Malaví mbunur, gúbbí og valnisera til sölu [Uppfært 23.01]

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Malaví mbunur, gúbbí og valnisera til sölu [Uppfært 23.01]

Post by Atli »

Jæjja þá er kominn tími á mig að losa mig við það sem ég er búinn að vera leika mér með sl. ár; Malaví siklíðurnar mínar og gúbbí fiskana. Þetta er slatti af fiskum og vill ég endilega selja þetta í magni ef möguleiki er!

Þetta er eftirfarandi (án mynda)
- Allt eru þetta fullvaxta fiskar eða svona rétt svo, nema annað sé tekið fram. Stykkið fer á 500kr. en ef að allt er keypt í einu skoða ég öll tilboð!

1x Johanni hængur og 21x ungfiskar (ca. 2.5 - 3.5 cm) (cirka helmingur verður líklega kk af þeim, sé það samt ekki allveg strax en það vottar smá af litamun.
2x Kingsizei hængar og 1x hrygna [SELT]
1x Cynotilapia afra "Hai Reef" hrygna [SELT]
4x Labidochromis caeruleus "Yellow Lab" [SELT]
3x Melanochromis cyaneorhabdos "Maingano" stórir fullvaxta [SELT]
5x Melanochromis cyaneorhabdos "Maingano" "hálf"vaxnir [SELT]
1x Aulonocara hueseri (4.5-5 cm, líklegast hrygna) [SELT]
3x Pseudotropheus flavus (1x par og 1x ungfiskur) [SELT]

ég á svo mikið orðið af gúppí og svo mikið af gotum hafa verið að koma í búrið að undanförnu að ég er að hugsa um að selja gúbbana fyrir einhvern slikk(þetta eru mjög litskrúðugir gúbbar og líklegast nokkrir "endlers guppy") annars veit ég ekki allveg með magn en ég get sagt ca. 15 fullvaxta fiskar og ca. 20-25 seiði. - Sjón er söguríkari og ég veit að ég verð eitthvað gjafmildur á verðið á þeim! - [SELT]

Svo er ég með 2 ankistrur, brúsknebba(7-8 cm) og kellu (6-7 cm) [SELT]
1x 16cm Plegga Hættur við sölu
1x 28cm Gibba (sjá mynd) - Vinsamlegast gerið tilboð í þennan "demant"! Hættur við sölu
Image
Ljósmynd: Vargur®, 2007

Einnig er ég með nokkrar rætur af 50cm+ valniseru til sölu! [SELT]

PS. ég vill heyra einhver tilboð! - vantar samt að lostna við þetta sem fyrst. Er í síma 616-7332 frá 12 í hádeginu til 23:00 á kvöldin. Eða sendið einkaskilaboð! ég svara einnig fyrirspurnum hér!
Last edited by Atli on 23 Jan 2008, 23:28, edited 13 times in total.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

ég á svo mikið orðið af gúppí og svo mikið af gotum hafa verið að koma í búrið að undanförnu
Gaman að heyra að þetta hefur farið að ganga betur Atli, ég man hvað þetta gekk brösuglega hjá þér í byrjun.

Ertu að fara að skipta um sortir eða bara að minnka við þig?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað viltu láta gúbbana á marga þúsundkalla? :) sendu mér pm
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ég býð 1000 kall (vongóður) :oops:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ásta: Hugmyndinn er að selja allt sem ég á! Fiskabúrinn líka... ég ætla bara að reyna að selja lífverurnar mínar áður en ég losa um búrinn! - Ég var að skoða í Dýragarðinum í gær og ég ætla að fá mér 1 stórt búr í staðinn og er alls ekki ólíklegt að ég fari aðeins í saltið, bara svona til að prufa! - En ég hætti aldrei í ferska vatninu!

Ath! Söluþráður um búrinn mín kemur mjög fljótlega og líklegast í næstu viku! En svona til að láta vita af mér þá eru þetta Juwel búr (Rio 400l - Rio 125l - Rekord 70) öll búrinn eru með stand/skáp í stíl.

Ég hef ákveðið að selja gúbbana mína á 2500 krónur, og ekkert minna.

Það gleymdist að skrifa um stærðina á ankisturinum. Brúskurinn er aðeins stærri en kellan ca. 7-8cm og kellan er 6-7 cm
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nú spyr forvitni ég :) ertu að hætta eða breyta um búr?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ljótt að heyra. :?
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Andri Pogo wrote:nú spyr forvitni ég :) ertu að hætta eða breyta um búr?
Ég er að hugsa mér að stækka við mig og fækka búrum. - Ég er búinn að vera með það sama í stóra búrinu mínu (afrískar siklíður) og mig er bara farið að langa í eitthvað annað.
Aquastabil búrinn eru að heilla mig svolítið þessa dagana en ég veit ekki fullkomlega hvað koma skal.
Vargur wrote:Ljótt að heyra. :?
Já ég er allveg sammála þér... maður hugsar stíft hvort maður sé að gera rétt eða rangt :shock: :o
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Maður er alltaf að gera rétt með að fá sér stærra búr :)

Svo er bara spurning hvort það sé ekki hægt að halda hinum búrunum líka bara :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

ég skal taka gubbana :)
nennuru að senda mér myndir af þeim ef þú getur :D
sendu mér pm
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég er líka til í að skipta afrísku siklíðunum á amerískum siklíðum. Óskar, Jack Dempsey og nigaraguence eru í uppáhaldi eins og er. Einnig til í að skoða aðra fiska!
Last edited by Atli on 15 Jan 2008, 00:06, edited 1 time in total.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Nú er um að gera að ná sér í siklíður fyrir lítinn pening eða / og gúbbí.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Ég er búinn að setja inn verðin á siklíðum en ég ákvað að selja stykkið á 500 kr. en það er hægt að semja við mig ef að restinn verður keypt í einum pakka.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

[upp]
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

hæhæ ég ætla bara að þakka fyrir gubbana :D
Takk Takk :wink:
Post Reply