400L. Malawi

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

400L. Malawi

Post by Höddi »

Þá er komið að því að setja upp þráð fyrir búrið sem við keyptum um daginn, og þar sem ég er líka kominn með nýja myndavél þá get ég boðið ykkur uppá þokkalegar myndir. :lol:

Búrið er 400L. Juwel og í því eru...

3 stk. M. estherae OB
3 stk. Sokolofi
5 stk. Y. lab
1 stk. Livingstoni
3 stk. Venustus
2 stk. Johanni
2 stk. Borleyi
1 stk. Red tail shark
2 stk. Decorus
2 stk. Pseudotropheus flavus
4 stk. Ancistur

Set inn nokkrar myndir
Þetta var ein af fyrstu myndunum sem ég náði á nýju vélina
Johanni
Image

Heildar mynd
Image

Þessi vildi vera með :P
Sokolofi
Image

Y. lab eru fyndnir, það er eins og þessi og einn annar hjá mér séu með yfirvaraskegg :!:
Image

Mér fynnst þessir tveir mjög flottir
Livingstoni
Image
Decorus
Image

Og eina í viðbót
Borleyi
Image

Það var magnað þegar ég keypti Borleyi og var að setja þá í búrið, þá héldu hinir að þeir væru að fá að borða og biðu eftir fæðu. Svo kom eitthvað (sem þeir héldu að væri matur) og þeir stukku á þetta eins og enginn væri morgundagurinn, en það var bara lítill Borleyi. Venustus eru stæðstir og frekastir og einn þeirra náði honum um leið og hann lenti á vatnsyfirborðinu og hélt honum í kjaftinum í nokkrar sek, svo fattaði hann að þetta var bara fiskur (eða eitthvað) og slepti honum. Eftir þetta hafa þeir alveg fengið að vera í friði.

Kem með fleiri myndir seinna, það er bara svo gaman með nýju myndavélinna :wink:
Last edited by Höddi on 22 Jan 2008, 23:02, edited 4 times in total.
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Skemmtilegt búr og flottir fiskar. Vélin virðist líka virka vel :-)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

flott búr! og fyndið þetta með yellow lab :lol:
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Stílhreint og flott búr.
Flottar myndir. :wink:
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Já sammála fallegt hjá þér og flottir fiskar,til lukku :)
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Takk fyrir.

Nú hef ég gefist upp á stóru plöntunni (sem er lengst til hægri í búrinu) einhverjum þykir gott að ná sér í smá snarl, og sést það á plöntunni. En það sem verra er að Venustus þykir rótinn af henni mjög góð og þeir rífa hana upp til að éta rótina, þegar ég kom heim í gær var hún kominn hálfa leið uppúr mölinni og engu líkara en hakkavél hafi komist í rótinna. Svo í dag var hún bara fljótandi um búrið þannig að ég gafst upp og henti henni.

Þarf að fara í leiðangur á morgun eða helgina til að kaupa nýja.
Einhverjar sem þið mælið með?
ZX-6RR
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Þú verður að gefa grænfóður í búrið hjá þér svo þær ráðist síður á pönturnar. Það eru líka til plöntur sem kemur óbragð af svo fiskarnir hafa síður lyst á þeim.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég er aðalega að gefa Tetra pro Vegetable, ásamt öðru með.

Svona leit þetta út í gær
Image

Fleiri myndir
Venustus mjög flottir
ImageImage

Hafa ekki allir gaman af myndum?

Image

Image
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Við elskum myndir!
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég verð að segja gefa þér rós í hnappagatið fyrir þessar myndir hjá þér. þetta eru rosalega fínar myndir hjá þér og einnig óska ég þér til hamingju með nýju myndavélina! - Hvað kostaði hún annars og hvar keyptirðu hana?

PS. ég ætla nú samt ekki að vera með myndavélapælingar á þessum þráð, vildi bara forvitnast!
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Takk fyrir hrósið.
Myndavélinn var keypt fyrir mig í USA og kostaði um 400 USD

Ég setti líka upp þráð um hana
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1908
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Þá er kominn tími á smá update..

Ég er búinn að týna einum Borleyi :!: :shock:
Hann hefur sennilega ekki höndlað jólastressið og ákveðið að láta sig hverfa, og það tókst hjá honum því það hefur ekkert til hans spurt síðan fyrir jól.

Þá á ég bara tvo svoleiðis eftir, set nýja mynd af öðrum.
Image

Og "Herra yfirvaraskegg" ákvað aðeins að monta sig.
Image

En svo er það þessi hér....
Image

Það er búið að vera einhvað vesen með hann, eins og sést á myndinni þá eru einhver sár á honum. Þetta kom fyrir um daginn líka og þá saltaði ég og hækkaði hita og hann lagaðist, en nú er þetta komið aftur. Svo í morgun þá er sárið aftan á honum orðið ljótt.

Image

Það sér ekkert á neinum öðrum fiskum svo er þetta kannski bara eftir slagsmál þar sem hann er nú sá stæsti í búrinu? Hvað haldið þið :?:

Eitt að lokum. PH er of lágt hjá mér, þegar ég mæli vatnið með Tetra test þá breytist liturinn ekkert á PH skalanum þannig það er ca 6.4.
Ég setti nokkrar skeljar í búrið en það hefur ekki hækkað, þarf örugglega bara fleiri.

Svo spurningin er... þarf ég eitthvað að vera að eltast við þetta? Hefur það einhver áhrif á fiskana :?:
Last edited by Höddi on 30 Dec 2007, 14:56, edited 1 time in total.
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi ekki hafa stórar áhyggjur af pH ef fiskarnir haga sér eðlilega og litirnir í þeim eru góðir. Tetra testin eru líka ekki nógu góð til að mæla ph nákvæmlega. Ef skeljarnar duga ekki þá getur þú prófað að hræra smá matarsóda út í vatn og hella í búrið, byrjað td. á sléttfullri teskeið og mælt svo.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Afsakið heimskulega spurningu :oops:

En nú var ég að hella matarsóta í búrið sem ég var búin að hræra upp í vatnsglasi, þarf ég þá ekki að gera það alltaf eftir vatnaskipti til að viðhalda PH svo háu?
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jú. :) Ég mundi samt bara gera það daginn eftir því pH gildi kranavatnsins er hærra 1. sólarhringinn.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Nokkrar nýjar myndir fyrir ykkur :D


Kannski ekki besta myndin, en þeir stilltu sér bara svona upp fyrir mig í röð!
Image


Image


Image

Þessi er í smá upáhaldi hjá mér núna
Image

Meira seinna :P
ZX-6RR
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

´flottar myndir hjá þér :D og hann er alveg magnaður þessi á síðustu myndinni! rosa flottur...
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég kom við í Fiskabúr.is í dag (eins og svo margir aðrir, brjálaða að gera) og keypti nýjar perur í búrið, filter í dæluna, kvuðunga og svo einn ungann Johanni.
Perurnar heita Sun glo og Flora glo og er birtan allt önnur núna og komið tækifæri til að reyna meira með lifandi gróður.

Hér er mynd af nýliðanum
Image

Hann vekur smá forvitni hjá hinum og virðist vera frekar hræddur við þá, hangir mikið uppi í öðru hvoru horninu. Það er aðalega Yellow lab sem er að angra hann sem kom mér á óvart þar sem þeir hafa verið svo rólegir hjá mér. En hinn Johanni minnir hann á sig þegar hann sér hann, enda mikill stærðarmunur á þeim.

Hér eru hinir aðeins að skoða hann
Image

svo ein í lokinn af stóra Johanni
Image
ZX-6RR
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

Váá flott búr og flottir fiskar :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hvað heitir þessi ljósblái á næst efstu myndinni ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

pípó wrote:Hvað heitir þessi ljósblái á næst efstu myndinni ?
Ef þú átt við þennan, þá heitir hann Sokolofi.
Image

Það eru örugglega einhverjir hér á spjallinu sem vita meira um hann :D
ZX-6RR
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Áttu nokkuð eina svona kellu fyrir mig :)
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Því miður viljum við ekki gera það, annars þekki ég kynin ekki í sundur svo ég veit ekki hvort ég er með kellu. En ef ég verð svo heppin að það komi einhver seiði frá þeim þá læt ég þig vita. :wink:
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég kíkti til Atla í dag og fékk hjá honum 2stk. flavus og smá gróður líka.

Það er allt annað að sjá búrið með svona gróður, ég er mjög ánægður með þetta. 8)

Image
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er flott, snyrtilegt.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Virkilega snyrtilegt :wink:
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég er búin að reyna að ná almennilegri mynd af Flavus en það gengur ekkert of vel. Hann er á svo mikilli hreyfingu, en hér er ein (ekkert rosa góð samt)
Hann er alveg gull fallegur þessi minnir mig á býflugu.
Litirnir í honum eru aðeins bjartari en myndin sýnir.

Image
ZX-6RR
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég fór í Fiskabúr.is í gær og keypti 110L búr, og eina litla ryksugu (decarus) til að hafa í því (eigum síðan eftir að kaupa meira í búrið).... en allavega ég setti ryksuguna í lítið seiðabúr (svona fljótandi) ofaní 400 lítra búrið á meðan ég var að þrífa hitt og setja það upp. Svo þegar ég vakna í dag og fer að kíkja á þetta þá hefur litla kvikindið komist uppúr seiðabúrinu og er semsagt komið ofaní stóra. :evil: Ég næ kvikindinu ekkert upp nema rústa búrinu mínu sem ég ætla ekki að gera, þannig nú þarf ég að kaupa annan í litla búrið. :x
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha ha.
Hvað á svo að setja í litla búrið ?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Kristel ætlar að sjá um litla búrið og hún vill fá Demantssíklíður í það helst par
ZX-6RR
Post Reply