Útbúum einblöðung fyrir byrjendur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Útbúum einblöðung fyrir byrjendur
Hvernig væri nú að gúrúar og beturvitar þessa spjalls tækju sig saman og útbyggju 1 A4 blað með einföldum byrjendaupplýsingum um hvernig á að halda fiskabúr.
Svona blað ætti svo auðvitað að liggja frammi í öllum gæludýraverslunum og fylgja með búrum og gullfiskakúlum osfr.
Ég er að hugsa um
1) Vatnsskipti
2) Bakteríuflóran og þroskaferli búrs.
3) Fóðrun
4) Hvar er hægt að leita sér upplýsinga
Hvað fleira dettur ykkur í hug? Er ekki einhver snjall í grafískri hönnun sem getur sett svona upp?
Svona blað ætti svo auðvitað að liggja frammi í öllum gæludýraverslunum og fylgja með búrum og gullfiskakúlum osfr.
Ég er að hugsa um
1) Vatnsskipti
2) Bakteríuflóran og þroskaferli búrs.
3) Fóðrun
4) Hvar er hægt að leita sér upplýsinga
Hvað fleira dettur ykkur í hug? Er ekki einhver snjall í grafískri hönnun sem getur sett svona upp?
Ég gerði uppkast af litlum bæklingi þegar ég vann í Dýraríkinu á Akureyri fyrir nokkrum árum. Það varð ekkert úr honum, en kannski nýtist hann einhverjum á fiskaspjallinu.
UPPSETNING Á FISKABÚRI.
Fiskabúr fyrir ferskvatnsfiska geta verið af öllum stærðum gerðum, en hentugustu stærðirnar fyrir byrjendur eru á milli 50 – 200L. Minni fiskabúr eru í mörgum tilfellum of lítil til að plöntur njóta sín og stærri búr eru dýrari og eru erfiðari að viðhalda. Stór fiskabúr eru að mörgu leiti stöðugri en smærri búr. Til dæmis hefur rotnandi fóður meiri áhrif á vatnsgæðin í 50L búri en 200L búri.
Þegar sett er upp nýtt fiskabúr er ágætt að fylgja ákveðnum skrefum í uppsettningu búrsins. Tökum 54L búr sem dæmi.
1.Búrið er skolað vel að innan með vatni og er komið fyrir á traustri undirstöðu sem þolir þungann. Mikilvægt er að undirstaðan sé alveg flöt. Næst er sandur settur næst í búrið en áður en það er gert þarf að skola sandinn mjög vel. Búrið er fyllt af vatni, og búrið látið standa í 1 – 2 daga. Hitari og hreinsidæla eru látin ganga á meðan. Algengt kjörhitastig fiska er 24-26°C.
2.Þegar vatnið í búrinu er orðið tilbúið fyrir fiska er t.d. gott að byrja á því að setja í búrið 2 Flying fox, u.þ.b. 4 Sebra Danio og plöntur til að skreyta búrið. Æskilegt er að bíða í 7-8 daga áður en fleirum fiskum er bætt í búrið. Ástæðan fyrir því að ekki er bætt við fleiri fiskum strax er sú að búrið er enþá nýuppsett ekki hefur myndast næg bakteríuflóra í hreynsidælunni til að brjóta niður úrgangsefni frá fleiri fiskum (betur verður komið að þessu síðar).
3.Sjö til 10 dögum eftir að fyrstu fiskarnir fóru í búrið væri t.d. gott að bæta við 2-3 Sebra Danio, 7 Kardínála tetrum, 5 Platty, 2 Dverg Gúramar (par), 1 brúsknef og 3 Corydoras (Bryngrani).
Í þessari upptalningu er aðeins mynnst á nokkrar tegundir sem myndu sóma sér vel í 54L búri en til eru miklu fleiri tegundir sem hægt er að setja í lítið búr.
Mynd 1. Dverg gúrami og Kardínáli
Mynd 2. Platty og Sebra Danio
Mynd 3. Flying Fox, Brúsknefur og Corydoras
NIÐURBROTSBAKTERÍUR.
