Hugmyndir

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Hugmyndir

Post by Gunnsa »

Ég er með 160L búr sem núna er aðallega gotfiska búr. En þannig er að mig langar svolítið að skipta um eða fá mér eitthvað fleira. Eitthvað annað er gotfiska. Einhverja sikliður, jafnvel skipta alveg útí sikliður. Getur einhver komið með einhverjar sniðugar hugmyndir að fiskum sem passa vel í 160L, með karakter og litagleði í huga (ekki væri heldur verra ef það væru fiskar sem auðvelt að fá til að hrygna og svona) :)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

amerískar dvergsíkliður. byrjaðu á apistogramma.com og sjáðu hvað þér líst vel á þar síðan bara að spyrja
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

mínar hugmyndir:
1. Convict par, Blue Arca par og nokrir skallar.
2. 2 kk og 3 kvk Kingsizei, 2kk og 3 kvk yellow lab, 2 kk og 3 kvk Maingano.
3. Stóran hóp af neon eða cardinal tetrum.


Svo myndi ég hafa allavega 1 ryksugufisk til að hreinsa upp eftir hina :D

gangi þér vel með valið
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Regnbogafiskar og flottan gróður!
Rosalega litfagrir, mikið úr að velja, passlega stórir, duglegir að hrygna...

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... fiskar.htm

googlaðu rainbow fish og skoðaðu myndir af þeim
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

naggur wrote:amerískar dvergsíkliður. byrjaðu á apistogramma.com og sjáðu hvað þér líst vel á þar síðan bara að spyrja
Mér lýst rosalega vel á dversíkliðurnar. Með hvaða fjölda mælið þið í mitt búr? það er 100x60x60 (held ég)
Premium
Posts: 123
Joined: 14 Jan 2008, 16:54
Location: Hveragerði

Post by Premium »

Gunnsa wrote:
naggur wrote:amerískar dvergsíkliður. byrjaðu á apistogramma.com og sjáðu hvað þér líst vel á þar síðan bara að spyrja
Mér lýst rosalega vel á dversíkliðurnar. Með hvaða fjölda mælið þið í mitt búr? það er 100x60x60 (held ég)
Ég var sjálfur að fá mér 125l búr. Mig hafði alltaf langað í dvergsíklíður og lét vaða. Ég fékk mér Ramirezi (Blue ram) en þær hegðuðu sér undarlega svo að ég skilaði þeim og fékk mér par af Apistogramma Agassizii dvergsíklíðum. Ég er búinn að hafa þær síðan í gær og fyrstu kynni eru skemmtileg, hrygnan er strax farin að sýna mökunartilburði og það er bara yfir höfuð gaman að fylgjast með þessum gullfallegu, rólyndis fiskum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:mínar hugmyndir:
1. Convict par, Blue Arca par og nokrir skallar.
Convict og skallar henta ekki vel saman. Skallarnir verða alltaf teknir í gegn á endanum, sérstaklega þegar convictarnir hrygna.
Gunnsa wrote:
naggur wrote:amerískar dvergsíkliður. byrjaðu á apistogramma.com og sjáðu hvað þér líst vel á þar síðan bara að spyrja
Mér lýst rosalega vel á dversíkliðurnar. Með hvaða fjölda mælið þið í mitt búr? það er 100x60x60 (held ég)
Fer eftir tegund, en það ætti alveg að vera í lagi að vera með t.d. 3 pör af apistogrömmum og svo einhverja hrúgu af einhverjum fallegum tetrum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ef allt gengur upp þá er ég að fá mér ap. borelli "opal" og einhverja hrúgu af neon tetrum í 75l búr en það er ekki hlaupið að því fyrir mig þar sem ég fluttu út á land í augnablikinu
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Síkliðan wrote:mínar hugmyndir:
1. Convict par, Blue Arca par og nokrir skallar.
2. 2 kk og 3 kvk Kingsizei, 2kk og 3 kvk yellow lab, 2 kk og 3 kvk Maingano.
3. Stóran hóp af neon eða cardinal tetrum.


Svo myndi ég hafa allavega 1 ryksugufisk til að hreinsa upp eftir hina :D

gangi þér vel með valið
Ég á afrískar siklíður handa þér sem ég þarf að losna við, ef þú hefur áhuga á þessum fiskum.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=2381
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég er að spá í að fá mér dvergsíkliður
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er með fullvaxna Skalla og lítið hrygnandi convict par
svo hrygndu líka Blue Arca fyrir mánuði :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Það er ekki einn tættur skalli (þeir passa sig bara að fara ekki inná yfirráða svæði þeirra sem er lítið)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Síkliðan wrote:Það er ekki einn tættur skalli (þeir passa sig bara að fara ekki inná yfirráða svæði þeirra sem er lítið)
Hvernig heldur þú að þetta verði þegar convictarnir verða stærri ef skalarnir eru nú þegar reknir í burtu ?
Vinsamlega ekki vera að gefa svona ráðleggingar. Enginn fiskamaður með reynslu mælir með convict pari og skölum saman í búr.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

sorry ég er nýr í ameríkönunum :oops: .
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Post by EymarE »

Einhver hérna sagði: 2 kk og 3 kvk Kingsizei, 2kk og 3 kvk yellow lab, 2 kk og 3 kvk Maingano.

Er eitthvða vit í þessu?
Eymar Eyjólfsson
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

hjá mér var það allavega t.d. hrygndu kingsizei kallarnir með sitthvorri kerlingunni og svo einn með hinni :D

Svona var þetta líka nokkurnvegin með hina líka.

það er auðveldast að láta Malawi hrygna þegar það eru nokkrir fiskar og mér finnst þetta fín tala að hafa 15 afríkana í 160 og fækka bara smám saman þegar fiskarnir stækka :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply