Ég er með kk og kvk ancistrur sér í litlu búri og er að reyna að fá þau til að hrygna. Þau eru með plaströr í búrinu og fá þurrfóðurtöflur. Þau eru búin að vera saman í búri í 2 vikur, og enn hefur ekkert gerst á milli þeirra.
Þarf ég að ná upp einhverjum sérstökum skilyrðum til að fá þau til að hrygna eða getur verið að þau eigi bara alls ekki saman?
Ég mundi setja einhvern helli sem er ekki bara mjór heldur léka breiður.
Ég mundi gefa þeim agúrkubita allavega 1 sinni í viku.
Ef að fiskarnir eru minni en 5 cm þá mundi ég bíða aðeins með að reyna að láta þau hrygna (sona 7 til 10 cm) þá færðu líka fleiri seiði
Fiskarnir eru báðir alveg vel fullorðnir held ég.. Keypti kelluna þegar hún var bara tiny, og hún er komin langt framhjá því, og karlinn fékk í fiskabúr.is fyrir stuttu, hann er alveg vel stór
ég kannast sko við það stundum finnst mér fiskarnir vera svo lengi að hrygna þótt að það séu 2 dagar síðan að fiskarnir komu í búrið ég er samt eitthvað að lagast í þessu