Í fiskabúrum safnast upp lífræn úrgangsefni sem koma frá fiskunum, fóðri sem ekki er étið og dauðum laufblöðum. Bakteríur sem lifa í hreynsidælunni og í sandinum nýta þessi úrgangsefni sem orkugjafa. Þessar bakteríur eru gagnlegar fyrir búrið því ef þær væru ekki til staðar myndu úrgangsefnin safnast upp og vatnið myndi fljótt úldna. Ammonía er efni myndast úr úrgangsefnunum og ammonían er síðan brotin niður í nítrít af bakteríutegundinni Nitrosomonas. Nítrít er síðan breytt í nítrat af annari tegund baktería. Nítrat er það efni sem algengast er að safnist upp í fiskabúrum og er fjarlægt úr búrinu með því að skipta um vatn en einnig nota plöntur nitrat sem orkugjafa. Góð regla er að skipta um 25% vatn á tveggja vikna fresti til að losna við nitrat úr vatninu.
Ammonía og nítrit eru eitruð efni og því er mikilvægt að það sé bakteríuflóra til staðar í hreynsidælunni og sandinum til að umbreyta þessum efnum yfir í nitrat sem er minna eitrað. Í nýjum fiskabúrum er lítil bakteríuflóra og undir venjulegum kringumstæðum tekur það u.þ.b. mánuð fyrir bakteríurnar (Nitrasomonas og Nitrobacteria) að fjölga sér það mikið að þær nái að umbreyta allri ammoníunni og nitrítinu sem myndast yfir í nitrat. Í nýjum búrum mælist oft mikil ammonía og nítrít vegna skorts á bakteíuflóru og því er mikilvægt að byrja með fáa harðgera fiska til að koma köfnunarefnishringnum (sjá mynd) af stað og bæta síðan við fleiri fiskum þegar niðurbrotsbakteríurnar eru orðnar fleiri. Best er að nota harðgera fiska t.d. Sebra Danio til að “starta” búrinu. Köfnunarefnishringurinn byrjar ekki að neinu ráði fyrr en fiskar koma í búrið vegna þess að fiskarnir útvega bakteríunum næringarefni. Hægt er að fá vökva í dýrabúðum sem inniheldur niðurbrotsbakteríur (Nitrosomonas og Nitrobacteria). Þegar þessi vökvi er settur í fiskabúr fljótlega eftir að fyrstu fiskarnir koma í búrið er mögulegt að bæta við fleiri fiskum í búrið fyrr og einnig minnkar efnið líkur á því að fiskar verði fyrir ammoníum eitrun.
REGLULEGT VIÐHALD.
Þegar búið er að setja upp fiskabúr þarf að hreinsa búrið reglulega. Hversu mikið þarf að hreinsa búrið veltur á því hve margir fiskar eru í búrinu og hvernig fiskarnir eru fóðraðir. Ef mikið er af matarleyfum á botninum eftir hverja fóðrun myndast meira af ammoníum og því þarf að skipta um meira vatn en ef fóðrar er rétt magn. Gott er að fóðra fiskana tvisvar á dag og í leiðinni athuga hitastigið og hvort fiskarnir séu við góða heilsu.
Til að hafa búrið sem fallegast er best að skafa þörunga innan af glerinu með glersköfu eða segulsköfu á eins til tveggja vikna fresti. Ef fiskabúr er staðsett þar sem sólarljós nær að skína á búrið vaxa þörungar mun betur og þá komið upp vandræði með þörunga. Þörungar gera fiskum ekki mein en hinsvegar eru þeir oftast óaðlaðandi. Best er að hafa ljósið kveikt 10 – 12 tíma á dag og forðast að hafa búrið staðsett þar sem sól nær að skína það.
Aðrahverja vikur er skipt um 25% vatn í búrinu þ.e.a.s ef búrið er ekki yfirfullt af fiskum og ekki er offóðrað. Ágæt þumalputtaregla er að hafa ekki meira en1cm af fiskum á hvern lítra af vatni. Samkvæmt þeirri reglu væri hægt að hafa 20 fiska sem eru 5cm í 100L búri. Hægt er að minnka þörf á vatnskiptum með því að hafa mikið af lifandi gróðri í búrinu. Lifandi gróður gerir fiskabúrinn fallegri (að flestra mati) og einnig er skemmtilegra að rækta lifandi plöntur en að hafa gervigróður. Í búri eins og á myndinni að neðan safnast sjaldan upp nitrat, enda er búrið nánast fullt af gróðri sem nýtir nitrat sem orkugjafa.
Á 2 – 4 vikna fresti er svampurinn í hreinsidælunni skolaður. Það er gott að þvo svampinn með volgu vatni og skilja smá skít eftir í dælunni vegna þess í skítnum er mikið af gagnlegum niðurbrotsbakteríum.
AÐ SETJA FISK Í BÚRIÐ.
Þegar nýr fiskur er settur út í búr er mikilvægt að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
1. Pokinn með fisknum er látinn fljóta ofan á yfirborðinu í u.þ.b. 15 mín svo að hitastig í pokanum og í búrinu verði jafnt. Mikilvægt er að átta sig á því að blóðhiti fisksins er jafn umhverfinu sem hann lifir í og þess vegna getur verið hættulegt fyrir fiskinn að fara skyndilega í umhverfi sem er kanski nokkrum gráðum heitara eða kaldara en líkamshiti fisksins.
2. Þegar hitastigið í pokanum er jafnt og í búrinu er pokinn opnaður og vatn úr fiskabúrinu hellt rólega í pokann þangað til vatnið í búrinu er helmingi eða þrisvar sinnum meira en vatnið sem var í pokanum. Þetta er gert til að jafna sýrustigið rólega svo að fiskurinn fái ekki sjokk.
3. Þegar þetta er búið skal veiða fiskinn úr pokanum með háf og taka síðan pokann upp og hella vatninu í vaskinn til minnka líkur á því að smit berist á milli búra.
ALGENGUSTU SJÚKDÓMARNIR.
Allir sem hafa átt fiskabúr í nokkur ár lenda einhverntíman í því að fiskarnir veikjast. Það er mikilvægt að þekkja einkenni sjúkdóma til að geta greint sjúkdóminn og fundið fengið rétta lyfið sem fyrst. Hér á eftir verður aðeins fjallað lítillega um algengustu fisksjúkdómunum en nánari upplýsingar.
HVÍTBLETTAVEIKI.
Hvítblettaveiki er einn algengasti fisksjúkdómurinn og lýsir sér þannig að fiskurinn fær marga hvíta bletti á líkaman. Blettirnir eru af völdum snýkjudýra og sjúkdómurinn er læknaður með Sera Costapur. Stress og slæm vatnsskilyrði geta vakið veikina upp aftur.
COSTÍA.
Costía er snýkjudýrasýking sem lýsir sér þannig að stórir flekkir myndast á húð fisksins. Flekkirnir eru þokukenndir vegna mikillar slímmyndunar. Á hærri stigum sýkingarinnar fer sjúkdómurinn í tálknin á fisknum og hann á erfitt með að anda og getur kafnað. Costía er læknuð með Sera Costapur.
SVEPPASÝKING.
Sveppasýking lýsir sér sem grár/hvítur blettur á skinni eða uggum sem líkist bómull eða ull. Sveppasýking kemur stundum í kjölfar bakteríusýkinga. Sera Mycopur er notað við sveppasýkingum.
SPORÐÁTA.
Sporðáta er bakteríusýking sem lýsir sér þannig að sporðurinn verður eins og hann sé tættur eða rifinn. Sporðáta getur komið upp ef fiskur er stressaður eða í slæmum vatnsskilyrðum. Sera bactopur er lyf sem læknar sporðátu.
UPPSETNING Á FISKABÚRI.
Fiskabúr fyrir ferskvatnsfiska geta verið af öllum stærðum gerðum, en hentugustu stærðirnar fyrir byrjendur eru á milli 50 – 200L. Minni fiskabúr eru í mörgum tilfellum of lítil til að plöntur njóta sín og stærri búr eru dýrari og eru erfiðari að viðhalda. Stór fiskabúr eru að mörgu leiti stöðugri en smærri búr. Til dæmis hefur rotnandi fóður meiri áhrif á vatnsgæðin í 50L búri en 200L búri.
Þegar sett er upp nýtt fiskabúr er ágætt að fylgja ákveðnum skrefum í uppsettningu búrsins. Tökum 54L búr sem dæmi.
1.Búrið er skolað vel að innan með vatni og er komið fyrir á traustri undirstöðu sem þolir þungann. Mikilvægt er að undirstaðan sé alveg flöt. Næst er sandur settur næst í búrið en áður en það er gert þarf að skola sandinn mjög vel. Búrið er fyllt af vatni, og búrið látið standa í 1 – 2 daga. Hitari og hreinsidæla eru látin ganga á meðan. Algengt kjörhitastig fiska er 24-26°C.
2.Þegar vatnið í búrinu er orðið tilbúið fyrir fiska er t.d. gott að byrja á því að setja í búrið 2 Flying fox, u.þ.b. 4 Sebra Danio og plöntur til að skreyta búrið. Æskilegt er að bíða í 7-8 daga áður en fleirum fiskum er bætt í búrið. Ástæðan fyrir því að ekki er bætt við fleiri fiskum strax er sú að búrið er enþá nýuppsett ekki hefur myndast næg bakteríuflóra í hreynsidælunni til að brjóta niður úrgangsefni frá fleiri fiskum (betur verður komið að þessu síðar).
3.Sjö til 10 dögum eftir að fyrstu fiskarnir fóru í búrið væri t.d. gott að bæta við 2-3 Sebra Danio, 7 Kardínála tetrum, 5 Platty, 2 Dverg Gúramar (par), 1 brúsknef og 3 Corydoras (Bryngrani).
Í þessari upptalningu er aðeins mynnst á nokkrar tegundir sem myndu sóma sér vel í 54L búri en til eru miklu fleiri tegundir sem hægt er að setja í lítið búr.
Mynd 1. Dverg gúrami og Kardínáli
Mynd 2. Platty og Sebra Danio
Mynd 3. Flying Fox, Brúsknefur og Corydoras
NIÐURBROTSBAKTERÍUR.
Í fiskabúrum safnast upp lífræn úrgangsefni sem koma frá fiskunum, fóðri sem ekki er étið og dauðum laufblöðum. Bakteríur sem lifa í hreynsidælunni og í sandinum nýta þessi úrgangsefni sem orkugjafa. Þessar bakteríur eru gagnlegar fyrir búrið því ef þær væru ekki til staðar myndu úrgangsefnin safnast upp og vatnið myndi fljótt úldna. Ammonía er efni myndast úr úrgangsefnunum og ammonían er síðan brotin niður í nítrít af bakteríutegundinni Nitrosomonas. Nítrít er síðan breytt í nítrat af annari tegund baktería. Nítrat er það efni sem algengast er að safnist upp í fiskabúrum og er fjarlægt úr búrinu með því að skipta um vatn en einnig nota plöntur nitrat sem orkugjafa. Góð regla er að skipta um 25% vatn á tveggja vikna fresti til að losna við nitrat úr vatninu.
Ammonía og nítrit eru eitruð efni og því er mikilvægt að það sé bakteríuflóra til staðar í hreynsidælunni og sandinum til að umbreyta þessum efnum yfir í nitrat sem er minna eitrað. Í nýjum fiskabúrum er lítil bakteríuflóra og undir venjulegum kringumstæðum tekur það u.þ.b. mánuð fyrir bakteríurnar (Nitrasomonas og Nitrobacteria) að fjölga sér það mikið að þær nái að umbreyta allri ammoníunni og nitrítinu sem myndast yfir í nitrat. Í nýjum búrum mælist oft mikil ammonía og nítrít vegna skorts á bakteíuflóru og því er mikilvægt að byrja með fáa harðgera fiska til að koma köfnunarefnishringnum (sjá mynd) af stað og bæta síðan við fleiri fiskum þegar niðurbrotsbakteríurnar eru orðnar fleiri. Best er að nota harðgera fiska t.d. Sebra Danio til að “starta” búrinu. Köfnunarefnishringurinn byrjar ekki að neinu ráði fyrr en fiskar koma í búrið vegna þess að fiskarnir útvega bakteríunum næringarefni. Hægt er að fá vökva í dýrabúðum sem inniheldur niðurbrotsbakteríur (Nitrosomonas og Nitrobacteria). Þegar þessi vökvi er settur í fiskabúr fljótlega eftir að fyrstu fiskarnir koma í búrið er mögulegt að bæta við fleiri fiskum í búrið fyrr og einnig minnkar efnið líkur á því að fiskar verði fyrir ammoníum eitrun.
REGLULEGT VIÐHALD.
Þegar búið er að setja upp fiskabúr þarf að hreinsa búrið reglulega. Hversu mikið þarf að hreinsa búrið veltur á því hve margir fiskar eru í búrinu og hvernig fiskarnir eru fóðraðir. Ef mikið er af matarleyfum á botninum eftir hverja fóðrun myndast meira af ammoníum og því þarf að skipta um meira vatn en ef fóðrar er rétt magn. Gott er að fóðra fiskana tvisvar á dag og í leiðinni athuga hitastigið og hvort fiskarnir séu við góða heilsu.
Til að hafa búrið sem fallegast er best að skafa þörunga innan af glerinu með glersköfu eða segulsköfu á eins til tveggja vikna fresti. Ef fiskabúr er staðsett þar sem sólarljós nær að skína á búrið vaxa þörungar mun betur og þá komið upp vandræði með þörunga. Þörungar gera fiskum ekki mein en hinsvegar eru þeir oftast óaðlaðandi. Best er að hafa ljósið kveikt 10 – 12 tíma á dag og forðast að hafa búrið staðsett þar sem sól nær að skína það.
Aðrahverja vikur er skipt um 25% vatn í búrinu þ.e.a.s ef búrið er ekki yfirfullt af fiskum og ekki er offóðrað. Ágæt þumalputtaregla er að hafa ekki meira en1cm af fiskum á hvern lítra af vatni. Samkvæmt þeirri reglu væri hægt að hafa 20 fiska sem eru 5cm í 100L búri. Hægt er að minnka þörf á vatnskiptum með því að hafa mikið af lifandi gróðri í búrinu. Lifandi gróður gerir fiskabúrinn fallegri (að flestra mati) og einnig er skemmtilegra að rækta lifandi plöntur en að hafa gervigróður. Í búri eins og á myndinni að neðan safnast sjaldan upp nitrat, enda er búrið nánast fullt af gróðri sem nýtir nitrat sem orkugjafa.
Á 2 – 4 vikna fresti er svampurinn í hreinsidælunni skolaður. Það er gott að þvo svampinn með volgu vatni og skilja smá skít eftir í dælunni vegna þess í skítnum er mikið af gagnlegum niðurbrotsbakteríum.
AÐ SETJA FISK Í BÚRIÐ.
Þegar nýr fiskur er settur út í búr er mikilvægt að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
1. Pokinn með fisknum er látinn fljóta ofan á yfirborðinu í u.þ.b. 15 mín svo að hitastig í pokanum og í búrinu verði jafnt. Mikilvægt er að átta sig á því að blóðhiti fisksins er jafn umhverfinu sem hann lifir í og þess vegna getur verið hættulegt fyrir fiskinn að fara skyndilega í umhverfi sem er kanski nokkrum gráðum heitara eða kaldara en líkamshiti fisksins.
2. Þegar hitastigið í pokanum er jafnt og í búrinu er pokinn opnaður og vatn úr fiskabúrinu hellt rólega í pokann þangað til vatnið í búrinu er helmingi eða þrisvar sinnum meira en vatnið sem var í pokanum. Þetta er gert til að jafna sýrustigið rólega svo að fiskurinn fái ekki sjokk.
3. Þegar þetta er búið skal veiða fiskinn úr pokanum með háf og taka síðan pokann upp og hella vatninu í vaskinn til minnka líkur á því að smit berist á milli búra.
