smá spurning í sambandi við kribba

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

smá spurning í sambandi við kribba

Post by Agnes Helga »

Er hægt að færa þau ásamt seiðum?
En færa þau ásamt steininum með hrognunm á eða er betra að bíða eftir seiðum?
Eða best að færa bara seiðin eða hafa foreldrana með?

hvernig er best að snúa sér í þessu?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta getur allt gengið. Oftast er samt vont að færa foreldrana með seiðum eða hrognum.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Er þá besti kosturinn að bíða eftir seiðum og taka þau með svona slöngu eins og var nefnt hér e-h staðar?

Getur foreldarnir ekki étið seiðin við þessar breytingar?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jú foreldrarnir geta étið seiðin við allt rask. Besti kosturinn að mínu mati er að láta seiðin alast upp með parinu til að byrja með og fjarlæga bara þegar þörf er á.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

já, sko málið er að ég er með fleiri fiska í búrinu sem ég vill ekki missa.. :/ þetta hefur samt allt gengið vel hingað til er með 1 skala og 4 svartetrur með kribbaparinu. Þau eiga svona smá steinahrúgu sem þau hryngdu í. Spurning hvort ég ætti þá að taka þá fiska í burtu í smá tíma?


ps.Ég er á leiðinni að fá mér stærra búr þegar ég flyt út sem verður bráðlega svo þá á ekkert eftir að vera þröngt fyrir þá :), er fiskabúr.is alveg lokuð núna? Eru öll búr seld? Væri sjéns að kaupa búr eftir mánaðarmót? :oops: ákvað að nota þennan þráð í stað þess að gera nýjan.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply