Botnfiskar/þörungaætur - samanburður
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Botnfiskar/þörungaætur - samanburður
Jæja. Eftir að það kom þörungur í búr mitt og þegar ég fór að veita athyggli öllum umframmatnum sem sest hafði á botninn, á steina og rætur (já ég gaf of mikið af mat) þá fór ég að spá aðeins meira í kostum botnfiska. Þeir eru jú ekki bara fallegir og skemmtilegir á að horfa, þeir geta haft mikil áhrif á gæði vistkerfisins sem í búrinu er.
Þegar ég hugsa um svona fiska dettur mér alltaf fyrst í hug brúsknefja (ancestrur), plegga og botíur. ...Að þessir fiskar séu duglegir við að borða: það sem fellur til, snigla og þörung. Mér þætti gaman og gagnlegt að fá smá athugasemdir frá ykkur varðandi þessa fiska. Hverir eru duglegastir í hverju og þar fram eftir götunum.
Einnig hef ég heyrt að eldhalar og sverðdragarar séu iðnir við að borða þörung.
Eru einhverjar síkliður sem eru duglegar við þörunga og sniglaát?
Þegar ég hugsa um svona fiska dettur mér alltaf fyrst í hug brúsknefja (ancestrur), plegga og botíur. ...Að þessir fiskar séu duglegir við að borða: það sem fellur til, snigla og þörung. Mér þætti gaman og gagnlegt að fá smá athugasemdir frá ykkur varðandi þessa fiska. Hverir eru duglegastir í hverju og þar fram eftir götunum.
Einnig hef ég heyrt að eldhalar og sverðdragarar séu iðnir við að borða þörung.
Eru einhverjar síkliður sem eru duglegar við þörunga og sniglaát?
Last edited by Birkir on 24 Jan 2007, 07:12, edited 1 time in total.
ég hef verið með pictusa og jú, það vantar ekki fjörið í þá og svo geta þeir stundum verið ansi skæðir.
ég er að velta þessu ölu fyrir mér m.a. vegna þess að ég sé varla ancisturnar lengur. Sé kannski 3 í einu. Venjuega voru þær í fínum fíling út um allt búr en ég væri til í að sjá fleiri en 3, þær eru nefnilega 8.
ég versla bótíur áður en þessi vika líður....
ég er að velta þessu ölu fyrir mér m.a. vegna þess að ég sé varla ancisturnar lengur. Sé kannski 3 í einu. Venjuega voru þær í fínum fíling út um allt búr en ég væri til í að sjá fleiri en 3, þær eru nefnilega 8.
ég versla bótíur áður en þessi vika líður....
Ég þarf að kanna þetta nætursístem. En aftur að uppfræðsluhungrinu.
SAE ryksugan. Sá þannig um daginn og hún er ansi dugleg að synda um. Hverjir eru hennar kostir +/- ?
Sá líka kopar SAE væntanlega sami fiskur en öðruvísi litir.
Bótíur +/- ?
Hef séð mismunandi útlit á þeim en eru þær allar með sömu skapgerðina?
Mörg afbrigði af þessum kjéppz á fiskabúr.is (myndin tekin þaðan)
Corydoras
+/- ?
af fiskabúr.is
SAE? ekki rétt hjá mér?
Ásætðan fyrir þessum luralega þræði mínu er að ég er með gróðursælt búr og mikið af fiskum sem eru duglegir við að skíta og eiga eiganda sem kann sér ekki hóf í fóðurgjöf og því eiga þörungar heimagengt í búrinu sem slíku.
SAE ryksugan. Sá þannig um daginn og hún er ansi dugleg að synda um. Hverjir eru hennar kostir +/- ?
Sá líka kopar SAE væntanlega sami fiskur en öðruvísi litir.
Bótíur +/- ?
Hef séð mismunandi útlit á þeim en eru þær allar með sömu skapgerðina?
Mörg afbrigði af þessum kjéppz á fiskabúr.is (myndin tekin þaðan)
Corydoras
+/- ?
af fiskabúr.is
SAE? ekki rétt hjá mér?
Ásætðan fyrir þessum luralega þræði mínu er að ég er með gróðursælt búr og mikið af fiskum sem eru duglegir við að skíta og eiga eiganda sem kann sér ekki hóf í fóðurgjöf og því eiga þörungar heimagengt í búrinu sem slíku.
Þetta eru allt fínir fiskar.
Ég mæli með Sae, þeir eru duglegir í þörungnum og hraðsyndir þannig þeir eiga vel með sikliðum.
Corydoras eru ekki hentugir í sikliðubúr að mínu mati, sikliðurnar hafa unun af því að kroppa í þá og auk þess eru þeir bara munnbiti fyrir stærri sikliður.
Bótíur eru skemmtilegar og yfirleitt sýnilegar í búrinu sérstaklega í hóp, þær henta vel með sikliðum og flestar eru friðsamar á sikliðumælikvarða, sumar eiga til að ráðast á aðra botnfiska og drepa, trúðabótiur og Botia histronica eru taldar með þeim friðsamari.
Ég mæli með Sae, þeir eru duglegir í þörungnum og hraðsyndir þannig þeir eiga vel með sikliðum.
Corydoras eru ekki hentugir í sikliðubúr að mínu mati, sikliðurnar hafa unun af því að kroppa í þá og auk þess eru þeir bara munnbiti fyrir stærri sikliður.
Bótíur eru skemmtilegar og yfirleitt sýnilegar í búrinu sérstaklega í hóp, þær henta vel með sikliðum og flestar eru friðsamar á sikliðumælikvarða, sumar eiga til að ráðast á aðra botnfiska og drepa, trúðabótiur og Botia histronica eru taldar með þeim friðsamari.
Ég er með 3 Sae (Flying Fox eða Cossocheilus siamensis) þau er mjög skemmtilegur og lika mjög duglegur, stanslaus einhvarstaðir að borða og þrifa.
Ég er lika með Corydoras og hef mjög gaman á þeim, enn ég helt eins og Vargur segja þau er ekki alveg hentugt með sikliður. Þetta gengur vel með Skalar hjá mér, enn þau helt ég er lika meira rolegri enn aðrir sikliður.
Ég er lika með Corydoras og hef mjög gaman á þeim, enn ég helt eins og Vargur segja þau er ekki alveg hentugt með sikliður. Þetta gengur vel með Skalar hjá mér, enn þau helt ég er lika meira rolegri enn aðrir sikliður.