aðeins fleiri íslendingum í þennan bransa (við erum alltof fá).
Svo fyrst ég er byrjaður á þessu, þá er annað safn í syðra í Japan þar sem þessir óskarar voru. Þeir voru svo brjálæðislega stórir! Ég stóð og starði bara þangað til konan dró mig í burt. Er með 2 fullorðna sjálfur, en greinilega ekki fullvaxna miðað við þessi monster.
Svo fór ég til Hong Kong í sömu ferð og fór á Goldfish Street, bara endalausar raðir af gæludýrabúðum, lang mest fiska. Var eitt búr með smá torfu af Piranha. Þar stóð einn fiskur upp úr torfunni, langljótastur og flottastu og afskaplega svalur!