ALGENGUSTU SJÚKDÓMARNIR.
Allir sem hafa átt fiskabúr í nokkur ár lenda einhverntíman í því að fiskarnir veikjast. Það er mikilvægt að þekkja einkenni sjúkdóma til að geta greint sjúkdóminn og fundið fengið rétta lyfið sem fyrst. Hér á eftir verður aðeins fjallað lítillega um algengustu fisksjúkdómunum en nánari upplýsingar.
HVÍTBLETTAVEIKI.
Hvítblettaveiki er einn algengasti fisksjúkdómurinn og lýsir sér þannig að fiskurinn fær marga hvíta bletti á líkaman. Blettirnir eru af völdum snýkjudýra og sjúkdómurinn er læknaður með Sera Costapur. Stress og slæm vatnsskilyrði geta vakið veikina upp aftur.
COSTÍA.
Costía er snýkjudýrasýking sem lýsir sér þannig að stórir flekkir myndast á húð fisksins. Flekkirnir eru þokukenndir vegna mikillar slímmyndunar. Á hærri stigum sýkingarinnar fer sjúkdómurinn í tálknin á fisknum og hann á erfitt með að anda og getur kafnað. Costía er læknuð með Sera Costapur.
SVEPPASÝKING.
Sveppasýking lýsir sér sem grár/hvítur blettur á skinni eða uggum sem líkist bómull eða ull. Sveppasýking kemur stundum í kjölfar bakteríusýkinga. Sera Mycopur er notað við sveppasýkingum.
SPORÐÁTA.
Sporðáta er bakteríusýking sem lýsir sér þannig að sporðurinn verður eins og hann sé tættur eða rifinn. Sporðáta getur komið upp ef fiskur er stressaður eða í slæmum vatnsskilyrðum. Sera bactopur er lyf sem læknar sporðátu.
Last edited by Tommi on 23 Jan 2008, 22:49, edited 2 times in total.
Þetta er fínt hjá Tomma nema hvað að auðvitað er þetta sett upp með ákveðna verslun og vörumerki þeirra í huga.
Ég verð nú samt að gera smá athugasemdir.
Say what ?
Að öðru leiti tel ég þetta mjög gagnlegt og gott framtak.
Ég verð nú samt að gera smá athugasemdir.
Til dæmis hefur rotnandi fóður minni áhrif á vatnsgæðin í 50L búri en 200L
Say what ?
Ég er reyndar mikið á móti þeirri sölumennsku að selja fólki svona íblöndunarefni og að auki þá tel ég óþarfa að láta búrið standa í meira en sólarhring ef hitastig er örðið stöðugt.Sera Aquatan bætt í vatnið og búrið látið standa í 3 – 6 daga.
Það virðist vera útbreyddur misskilningur þarna fyrir norðan að bakteríurnar lifi í skítnum, bakterían festir sig á yfirborð eins og td svampa í dælunni, um leið og of mikill skítur er kominn í svampana fá bakteríurnar ekki súrefni og ná ekki að fjölga sér.skilja smá skít eftir í dælunni vegna þess í skítnum er mikið af gagnlegum niðurbrotsbakteríum.
Að öðru leiti tel ég þetta mjög gagnlegt og gott framtak.
Já, það er eflaust eitthvað í þessum texta sem má laga. Enda er þetta eins og ég sagði, uppkast
Þetta með stærð á búri og mengun út frá rotnandi fóðri, þá átti ég við þarna að það þarf minna til að óhreinka lítil búr en stór. Mætti orða þetta betur.
Það er satt hjá þér með skítinn og bakteríurnar. Líklegast er ekki betra að skilja skít eftir í dælunni. Mig minnir að það fylgi með Juwel búrunum bæklingur þar sem stendur að það eigi ekki að þrífa svampana alla í einu. Það er það samt örugglega í fínu lagi ef maður drepur bakteríurnar ekki með heitu vatni.
Þetta með stærð á búri og mengun út frá rotnandi fóðri, þá átti ég við þarna að það þarf minna til að óhreinka lítil búr en stór. Mætti orða þetta betur.
Það er satt hjá þér með skítinn og bakteríurnar. Líklegast er ekki betra að skilja skít eftir í dælunni. Mig minnir að það fylgi með Juwel búrunum bæklingur þar sem stendur að það eigi ekki að þrífa svampana alla í einu. Það er það samt örugglega í fínu lagi ef maður drepur bakteríurnar ekki með heitu vatni.
Mjög gott innlegg Tommi! Ég legg þó til að lesmálið verði skorið niður. Það er ábyggilega hægt að segja það sem skiptir máli í færri og hnitmiðaðri setningum (en auðvitað glatast þá kannski "af hverju" þátturinn).
Vargur sagði:
Vargur sagði:
Ég tek undir að ég held þessi efni vera óþarfa á Íslandi. Aðal tilgangur þeirra er að gera klórefnasambönd í vatni þar sem klór er bætt í óvirk. Það þarf ekki hér á landi.Ég er reyndar mikið á móti þeirri sölumennsku að selja fólki svona íblöndunarefni
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
En er þetta efni ekki líka til að gera ýmsa málma óvirka sem finnast í vatninu?. en annars nota ég svona eitthvað alltaf þegar ég skipti um vatn en bara svakalega lítið, ekki nærrum því jafn mikið og er sagt á flöskunniHrafnkell wrote:
Vargur sagði:Ég tek undir að ég held þessi efni vera óþarfa á Íslandi. Aðal tilgangur þeirra er að gera klórefnasambönd í vatni þar sem klór er bætt í óvirk. Það þarf ekki hér á landi.Ég er reyndar mikið á móti þeirri sölumennsku að selja fólki svona íblöndunarefni
200L Green terror búr
Sjálfsagt, það stendur amk oft á flöskunum að það geri þungmálma skaðlausa. En ef það eru þungmálmar í neysluvatninu sem á að nota í búrið þá er það nú ekki mikið neysluvatn Þetta er að mínu viti frekar hræðsluáróður. Á sjálfsagt við einhverstaðar.En er þetta efni ekki líka til að gera ýmsa málma óvirka sem finnast í vatninu?
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Þannig að maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því ef að maður gleymir að setja þetta útí, eða ætti maður kannski frekar að sleppa því bara?Hrafnkell wrote:Sjálfsagt, það stendur amk oft á flöskunum að það geri þungmálma skaðlausa. En ef það eru þungmálmar í neysluvatninu sem á að nota í búrið þá er það nú ekki mikið neysluvatn Þetta er að mínu viti frekar hræðsluáróður. Á sjálfsagt við einhverstaðar.En er þetta efni ekki líka til að gera ýmsa málma óvirka sem finnast í vatninu?
200L Green terror búr
Það gæti vel verið. Ég vann í búðinni þegar hún var glerhúsinu í Innbænum. Það eru orðin 3 ár síðan ég hætti.Ég fékk svona bækling þegar ég keypti fyrsta búrið mitt þar á Akureyri Afgreiðslumaðurinn fór eitthvað bakatil og prentaði þetta út handa mér Hjálpaði mér mikið. Varst það kannski þú Tommi?
Efnið inniheldur B-vítamín sem er hollt fyrir fiskana og hjálpar til við að minnka stress, en annars er alls ekki nauðsynlegt að nota það.Þannig að maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því ef að maður gleymir að setja þetta útí, eða ætti maður kannski frekar að sleppa því bara?
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Hehe, en þetta fylgdi með búrinu sem ég keypti, Tetra búr sem fylgir allt með til að starta búrinu, þannig að ég hef bara notað það svona til að nýta það bara en hef notað svo lítið af því að það er varla hálfnað maður á nefnileg að nota svo rosalega mikið af þessu finnst mér og hef ég því notað miklu minna.Sven wrote:Serius Black, slepptu því að setja þetta í vatnið, þetta er bara peningaplokk.
Svo fylgdi líka eitthvað til að koma bakteríuflóru af stað en ég notaði það samt ekki neitt, skyldi ekki alveg hvernig ætti að nota það þannig að ég lét þetta bara gerast af sjálfu sér
200L Green terror búr