***Búrin mín - BRYNJA ***

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
María
Posts: 92
Joined: 27 Jun 2007, 12:09
Location: Hafnarfjörður

Post by María »

Gudmundur wrote:nú nú bara bótía í kaupbæti hehe
annar sem fékk 125 ltr búr á sama tíma
setti það upp hreinsaði sandinn og setti fiska í hringdi hálf undrandi áðan og sagði að það væri 60 cm áll í búrinu sínu
litla greyið ( 60 cm ) hafði náð að fela sig trúlegast í dælunni og kom svo allt í einu upp og horfði ánægður á hóp af tetrum og litlum smáfiskum og var byrjaður á hlaðborðinu þegar eigandinn sá hann og veiddi uppúr
þannig að þú fékst bara titt miðað við hinn
Þess má geta að þessi maður er vinur pabba fönnsu sem er hér á spjallinu :)

Og til hamingju með nýja búrið Brynja
María
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

haha, guð allgjör heppni að þetta er vinur pabba bestu vinkonu okkar Maríu,´ég og maría fengum sjokk skoo þegar hann sagði okkur söguna áðan :?

en annars congratz Brynja :D
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Takk takk stelpur.. :D


Ég er með tvær spurningar...


-Hvenær ég á að byrja á reglulegum vatsskiptum í nýja búrinu?

fer ég strax út í sömu rútínu eins og með hitt gamla? 1x í viku um 50%

125L búrið var eins og áður hefur komið fram notað(úr Fiskabúr.is).
Við þrifum ekki dæluna með "góðu köllunum" í nema hvítu fílterana, við þrifum sandinn sem við græddum bótíu á, og svo náttla fór alveg 100% hreint vatn í búrið..

Á ég strax að byrja á að skipta út vatni næsta miðvikudag eða á ég að gefa búrinu lengri aðlögunartíma?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brynja wrote:Takk takk stelpur.. :D


Ég er með tvær spurningar...


-Hvenær ég á að byrja á reglulegum vatsskiptum í nýja búrinu?

fer ég strax út í sömu rútínu eins og með hitt gamla? 1x í viku um 50%

125L búrið var eins og áður hefur komið fram notað(úr Fiskabúr.is).
Við þrifum ekki dæluna með "góðu köllunum" í nema hvítu fílterana, við þrifum sandinn sem við græddum bótíu á, og svo náttla fór alveg 100% hreint vatn í búrið..

Á ég strax að byrja á að skipta út vatni næsta miðvikudag eða á ég að gefa búrinu lengri aðlögunartíma?

Byrja að skipta strax. Með nýuppsett búr þarf maður venjulega að skipta oftar en þegar búrið hefur verið uppsett í einhvern tíma.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Guðmundur veistu nokkuð hvað a tegund þessi áll er er þetta kannski bara ropefish :D .[/quote]
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi áll er íslenskur áll. Hann er núna í fiskabur.is með Clarias í andyrinu.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Þessu tókum við óvænt eftir í gær í 400L búrinu.. :D
hrygning númer 2 hjá þeim :wub:

Image

Image

Image

mikið stærri hópur heldur en í fyrsta kasti... gaman að sjá hvað verður úr þessu. Mig langar bara mest að koma parinu í nýja búrið.. en það er ekki hægt eins og er.

Takið eftir hvað mamman hefur náð sér vel, reyndar sést ekki í augað sem var skaddað.. en það er alveg orðið gott
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er aldeilis fjöldi :P ég er enn að bíða spenntur eftir að eitthvað gerist hjá mínum convict
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Hvað ertu búin að eiga þau lengi Andri :?:
Það tók min svolítinn tíma að koma sér í gang.. voru samt alltaf að æfa sig að passa sitt svæði og svona þó að það væru engin hrogn..
Svo breitti ég uppröðuninni í búrinu og bjó til hellasvæði og þar fundu þau sér nýjan stað og hafa ekki stoppað síðan...

Reyndar hefur líka gengið betur eftir að humrarnir fóru, ég er líka að spá í að fjarlægta Synodontusinn, hann gerir atlögur að þeim og ég held að hann ná sér í nokkru seiði í hvert sinn.. hann er aðeins of snöggur fyrir þau til að verjast. :?

Reyni pottþétt að taka hann upp úr í dag og setja hann í litla búrið.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

bara um 10daga :) tvö lítil 'pör' í 50L búri.
þetta kemur, annars var ég að skipta um möl hjá þeim í fyrrdag og bæta við gróðri en þau geta farið að koma sér fyrir núna.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Andri Pogo wrote:bara um 10daga :) tvö lítil 'pör' í 50L búri.
þetta kemur, annars var ég að skipta um möl hjá þeim í fyrrdag og bæta við gróðri en þau geta farið að koma sér fyrir núna.
Spennandi, hlakka til að fylgjast með þeim hjá þér... þetta eru svo yndislegir fiskar!

Ég er búin að eiga mín síðan í ca. 26.nóvember.
Fyrsta hrigningin var 19.des
Önnur hrigning var örugglega um 10-15.jan..Veit það samt ekki alveg, hvað haldið þig sérfræðingar... sáum seiðin í fyrsta sinn í gær.. syndandi með mömmu sín og pabba sín...
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með 2 pör og þau hafa hrygnt nánast stanslaust í 1 ár, enda vaxa þeir nánast ekki neitt.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ásta wrote:Ég er með 2 pör og þau hafa hrygnt nánast stanslaust í 1 ár, enda vaxa þeir nánast ekki neitt.
Hvað hafa komist á "legg" mörg seiði? Þurfa þau ekki að vera ein i búri til að seiðin nái að stækka?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hef aldrei tekið neitt seiði frá enda hefur ekkert komist á legg.
Ég gæti trúað að það hafi komið á bilinu 1000-1500 seiði á þessum tíma.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ok.. þá geri ég mér engar vonir fyrr en ég kem þeim í sér búr... annars er alveg nóg að eiga 6 Convicta í 2 búrum.. þarf svosem ekkert fleiri.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brynja wrote:ok.. þá geri ég mér engar vonir fyrr en ég kem þeim í sér búr... annars er alveg nóg að eiga 6 Convicta í 2 búrum.. þarf svosem ekkert fleiri.
Það lifa alltaf 3-4 seiði úr hverri hrygningu hjá mér... Sem er fjandans nóg :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

myndband af Gibbanum mínum og félögum.

Hann heldur nefnilega að hann sé síkliða :lol: sjáiði bara...


http://www.youtube.com/watch?v=miIZ0EGsdxU

Takk fyrir ábendinguna Andri.
Last edited by Brynja on 21 Jan 2008, 22:53, edited 2 times in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

að gera svona Embed video virðist ekki virka hérna á spjallinu, ég hef nokkrum sinnum reynt það.
Í Preview virkar það en þegar maður póstar svo þá virkar ekki.
:?

þú verður þá bara að koma með linkinn
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

hérna er svo annað myndband af búrinu.. það er 3.26 mínútur.

Ekki hafa hljóðið á.. við klikkuðum á að lækka í sjónvarpinu. :P :oops: svo að það er bara leiðindar kliður.

Svona sést betur hvernig búrið er..

http://www.youtube.com/watch?v=p1zkKlbp6zk
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

fyndið, ég hef aldrei séð gibba svona syndandi. Mínir liggja bara í leti.

en þú lést svo sömu linkana í báða póstana :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Andri Pogo wrote:fyndið, ég hef aldrei séð gibba svona syndandi. Mínir liggja bara í leti.

en þú lést svo sömu linkana í báða póstana :)
haha ég er svo mikið nörd... laga þetta, takk enn og aftur Andri minn :)
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

búin að laga þetta.. setti styttra myndbandið í efra svarið.

Já gibbinn er alveg rosalega skemmtilegur.. hann er rosalega mikið svona syndandi eins og síkliða.

Ég er að reyna að fá hann til að borða úr hendinni á mér, láta hann koma upp og sækja mat.
Mér skal takast það :!:

Pleggar eru feimnari en Gibbarnir.
Ertu viss um að þú sért með Gibba? :oops:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

neinei ég er með 4 plegga, bara las eitt og hugsaði annað :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

híhíhí.. :wink:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Update frá búrunum okkar tveim.

Það er loksins komið að talningunni sem ég lofaði þegar ég startaði litla búrinu.

Í dag eru þetta íbúar 400 lítra búrsins

Síkliðurnar:
1 hvítur Convict kk + 1 röndótt Convict kvk
Þau eru mjög virk í hrigningum og eru með lítinn hóp seiða núna.
4 Oscar
2 Geophagus brasiliensis / Brassi,
1 Jack Dempsey,
2 Temporalis / súkkulaði síkliður
2 Red Terror
1 Salvini
1 Nigaraguense

Svo hinir fiskarnir:
1 synodontus,
1 Gibbi,
1 Ancistra


125 lítrarnir:
í þvi eru minni amerískar síkliður sem bíða
þess að geta farið í stóra búrið

2 Convict pör í sitthvorum litnum, röndótta parið er byrjað að
æfa sig í hrygningum en engin seiði sjást enn,
2 Severum
3 Nigaraguense
1 Jack Dempsey
3 Herotilapia multispinosa / regnbogasíkliður

Svo eru tvær vinnukonur
1 Botia og 1 Ancistra

Ég læt fylgja "smá" myndaflóð..
mér sjálfri finnst svo gaman að skoða myndir hjá öðrum :D


Convictseiðin stækka og dafna... reyndar fá eftir.
Image
Image

Þessi er nýr í 400L / Salvini, hann er margfalt minni en hinar síkliðurnar
en hann lætur ekki traðka á sér og smakka á sér,
rosalega fyndinn og ákveðinn litill kall.
Image

Hérna er laumuBótían..
Image

Herotilapia multispinosa / regnbogasíkliður í 125L
Image
Image

Nigaraguense í 400L hefur aldeilis stækkað og tekið liti...
Fyrir
Image
Eftir ( sorry kjánalega glampan í búrinu )
Image
Svo er þetta einn af litlu í 125L ( svolítið dökk mynd )
Image

Súkkulaðin mín :)
Image
Image


Severum hefur líka stækkað vel..
Fyrir
Image

Eftir
Image

Læt þetta duga í bili.. :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Flott hjá ykkur stúlka.
Hvað er langt á milli myndanna á severum?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

takk Ásta mín :D
Fyrri myndin var tekin um mánaðarmótin nóv-des og nýja myndin tekin í gær. Sem sagt hann hefur stækkað svona á rétt rúmum 2 mánuðum.
úr ca. 2.5cm upp í ca.7cm (erfitt að mæla þessa gæja)

Ofsalega fallegir fiskar, langar í svoleiðis gula, þeir eru til í búiðinni á Dalveginum í Kópavogi... F***ó :wink:

Það er líka verst að núna langar mig í annað 400L.. sé alveg fyrir mér hvað mig langar í það...
Þetta er eins og fíkn þetta fiskahobbý. :lol:
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

svona verða þessir gulu/gull.. severum

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er fullt af skemmtilegum fiskum í Fiskó, ég var þar áðan og keypti reyndar ekki nema 5 kardinála í þetta sinn en það eru nokkrir þarna í dýarari kantinum sem mig langar í.

*Edit* Var að kíkja í búrið þar sem kardinálarnir fóru í og þeir eru horfnir! Allir 5 með tölu :grumpy: Það eru 3 litlir skallar í búrinu og 1 miðlungslítill gúrami og hef ég þá grunaða um fjöldamorð. Fiskarnir voru skelfilega litlir. Þarna fór 2000 kall fyrir lítið :?
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Andsk.. :evil: ! svekkjandi þegar svona gerist!

Við lenntum í svona einu sinni og grétum sárt.
Pönntuðum helling af Corydoras hjá Trítlu einu sinni man ekki hvort það voru 10 eða 15.. eða meira.. það var allavega heill hellingur. Okkur langaði svo í torfu af þeim.
Þetta kostaði nokkuð marga þúsundkalla, en þeir voru allir étnir mjög fljótt. Ekki einn lifði. :(
Þá vorum við með einhverjar terrorista-síkliður sem okkur grunaði ekki að gæti étið þá.. en maður lærir af þessu, bara svolítið dýr lærdómur.

Það er margt flott þarna í Fiskó, en við erum orðin vel sett af fiskum eins og er. þyrftum að kaupa annað búr ef við ættum að bæta við.

Mig reyndar dauðlangar í svona glersugu eins og þú átt, með klofinn sporð. Einn flottasti fiskur sem ég hef séð. :P
Post Reply