Sporða áta
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Sporða áta
Er það allveg eðlilegt að búrið verði dökk grænt eftir að maður setur meðalið útí.
Er það bara einn fiskur, er hann ekki bara tættur eftir bögg frá hinum ?
Sporðáta er bakteríu sjúkdómur sem kemur helst ef fiskarnir eru í slæmum aðstæðum. Því miður ruglar fólk honum oft við bara venjulegt bögg en verslanir selja mönnum glaðar lyf sem það hefur ekkert við að gera og drepur eða styttir líf fiskana til muna.
Sporðáta er bakteríu sjúkdómur sem kemur helst ef fiskarnir eru í slæmum aðstæðum. Því miður ruglar fólk honum oft við bara venjulegt bögg en verslanir selja mönnum glaðar lyf sem það hefur ekkert við að gera og drepur eða styttir líf fiskana til muna.
-
- Posts: 143
- Joined: 11 Dec 2006, 16:29
- Location: Dýragarðurinn
Get nú alveg fullvissað þig um að fiskurinn var ekki með sporðátu þegar þú fékkst hann þar sem þú fékkst fleiri fiska af sömutegund og eru þeir allir ok.
Einnig áður en ég seldi honum lyfið í dag þá spurði ég hvaða fiska hann væri með og hvort það væri eitthvað bögg í gangi. Einnig bað ég eigandan um að koma með vatnsprufu svo ég gæti mælt hjá honum vatnið, hann átti ekki mælisett til að mæla nítrit og nitrat.
Einnig kom hann með þá uppástungu að setja hann í sér búr og lyfja hann þar en þá átti hann bara gotbúr til að setja hann í. Sú hugmynd var einnig viðruð af eigandanum að hann myndi bara sturta honum niður en hann ákvað að kaupa frekar lyfið.
Einnig bað ég eigandan um að koma með vatnsprufu svo ég gæti mælt hjá honum vatnið, hann átti ekki mælisett til að mæla nítrit og nitrat.
Verð nú að mótmæla þeirri staðhæfingu hjá þér að búðir selji bara lyf til þess eins að græða á fólki. Fólk þarf stundum lyf við sjúkdómum. Held frekar að það sé hagur búðanna að selja fólki heilbrigða fiska og fræða það um hvernig best er að umgangast hverja tegund og hvernig almennt viðhald á fiskabúri er.
Því að staðreyndin er sú að því betur sem gengur hjá fólki því áfjáðar verður það í að fá sér fleiri búr eða stærri búr sem á endanum skilar sér betur til búðarinnar. Sú hugsun að selja bara til að selja á ekki við í gæludýraverslunum.
Einnig áður en ég seldi honum lyfið í dag þá spurði ég hvaða fiska hann væri með og hvort það væri eitthvað bögg í gangi. Einnig bað ég eigandan um að koma með vatnsprufu svo ég gæti mælt hjá honum vatnið, hann átti ekki mælisett til að mæla nítrit og nitrat.
Einnig kom hann með þá uppástungu að setja hann í sér búr og lyfja hann þar en þá átti hann bara gotbúr til að setja hann í. Sú hugmynd var einnig viðruð af eigandanum að hann myndi bara sturta honum niður en hann ákvað að kaupa frekar lyfið.
Einnig bað ég eigandan um að koma með vatnsprufu svo ég gæti mælt hjá honum vatnið, hann átti ekki mælisett til að mæla nítrit og nitrat.
Verð nú að mótmæla þeirri staðhæfingu hjá þér að búðir selji bara lyf til þess eins að græða á fólki. Fólk þarf stundum lyf við sjúkdómum. Held frekar að það sé hagur búðanna að selja fólki heilbrigða fiska og fræða það um hvernig best er að umgangast hverja tegund og hvernig almennt viðhald á fiskabúri er.
Því að staðreyndin er sú að því betur sem gengur hjá fólki því áfjáðar verður það í að fá sér fleiri búr eða stærri búr sem á endanum skilar sér betur til búðarinnar. Sú hugsun að selja bara til að selja á ekki við í gæludýraverslunum.
Ég hefði kannski átt að orða þetta betur, auðvita eru ekki allar verslanir sem einungis hugsa um að selja fólki bara einhvern óþarfa. Hins vegar er staðreyndin sú að sumar þeirra eru með nánæst óhæft starfsfólk í afgreiðslu og oftar en ekki getur það ekkert ráðlagt kúnnanum eitt eða neitt og lausnin á öllum vandamálum virðist vera í flösku.
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Ég keypti mér kribbapar, það var þvílíkt bögg í gangi sem ég sá reyndar. Sporðurinn var fyrst allur tættur á kerlu, svo nokkrum dögum síðar var líka sporðurinn farinn af henni hjá mér, en eg er ekki með sporðátu vandamál hjá mér, getur verið að þú hafir ekki séð böggið eða þa hafi verið framkvæmt í skjóli nætur?duddi wrote:fékk sex svona fiska og uggin var eitthvað tættur og svo nokkrum dögum síðar var sporðurinn farinn af.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr