Ég fékk 2 ála frá félaga mínum og okkur var sagt að þeir gætu verið í búri með skjaldbökunni okkar sem er um 4cm. En ég veit ekkert um ála og ég er orðin ansi hrædd um líf þeirra! Annar þeirra er stærri en hinn og hann var vanur að synda um en nú lætur hann ekki sjá sig! Þessi minni kemur út úr grjótinu til að éta og já ég veit ekki hvað þeir éta.. nema allavega rækjur!! Þessi minni er allavega með eitthvað í maganum.. ekki rækju samt.. hann er með "bumbu" og það áður en hann borðar! Hvað þarf ég að gera til að halda þeim á lífi? Hvað er of heitt fyrir þá og kalt og já ...bara ALLT!! og hvaða bumba er þetta á álinum?
OG hvaða tegund er þetta eiginlega
svona aðeins til að sjá stærðina
Fyrir fram þakkir
Álar!!?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta eru Ropefish, hér er smá fróðleikur um þá tekin úr monsterþræðinum hjá Andar pogo
Ég veit nú ekki hversu góðir þeir eru með skjaldböku en sjálfsagt er það í lagi meðan hún er svona lítil.
Ropefish (Erpetoichthys calabaricus)
Uppruni: Afríka
Stærð: Allt að 90cm en oftast ekki meira en 50cm í búrum
Ropefish er skyldur Polypterus og er frekar sambærilegur þeim hvað varðar umönnun.
Hann er kjötæta og étur allt sem kemst upp í hann.
Ropefish eru næturfiskar en eru samt nokkuð aktívir á daginn og kunna best við sig nokkrir saman.
Það er nauðsynlegt fyrir þá að hafa góða felustaði því annars reyna þeir að troða sér upp úr búrinu eða inn í dælur. Þeir eru flóttasnillingar og þarf því að loka búrinu vel.
Það er hægt að kyngreina þá með því að telja fjölda ugga aftan á þeim. Karlinn er með 12-15 en konan 9-12.
Ekki að það skipti miklu máli þar sem þeir fjölga sér ekki í fiskabúrum.
Ég veit nú ekki hversu góðir þeir eru með skjaldböku en sjálfsagt er það í lagi meðan hún er svona lítil.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Við erum með 26-27°C í búrinu þar sem að bakan er bara ungi (Yellow bellied slider) Svo erum við með 2 ryksugur og VORUM með 2 gullfiska! Við áttum bara þessa böku sem við björguðum frá vondum eigendum en það var einhver úr dýrabúð sem sagði að GULLFISKAR gætu verið með böku!! En allaveg þá er bara einn (ekki heill samt) gullfiskur eftir. Það er búið að bíta í sporðinn og bakuggan á honum Ég býst við því að það hafi verið bakan! En allvega við erum með búr sem er heimasmíðað (20ára) og það er rúmlega 400L með loki og innbygðu ljósi í lokið. Við erum með venjulega stóra steina í í búrinu og ropefish-arnir... eru alltaf þar á milli og undir. Við erum með litla steina í staðin fyrir sand í búrinu og ekkert land í augnablikinu þar sem að skjaldbakan hefur ALDREI farið uppá land hjá okkur! (búin að eiga hana síðan í okt)
Við búum ekki í bænum þannig að við höfum ekki verið að kaupa neitt almennilegt í búrið en það verður í næsta mánuði... Ég bara veit ekki alveg hvað skal kaupa
Jú svo erum við auðvita með dælu! Tunnudælu:)
Ég veit svo lítið um þessi dýr.. en ég er búin að lesa mér til um skjaldbökur.. og er byrjuð að lesa um ropefish
Takk fyrir alla hjálp
Við búum ekki í bænum þannig að við höfum ekki verið að kaupa neitt almennilegt í búrið en það verður í næsta mánuði... Ég bara veit ekki alveg hvað skal kaupa
Jú svo erum við auðvita með dælu! Tunnudælu:)
Ég veit svo lítið um þessi dýr.. en ég er búin að lesa mér til um skjaldbökur.. og er byrjuð að lesa um ropefish
Takk fyrir alla hjálp