Bardagafiskur lendir í einelti!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Bardagafiskur lendir í einelti!

Post by Höddi »

Við settum upp 110L búr um helgina sem við keyptum í Fiskabúr.is og ákváðum að setja bardagafiskin okkar í það þar sem við vorum ekki búin að kaupa neina fiska. Fórum svo áðan og keyptum demantasíklíður kk og kvk og settum í búrið og ætluðum að sjá hvort bardagafiskurinn fengi að vera í friði. En það gekk aldeilis ekki upp og það sem verra er að við gleymdum líka að fylgjast með honum :oops: . Mér var svo litið í búrið áðan og þá var búið að éta allt utan af honum :shock: alveg gjörsamlega búið að strípa greyið, svo ég setti hann aftur í kúluna þar sem hann liggur bara á hlið ef hann hreyfir sig ekki.

Og hvað getum við lært af þessu?
Jú ekki gleyma að fylgjast með ef þið eruð ekki viss(eins og ég gerði)
ZX-6RR
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Æjæj, þetta er ekki góð blanda.
Vonandi vex hann aftur.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Vex þetta yfirleitt ekki aftur? Eða þarf ég að gera eitthvað fyrir hann?
ZX-6RR
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

bardagafiskur, lokabardagi

Post by Bruni »

Höddi, svona gerum við ekki, þetta er aulaháttur, hann verður aldrei samur, meiri líkur á að fiskurinn drepist af þessum völdum. Syngdu sálm yfir honum ef þér þótti vænt um hann. Skilaðu svo demantasichliðuótuktunum, þær verða alltaf til leiðinda og fáðu þér friðsamari fiska. :wink:
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ef ég fer nú að syngja sálma þá fyrst drepst hann örugglega :lol:
Þá ákveður hann upp á sitt einsdæmi að enda líf sitt
ZX-6RR
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

bardagafiskur ei meir

Post by Bruni »

Reyndu við háa C-ið, þá tekur þetta fljótt af. Hann kvelst allavega ekki lengur eftir það. Skilaðu svo föntunum aftur. Í guðs bænum ekki versla convict eða clarias (WC). Þú endar líka á að skila þannig rusli. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Demantasichliður ofl. hafa aldrei skilið það. :wink:
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Það er nauðsynlegt þegar fólk fer að kaupa fiska að það lýsi fyrir afgreiðslumanni hversu stórt búrið er og hvaða fiskar eru í búrinu
enginn með viti selur demantasíkliður með bardagafisk
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Við áttum nú bardagafiskinn fyrir, Þetta hefði ekkert verið vandamál ef ég hefði bara verið að fylgjast með. :oops:

Annars verða Demantasíklíðurnar bara einar í búrinu.
ZX-6RR
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

æi þetta var kjánaskapur hjá þér!

þér að segja þá skaltu farga bardagafikinum, skila demantinum og byrja upp á nýtt. ég lenti í þessu þegar ég var með brikka par og ankistru eða var það pleggi man það ekki. brikkin domeraði búrið og lét sugun ekki í friði þannig að ég losaði mig við villidýrin (takk fyrir mig gummi :-) ) og sugan fór úr 2.5 cm upp í 15 cm á no time enda mun friðsamari fiskar sem ég fékk mér.

ég er búin að vera með helling af bardagafiskum og á hugsanlega eftir að vera með helling seinna meir en aldrei með síkliðum
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Af hverju eruð þið að segja honum að skila demantsikliðunum ? :?
Þær voru væntanlega keyptar í þetta búr.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Óþarfi að skila demöntunum, það þarf bara að finna aðra fiska með þeim

Ef þú hefðir spurt hér þá hefðirðu fengið svar undir eins að demantasíkliður ganga aldrei með bardagafisk. Óþarfi svosem að núa því þér um nasir, en svona eru flestar síkliður bara, þær ganga ekki með hægfara fiskum, sérstaklega ekki ef þeir eru með girnilegt slör.

Uggarnir vaxa aldrei allir á bardagafiskinn eftir. Hann á í mesta lagi eftir að fá einhverja stubba sem hann getur haldið sér á floti með.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Þetta ber mann aftur að spurningunni: Hvernig á að aflífa fiska á "mannúðlegan" hátt?

Ekki sturta niður klósettið lifandi fiskum amk. Þeir eru ábyggilega lengi að þjást og drepast í klóakinu.

Frysta segja sumir. Aðrir segja fylla þá með alkahóli í vatninu. Afhausa þá?

Leit í google sýnir að margir nota deyfilyf. Veit ekki hvort áhugafólk hefur aðgang að því.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég tek alveg undir með ykkur að þetta var aulaskapur í mér :P

Og það var heldur aldrei ætlunin að hafa þá saman, eins og ég sagði í fyrsta póstinum þá settum við bardagafiskinn (sem við erum búin að eiga lengi) í búrið bara afþví að það var tómt. Svo þegar við komum heim með demantasíklíðurnar og settum þær í búrið þá ákvað ég að prófa að hafa þá saman, ég var ekkert sérstaklega vongóður um að það myndi ganga en ákvað að prófa og ætlaði bara að fylgjast með þeim. En í stað þess að fylgjast með þá gleymdi ég mér við að lesa Fiskaspjall.is :roll:

En demantasíklíðurnar fara ekkert, þeim var ætlað að vera í þessu búri og þær eiga það einar......... eða svona næstum því.
Það eru tveir gibbar líka.

p.s. Ef það eru einhverjir fleiri þarna úti sem vilja skamma mig, þá skulu þið bara láta mig heyra það, ég á það alveg skilið :lol:
ZX-6RR
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

skamm skamm á þig :D
Post Reply