Hákarl til sölu :-)

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Hákarl til sölu :-)

Post by Vargur »

Til sölu er af sérstökum ástæðum sennilega stærsti búrfiskur landsins.

Um er að ræða umb 80 sentimetra langan Pangasius sanitwongsei sem er í daglegu tali kallaður ferskvatnshákarl vegna byggingarlagsins en það þykir mikið minna á hákarl þar sem fiskurinn hefur háan bakugga og stóran kjaft.
Pangasius sanitwongsei er ættaður frá Asíu og getur orðið allt að þrír metrar að lengd í náttúrunni en fer sjaldan yfir metrann í fiskabúrum.

Image
Pangasius sanitwongsei er vinstra megin á myndinni. Ljósmynd: Fréttablaðið/Valli

Fiskurinn verður einungis seldur þeim sem getur sýnt fram á að hann hafi viðunnandi aðstöðu fyrir hann.
Hann er núna í 1200 lítar búri og það er á mörkum þess að vera nægilega stórt fyrir hann þar sem þessir fiskar þurfa gott sundpláss og stöðug vatnsgæði
Möguleiki er að selja væntanlegum kaupanda 1200 l búrið sem hann er í nú eða aðstoða við sérsmíði eða innflutning á búri auk uppsetningar oþh.

Tilvalið tækifæri fyrir fyrirtæki með metnað til að koma upp verulaga sérstökum hlut til að lyfta upp húsakynnum sínum og fanga athygli viðskiptamanna sinna.

Verðið er ekki aðalatriði heldur að fiskurinn fái sómasamlegt heimili.

Nánari upplýsingar gefa:
Hlynur Ingi, s: 699-0383
Guðmundur, s: 698-8361
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á fiskaspjall@gmail.com
Post Reply